Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 17
bi
Efst tll hægri: Þessi mynd
er úr Dýflinni, höfuðborg
Irlands við Liffey-ána.
1 miðið: Þelta er einkenn-
andi sveitabær á írlandi.
Myndin er tckin í Gahvay-
héraði.
Neðst: Bændur koma enti
með vörur sínar á markaðs-
torgin. Þessi mynd var tekin
I Galway City á markaðs-
degi.
eins og yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar, heldur
voru þeir margir af fjöl-
skyldum mótmælenda í land-
Inu, Grattan, Wolf Tone,
Parnell, svo nokkur nöfn
séu nefnd.
Varla getur öllu grimmúð-
legri lög en þau sem Eng-
lendingar settu í því skynl
að múlbinda kaþólska íra.
Þeir höfðu hvorki kosninga-
rétt né kjörgengi, þeim var
bannað að ganga í herinn og
eiga vopn, bannað að læra
lögfræði og ýmsar aðrar
greinar og ætti kaþólskur
íri hest, sem metinn var til
meira verðs en 5 punda,
varð hann að láta hestinn
af hendi fyrir það verð.
Kaþólskum var bannað að
sitja í kennarastóli og einnig
lá þung refsing við því ef
þeir urðu uppvísir að því
að senda syni sína utan til
mennta. Auk þess var svo
hnútana búið að írar gátu
ekki flutt framleiðslu sína
annað en til London og þar
voru lagði á hana háir skatt-
ar. Þannig hrakaði réttar-
stöðu íra ár frá ári, öld af
öld, þjóðin var þrautpínd og
landið mergsogið. Því varð
fátt til varna þegar hungurs-
tieyðin mikla varð um miðja
síðustu öld. Hinir ensku
óðalseigendur höfðu jafnan
reynt að fá eins mikið út
úr jörðunum og hægt var
bg kostað þó litlu til. Enda
var jörðin ekki lengur frjó-
Söm.
Leiguliðar voru neyddir
til að inna af hendi okur-
leigu og var hún alla jafnan
greidd í hveiti. Smám saman
hafði bændum og búaliði
verið þröngvað vestur 4
bóginn en þar voru rýrari
jarðir og harðbýlli lönd og
611 alþýða manna hafði ekki
aðra næringu árið um kring
en kartöflur eintómar, önn-
ur matvæli fóru til að greiða
landskuldina. Fólkið lenti á
vonarvöl og hrundi niður úr
hungri þegar skæð pest,
Framhald á bls. 50.