Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 40

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 40
Lítið blóm í hendi manns. Bæði blómið og maðurinn með sína sérstöku eiginleika, hafa vaxið upp úr lítilli egg- frumu, sem í kjarna sínum liefur að geyma undraefnið DNA. Erfðaeiginleikarnir eru skráðir í hin þráðlaga DNA-móIekúl með fjögurra stafa stafrófi. Að þýða það tungumál er eitt mesta ævin- týri vísindanna í dag. Eitt örlítið egg hjá móður- inni og ein enn minni kyn- fruma frá föðurnum renna saman í þeim tilgangi að framleiða nýja veru. Fyrst sameinast þau í eina frumu. Siðan skiptir fruman sér í tvær. Báðar skipta sér aftur, svo að þær verða fjórar. Og skiptingin heldur áfi'am. ,'Fjórar frumur verða að átta, ntta að sextán, sextán að órjátíu og tveimur, og þann- ig áfram þangað til frum- 40 urnar skipta milljörðum. En þá er líka komin fram mann- vera með öllum sinum sér- einkennum. Ef til vill er hún með brún augu og dökkt hár. Það getur þó líka verið að hún sé ljóshærð og bláeyg. Og svo má heldur ekki gleyma stóru spurn- ingunni: er það strákur eða stelpa? Margbreytileiki mannver- unnar er stórkostlegur. Hve- nær sjáum við tvær mann- eskjur, sem eru alveg eins? Það eru til gulir menn, hvít- ir menn, svartir menn og rauðir menn. Það eru til háir menn og lágir menn. Það eru til sverir menn og grannir menn. Og ekki skul- um við heldur gleyma hára- litnum, augnalitnum og hör- undseinkennunum. Hvernig stendur á því, að mennirnir eru svona ólikir? Og enn þýðingarmeiri spurn- ing: Hvernig getur örlitið egg þróast upp í það að verða að manni? Eggin hjá dýrunum að meðtöldum manninum eru mjög lík hjá öllum tegundum. Af hverju verða þá sum þeirra að kött- um, önnur að fiskum og enn önnur að mönnum? Svarið við þessum spurn- ingum gefa vísindamenn nú- tímans með þrem stöfum: DNA. Það er skammstöfun á ólesanlegu, latnesku orði deoxyribonucleic acid, sem er sérstakt efnasamband með undursamlega hæfileika. Það er ekki aðeins lykillinn að lífinu, heldur einnig bók- haldsvélin, sem skráir og geymir alla erfðaeiginleika tegundanna. Nafn þess er flókið og erfitt að lesa, en efnabygg- ing þess er þó milljón sinn- um flóknari. Vísindamenn hafa lengi reynt að ráða rúnir þær, sem efnið skráir erfðaeiginleikana í, en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að það tókst. Uppgötvunin, sem jafnað er við lausnina á leyndardóm- um atómsins, hefur þegar valdið straumhvörfum í hugsanahætti lífeðlisfræð- inga, og hún á eftir að hafa margvísleg áhrif á læknis- fræðina i baráttu hennar til þess að sigrast á sjúkdóm- um og öðru böli, sem hrjáir mannkynið. í desember síðastliðnum voru þrír menn sæmdir Nóbelsverðlaunum fyrir störf þeirra í sambandi við DNA. Með sérstakri sam- vinnu tókst þeim að leysa ráðgátuna en til þess notuðu þeir sérstaka ljósmynda- tækni, hugsnilli og: — stærðfræði. Englendingurinn dr. Mau- rice H. F. Wilkins tók X-geislamyndir af DNA. Honum tókst auðvitað ekki að taka myndir af efnabygg- ingu efnisins sjálfs vegna smæðar þess, þykkt DNA- mólekúlanna er aðeins um einn fimm miljónasti hluti úr sentimetra. Engin smá- sjá er enn svo öflug, að hún geti greint í sundur svo smá- gerða efnabyggingu. Dr. Wilkins vissi það, að stund- um er hægt að ráða gerð efnanna með Því að rann- saka byggingu kristalanna, sem þau mynda með hverju öðru. Undir venjulegum kringumstæðum myndar DNA ekki kristalla, en með því að meðhöndla efnið á ákveðinn hátt var hægt að framkalla litla þráðlaga kristalla, og þessa kristalla ljósmyndaði dr. Wilkins. Við myndunum tóku tveir menn, dr. James D. Watson núna við Harward háskól- ann og dr. Francis H C. Criek við Cambridge háskól- ann. Þeir rannsökuðu mynd- irnar nákvæmlega og eftir FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.