Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 14
 . ;<■ ■ - '>r, . ••- ■'• JOKULL JAKOBSSON Friður — ró — fegurð, eru þau orð, sem nianni deita fyrst í hug er maður lítur á þessa mynd, sem tekin er við Killarney. « t hugskoti flestra er geymd nokkuð sérstæð mynd af eyjunni grænu, írlandi, landi helgra manna og fræð- ara. Heimasætan spinnur á rokk og raular angurbliðri röddu ástarljóð um piltinn á næsta bæ sem gekk að beiman með sverð og byssu að frelsa land sitt og þjóð undan erlendu oki. Bylting- ar, uppþot og uppreisnir daglegt brauð og skáldin skrifa hinztu ljóð sín með blóði sínu á húsveggi um leið og þau deyja. Vitaskuld eiga slíkar myndir sér enga stoð í raunveruleikanum, i það minnsta tilheyra þær ío’tíðinni. Ferðamaður sem kemur til Dyilinnar í fyrsta sinn gæti doltið í hug að hann heíði 14 villst og væri kominn til Englands — hins íorna fjanda. Húsin bera sama svip og byggingar í enskum borgum, yfirbragð borgar- innar er enskt, jafnvel strætisvagnarnir eru ná- kvæm eftiriiking vagnanna sem streyma um Piccadiiiy og Oxford Street. En i Dyfl- inni eru þeir grænir — ekki rauðir. Það er veigamikill munur og brátt kemur í Ijós að þrátt fyrir svipaðan keim á yfirborðinu er þessu þann- ig farið á flestum sviðum: munurinn er mikill. Það er nóg að standa nokkrar mínútur á O’Conn- ell-brú og virða íyrir sér íólkið, þetta er framandi þjóðfiokkur sem býr i þess- ari ensku borg og á ekkert skylt við hina gætnu, og sjálfsánægðu Engilsaxa. ís- lendingur þarf ekki að staldra nema stutta stund þarna á brúnni áður en hann uppgötvar hvar hann hefur séð þetta fólk áður: þetta gæti verið sama fóikið og hraðar sér um Austurstræti og Laugaveg, skyldieikinn leynir sér ekki. Að visu segir í fornum bókum islenzkum að land- nemar íslands hafi flestir verið af höfðingjaslekti sem kaliaði sig kónga og jaria í norskum afdölum og fiúði unnvörpum yfir sollinn sæ fremur en borga tekju- og eignaskatt Haraldi lúfu þegar hann tók á sig rögg og gerði Noreg að almenni- legu þjóðriki. Það er skoðun sumra fræðimanna nú á tímum að sagnariturunum fornu hafi verið meir í mun að rekja ættir okkar til hinna norsku höfðingja (sennilega til að treysta norræna samvinnu þeirra tíma) en hafi hins vegar gert minna úr keltn- eskum upruna okkar en efni stóðu til. Þó fer ekki hjá því að skráðar voru á bækur frásögur af afreksverkum víkinganna á Bretlandseyj- um á leið þeirra til íslands, þar stungu þeir við stafni og höfðu brott með sér vinnuafl, írska þræla. Fæst- ir þeiria voru ættfærðir og má þó búast við að viking- arnir hafi ekki valið fólk af verri endanum þegar þeir söfnuðu á skip sin saklausum FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.