Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Page 14

Fálkinn - 09.12.1963, Page 14
 . ;<■ ■ - '>r, . ••- ■'• JOKULL JAKOBSSON Friður — ró — fegurð, eru þau orð, sem nianni deita fyrst í hug er maður lítur á þessa mynd, sem tekin er við Killarney. « t hugskoti flestra er geymd nokkuð sérstæð mynd af eyjunni grænu, írlandi, landi helgra manna og fræð- ara. Heimasætan spinnur á rokk og raular angurbliðri röddu ástarljóð um piltinn á næsta bæ sem gekk að beiman með sverð og byssu að frelsa land sitt og þjóð undan erlendu oki. Bylting- ar, uppþot og uppreisnir daglegt brauð og skáldin skrifa hinztu ljóð sín með blóði sínu á húsveggi um leið og þau deyja. Vitaskuld eiga slíkar myndir sér enga stoð í raunveruleikanum, i það minnsta tilheyra þær ío’tíðinni. Ferðamaður sem kemur til Dyilinnar í fyrsta sinn gæti doltið í hug að hann heíði 14 villst og væri kominn til Englands — hins íorna fjanda. Húsin bera sama svip og byggingar í enskum borgum, yfirbragð borgar- innar er enskt, jafnvel strætisvagnarnir eru ná- kvæm eftiriiking vagnanna sem streyma um Piccadiiiy og Oxford Street. En i Dyfl- inni eru þeir grænir — ekki rauðir. Það er veigamikill munur og brátt kemur í Ijós að þrátt fyrir svipaðan keim á yfirborðinu er þessu þann- ig farið á flestum sviðum: munurinn er mikill. Það er nóg að standa nokkrar mínútur á O’Conn- ell-brú og virða íyrir sér íólkið, þetta er framandi þjóðfiokkur sem býr i þess- ari ensku borg og á ekkert skylt við hina gætnu, og sjálfsánægðu Engilsaxa. ís- lendingur þarf ekki að staldra nema stutta stund þarna á brúnni áður en hann uppgötvar hvar hann hefur séð þetta fólk áður: þetta gæti verið sama fóikið og hraðar sér um Austurstræti og Laugaveg, skyldieikinn leynir sér ekki. Að visu segir í fornum bókum islenzkum að land- nemar íslands hafi flestir verið af höfðingjaslekti sem kaliaði sig kónga og jaria í norskum afdölum og fiúði unnvörpum yfir sollinn sæ fremur en borga tekju- og eignaskatt Haraldi lúfu þegar hann tók á sig rögg og gerði Noreg að almenni- legu þjóðriki. Það er skoðun sumra fræðimanna nú á tímum að sagnariturunum fornu hafi verið meir í mun að rekja ættir okkar til hinna norsku höfðingja (sennilega til að treysta norræna samvinnu þeirra tíma) en hafi hins vegar gert minna úr keltn- eskum upruna okkar en efni stóðu til. Þó fer ekki hjá því að skráðar voru á bækur frásögur af afreksverkum víkinganna á Bretlandseyj- um á leið þeirra til íslands, þar stungu þeir við stafni og höfðu brott með sér vinnuafl, írska þræla. Fæst- ir þeiria voru ættfærðir og má þó búast við að viking- arnir hafi ekki valið fólk af verri endanum þegar þeir söfnuðu á skip sin saklausum FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.