Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 62

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 62
urmm og yfirgefur þá aldrei. Hvernig getur það þá stjórnað framleiðslunni í byggingar- verksmiðjunni? Hvernig getur það gert það, þegar það fer aldrei sjálft út í ytri hluta frumunnar? Vísindamenn klór- uðu sér mikið í höfðinu yfir þessari ráðgátu, og að lokum komust þeir að þeirri niður- stöðu, að DNA hlyti að hafa yfir að ráða heilu herfylki af sendisveinum, sem hlypu með teikningar út til byggingar- meistaranna. Kjarnasýra eins og DNA, sem kölluð er RNA, var fljót- lega grunuð um að leika þetta hlutverk innan frumunnar. Um tíma var ekki hægt að fá nein- ar sannanir fyrir þessu, en að lokum tókst það á hugvitsam- legan hátt með því að gera tilraunir með vírusa. Þeir eru litlar lífverur, sem þróunin hefur fyrir löngu gleymt, sem lifa því á skæruhernaði. Þeir læðast inn í byggingarverk- smiðjur frumunnar, stela teikn- ingum og setja sínar eigin í staðinn. Útkoman verður sú, að fruman framleiðir vírusprótein í staðinn fyrir sín eigin. Tóbaksvírusinn er sá vírus, sem bezt er þekktur og sem mest hefur verið rannsakaður. Hann hefur í fórum sínum RNA, sem hann notar í þessu markmiði. Vísindamenn- irnir ályktuðu sem svo, að ef vírusinn geymdi prótein- teikningarnar sínar í RNA, þá ætti að vera hægt að framleiða nýjar gerðir af próteinum, ef RNA á vírusnum yrði efna- fræðilega breytt. Þetta var gert. Með geisl- unaraðferðum var efnabygg- ingu RNA breytt í tóbaksvír- usnum. Þegar þessir vírusar voru síðan settir inn í tóbaks- plöntu, kom í Ijós, að hún byrjaði að framleiða alveg nýja tegund af próteinum. Þar með fékkst sönnun fyrir þvi, að RNA í vírusnum hafa að geyma teikningar þeirra, og þar af leiðandi hafa þá hæfi- leika að geta þjónað sem sendi- sveinar fyrir DNA og flutt teikningar á milli frumkjarn- ans og útfrymisins. Þessi mynd af erfðakerfinu, sem nú hefur verið gefin í þessari grein, er nú almennt viðurkennd meðal lífeðlisfræð- inga. Hún hefur einnig þau auðkenni, sem allar árangurs- ríkar vísindakenningar bera: auðkenni einfaldleikans. Mark- mið vísindanna eru einmitt þau, að finna einfaldleikann í marg- breytninni. En þótt nú sé búið að komast að, hvernig erfða- kerfið starfar í höfuðdráttum, þá er margt enn, sem bíður rannsókna og úrlausnar. Hvar eru hinir einstöku erfðaeigin- leikar geymdir í genunum og hvernig er niðurröðun þrep- anna í því DNA, sem framkall- ar þá? Verður hægt að lesa erfðirnar út úr hinna fjögurra stafa stafrófi, sem DNA notar í bókhaldi sínu? Ef það væri hægt, yrðu margir erfðasjúk- dómar sem nú hrjá mannkynið að láta í minni pokann fyrir hinum framsæknu vísindum. Það er einmitt þetta atriði, sem gerir rannsóknir á DNA svo þýðingarmiklar. Margir sjúkdómar eru aðeins afleiðing- ar af „slæmum genum“, gen- um, sem þróuninni hefur ekki tekizt að losa sig við. Það er ekki óhugsandi, að vísinda- menn framtíðarinnar geti hrófl- að við erfðakerfinu og unnið verk þróunnarinnar á vísinda- legan hátt. Stundum á það sér stað, að efnabreyting DNA í genun- um breytist af einhverjum ástæðum. Breytast þá einnig eiginíeikar dýrategundarinnar. Kallast þetta „stökkbreyting“ og er það eina aðferðin, sem náttúran getur notað til þess að breyta eiginleikum dýrategund- anna. Sumar stökkbreytingarn- ar verða til góðs og auka þvi lífslíkur tegundarinnar, en miklu fleiri hafa engar úrbæt- ur í för með sér og oftast aftur- för. Það hefur lengi verið vitað, að hægt er að framkalla stökk- breytingar með geislun. Sterk- ir geislar eru þá látnir falla á dýrin í stuttan tíma, og hefur það oft slíkar stökkbreytingar í för með sér. Dýrin eru síðan látin lifa við góðar aðstæður og afkvæmi þeirra athuguð í leit að nýjum einkennum. Ávaxta- flugan hefur verið mikið notuð við þessar rannsóknir, bæðl vegna þess hve hún fjölgar sér fljótt, og einnig vegna þess hve hún hefur fáa litninga. Á þennan hátt hefur verið hægt að framkalla ávaxtaflugur með enga vængi, tvo vængi og lit- aðar, ófrjóar, fótalausar og alla vega vanskapaðar. Júhitjjiifin t>r úr PIERPOOT Vatnsþétt Höggvarin Óbrotleg gangfjöður Dagatal Sjálftrekt Verð við allra hæfi- 60 inism. gerðir. PIERPONT úr fyrir dömur og herra. Sendi í póstkröfu um land allt. GAHÐAR OLAFSSON úrsmiður Lækjartorgi — Sími 10081.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.