Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 23
megnaði ekki að hreyfa mig, stóð bara stjörf og öskraði og öskraði..... Ég heyrði ennþá öskrin berg- mála í herberginu þegar ég fann að það hélt einhver um axlir mér og hristi mig til, og heyrði rödd sem stöðugt endur- tók: — Kathy .... Kathy, þó. .... með miklum erfiðismun- um reyndi ég að stynja: — Johnny .... enda þótt ég innst inni vissi, að þetta var ekki Johnny, sem talaði við mig. Hversu innilega sem ég óskaði þess, gat það ekki verið hann. Smám saman komst ég til með- vitundar. Og eftir dálitla stund uppgötvaði ég, að ég lá inni í mínu eigin svefnherbergi, og það var Paul sem var að reyna að vekja mig. Sársaukinn var ennþá í eyrum mínum eftir öskrin, en svo heyrði ég að það var barið varlega á dyrnar frammi á gangi. Dyrnar opnuð- ust, og áhyggjufullt andlit Trudys birtist í dyragættinni. — Frú Kathy, hvað í ósköp- unum er að? —- Konan mín fékk martröð, en hún er vöknuð núna, þakka yður fyrir, svaraði Paul stutt- lega. — Herra minn trúr, ég hefði haldið að það væri að minnsta kosti verið að myrða hana, hevrði ég Trudy segja, Hafði hún líka ekki rétt fyr- ir sér? Andartak sá ég andlit Johnnys fyrir mér aftur. Ég sá að Paul leit snögglega rann- sakandi á mig, en Trudy hafði ekki tekið eftir neinu og hélt áfram: — Hún er þá ekkert alvarlega veik? Mér fannst þegar að hún kom heim í kvöld, að hún liti út eins og afturganga. Alveg fannhvít í andliti. Trudy tók sem sagt ekkl þessa skýringu Pauls með mar- tröðina gilda. Hún fann það bersýnilega á sér að eitthvað hefði gerzt. Hún leit rannsak- andi af Paul á mig og síðan um herbergið. Það var sjaldan, sem nokkuð merkilegt fór framhjá Trudy. Trudy var gömul barn- fóstra mín og þekkti mig út og inn. f margar vikur hafði hún haft gætur á mér með rannsak- andi augnaráði. Hún hafði hlustað, þegar ég hafði talað við Johnny í símann, og hún hlaut að hafa tekið eftir því hvað ég hafði breytzt síðan ég hitti hann. Það var aðeins Paul sem hafði ekki tekið eftir neinum breytingum. Hans gáfaða og kalda lögmannshjarta tók aldrei eftir neinum breytingum. Nei, Paul myndi aldrei geta Ég óskaSi aSeins eftir að við gætum setið svona um aldur og ævi skilið neitt af því sem hafði farið á milli okkar Johnnys. Hann kom Trudy út úr her- berginu aftur, og eftir örstutta þögn sagði hann: — Ég geng út frá því sem vísu, að þú hafir haft martröð? Ég kinkaði kolli. Martöð já, en hver var hin raunverulega ástæða fyrir martöðinni? En raunveruleikinn var allt of ó- geðslegur til að hægt væri að hugsa um hann. — Dreymdi þig um — Johnny Brant? Það var eins og hann hefði óbeit á að nefna nafnið. Og fyrir nokkrum stundum síðan hafði hann ekki einu sinni vit- að um tilveru Johnnys. Ekki fyrr en hann kom heim og fékk bréfið frá mér, þar sem ég skrifaði að ég væri farin frá honum tii Johnnys og myndi aldrei koma til hans aftur...... Það var Paul, sem hafði stöðvað mig á leiðinni þangað og ekið mér heim aftur. — Ég hélt að mér ætlaði aldrei að takast að vekja þig. Rödd hans skalf lítið eitt. — Eftir þetta áfall sem þú fékkst, er ekkert undarlegt við að þú skyldir fá martröð. Hefðum við bara haft einhverj- ar róandi töflur í húsinu, hefðir þú getað sofið rólega, en þær fyrirfinnast auðvitað engar hér, og mig langar ekki til að hringja eftir lækni....... — Nei, nei. Ég get skilið það, sagði ég og reyndi ekki að leyna því hve bitur ég var. Auðvitað gat hann eklci hringt eftir lækni því þá myndi hneykslið berast út. Engan mátti nokkru sinni gruna, að Framh. á bls. 64. 23 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.