Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1963, Síða 25

Fálkinn - 25.09.1963, Síða 25
N A >»1 Drake glotti. „Væri það nú ekki skáld- legt réttlæti, Perry, ef þessi kvenmaður hefur auglýst eftir tvífara sínum til að koma sér úr klípu og hún yrði að greiða það með því að láta hana hafa helming- inn af fimmtíu milljón dollara arfi?“ Síminni hringdi. Della Street tók hann upp og sagði: „Halló.“ Hún lagði höndina yfir talpípuna og sagði: „Þétta er Dorrie Ambler.“ Mason bandaði hendinni. „Taktu hitt tækið, Páll.“ Mason sagði: „Sælar fröken Ambler.“ „Ó, herra Mason,“ sagði hún og það var geðshræring í röddinni. „Gætuð þér komið og talað við mig í íbúðinni minni?“ „Af hverju komið þér ekki hingað?“ spurði Mason. „Ég er undir eftirliti. Ég er króuð inni. Það eru menn — maður úti á gang- inum að skjótast ýmist inn í eða út úr kústaskápnum. Út um gluggann get ég séð annan mann, sem hefur auga með bílnum mínum.“ „Þá það,“ sagði Mason, „það sannar að lögreglan er búin að hafa upp á yður og þér verðið bráðum teknar föst fyrir að aka á mann og forða yður af slys- staðnum.“ „Aka á mann?“ sagði hún. „Já, einmitt. Það er það, sem gerðist J þann sjötta september. „Og eruð þér að segja að það sé það, sem verið er að reyna að koma á mig?“ spurði hún með hita í röddinni. „Verið nú rólegar," sagði Mason. „Þessir lögreglumenn gera yður ekki j. neitt, en þeir verða þarna kyrrir þangað t til þeir eru vissir um að þér eruð inni ’ cg þá spyrja þeir yður um þetta bílslys." „Og hvað get ég sagt þeim?“ „Segið þeim að þér hafið verið heima sjötta september og ekkert annað. Jæja, ©g hvar er bíllinn yðar?“ ^ I „Við gangstéttina hérna fyrir ; framan.“ Framh. á bls. 36. f-ALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.