Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 61
lengi fengist við þann starfa
og gert margar myndir. Hann
hefur átt all viðburðaríka ævi
var m. a. flugmaður í heim-
styrjöldinni fyrri. Hann hefur
verið kallaður Maðurinn sem
ekki gerir mistök.
Þessi mynd gerist í Afríku
og er tekin í Tanganyika. Er
hún byggð á bók eftir Harry
Kurnitz.
John Wayne fer með aðal-
hlutverkið og þarf víst ekki að
kynna hann frekar hér. Hardy
Kriiger fer með stórt hlutverk
í myndinni. Hann er einn af
kunnustu yngri þýzku leikur-
unum um þessar mundir. Hin
ítalska Elsa Martinelli fer með
aðalhlutverkið. Áður en hún
hóf kvikmyndaleik var hún
sýningarstúlka og Ijósmynda-
fyrirsæta, og þá hófst ævin-
týrið. Maður nokkur, sem heit-
ir Kirk Douglas og sést hefur
stöku sinnum á hvíta tjaldinu,
sá mynd af henni í Life og bauð
henni hlutverk í mynd sem
hann var að gera The Indian
Fighter. Það var árið 1956.
Og eins og sjá má hér að
framan eigum við von á mörg-
um góðum myndum um jólin
og eru nokkrar þeirra líklegar
til að hljóta miklar vinsældir.
Má segja að sjaldan hafi jóla-
myndirnar verið betri en í ár.
En hér eru ekki upptaldar allar
myndirnar því Gamla Bíó og
Nýja Bíó höfðu, þegar þetta er
skrifað, ekki tekið neina
ókvörðun.
Kiaftaverkið
Framhald af bls. 57.
inu með því að flytja DNA á
milli hópanna. Þetta var gert
á hugvitssaman hátt, og sjá —
sumar bakteríurnar í fyrri
hópnum urðu ónæmar fyrir
eitrinu. Þannig fékkst sönnun
fyrir því, að erfðaeiginleikarn-
ir væru skráðir í kjarnasýruna
DNA.
En hvernig fer DNA að
því að stjórna allri uppbygg-
ingu mannsins frá örlitlu eggi
til hugsandi veru? Það er ekki
nóg að eiga hugvitsamlegt skrá-
setningarkerfi, það þarf líka að
koma teikningunum til starfs-
mannanna. Hvernig fer þetta
mjósnúna, langa mólekúl að
stjórna byggingarverksmiðjum
mannslíkamans.
Menn hafa lengi undrast yfir
félagslyndi termítanna. Sam-
starfið innan eins termítabús
er svo heilsteypt, að hvert
einasta verk sem unnið er, er
fyrst og fremst fyrir þjóðfél-
»gið en ekki fyrir einstakling-
inn sjálfan. Termítarnir eru
svo háðir hvorum öðrum, og
þá fyrst og fremst drottningu
sinni, að ef hún deyr, deyja
allir þegnar búsins með henni.
Fólk í heitari löndum hagnýt-
ir sér þetta, þegar það vill losa
sig við skaðræðistermíta, sem
byggt hafa drottningarríki sitt
í húsagrunni þeirra. Það er leit-
að að drottningunni og hún
drepin. Stuttu seinna deyja all-
ir þegnar hennar af einhverj-
um óskiljanlegum ástæðum.
Það má líta á termítabú sem
eina veru. Eitt dýr sem saman
stendur af mörgum aðskildum
einingum, sem allar vinna fyrir
heildina.
En það má einnig líta á
mannveruna sem eitt termíta-
bú. Maðurinn samanstendur af
milljörðum og aftur milljörð-
um af frumum. Hver fruma er
einstaklingur út af fyrir sig,
sem aflar sér fæðu, dafnar og
skiptir sér, en vinnur samt allt
sitt verk í þágu fyrir heildina.
Flestar frumur mannsins eru
staðbundnar og því aðeins
múrsteinar í líkamsbyggingu
mannsins, en sumar eru þó al-
gjörlega fríar ferða sinna, eins
og til dæmis hvítu blóðkornin
í blóðinu, og því sjálfstæðir
einstaklingar á líkan hátt og
termítarnir innan drottningar-
búsins.
Það eru frumurnar sem taka
höndum saman og sameina
krafta sína í formi mannslík-
amans. Þróunin hefur kennt
þeim, að á þann hátt tekst þeim
bezt að fullnægja þörfum sín-
um. Þessi samvinna þeirra er
þó fyrir löngu komin á það
hátt stig, að samsteypufélagið
(maðurinn) er orðið miklu
þýðingarmeira en meðlimirnir
(frumurnar). Meðlimirnir eru
þó enn þungamiðjan, og það
er í framleiðslu þeirra, sem
DNA sýslar fyrst og fremst
með.
Aðalbyggingarsteinar frum-
anna eru próteinin, sem eru
flókin eggjahvítusambönd. Þau
eru mjög margvísleg að gerð,
og þjónar hver gerð sínu mark-
miði í uppbyggingu frumanna.
Byggingarverksmiðjurnar fyrir
próteinin finnast í útfrymi
frumanna, og þar eru þau
smíðuð í fjöldaframleiðslu eftir
teikningum, sem DNA lætur í
té.
En nú kemur babb í bátinn.
DNA er aðeins í frumkjörn-
Framhald á næstu síðu.
Vóruúrvnl
IflcQQíirinii
er
indæll
bragðið
eftir
því.
úrvulsvorur
ID
. JOHNSON & KAABER hA
FALKINN
61