Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 62
urmm og yfirgefur þá aldrei.
Hvernig getur það þá stjórnað
framleiðslunni í byggingar-
verksmiðjunni? Hvernig getur
það gert það, þegar það fer
aldrei sjálft út í ytri hluta
frumunnar? Vísindamenn klór-
uðu sér mikið í höfðinu yfir
þessari ráðgátu, og að lokum
komust þeir að þeirri niður-
stöðu, að DNA hlyti að hafa
yfir að ráða heilu herfylki af
sendisveinum, sem hlypu með
teikningar út til byggingar-
meistaranna.
Kjarnasýra eins og DNA,
sem kölluð er RNA, var fljót-
lega grunuð um að leika þetta
hlutverk innan frumunnar. Um
tíma var ekki hægt að fá nein-
ar sannanir fyrir þessu, en að
lokum tókst það á hugvitsam-
legan hátt með því að gera
tilraunir með vírusa. Þeir eru
litlar lífverur, sem þróunin
hefur fyrir löngu gleymt, sem
lifa því á skæruhernaði. Þeir
læðast inn í byggingarverk-
smiðjur frumunnar, stela teikn-
ingum og setja sínar eigin í
staðinn. Útkoman verður sú, að
fruman framleiðir vírusprótein
í staðinn fyrir sín eigin.
Tóbaksvírusinn er sá vírus,
sem bezt er þekktur og sem
mest hefur verið rannsakaður.
Hann hefur í fórum sínum
RNA, sem hann notar í
þessu markmiði. Vísindamenn-
irnir ályktuðu sem svo, að
ef vírusinn geymdi prótein-
teikningarnar sínar í RNA, þá
ætti að vera hægt að framleiða
nýjar gerðir af próteinum, ef
RNA á vírusnum yrði efna-
fræðilega breytt.
Þetta var gert. Með geisl-
unaraðferðum var efnabygg-
ingu RNA breytt í tóbaksvír-
usnum. Þegar þessir vírusar
voru síðan settir inn í tóbaks-
plöntu, kom í Ijós, að hún
byrjaði að framleiða alveg
nýja tegund af próteinum. Þar
með fékkst sönnun fyrir þvi,
að RNA í vírusnum hafa að
geyma teikningar þeirra, og
þar af leiðandi hafa þá hæfi-
leika að geta þjónað sem sendi-
sveinar fyrir DNA og flutt
teikningar á milli frumkjarn-
ans og útfrymisins.
Þessi mynd af erfðakerfinu,
sem nú hefur verið gefin í
þessari grein, er nú almennt
viðurkennd meðal lífeðlisfræð-
inga. Hún hefur einnig þau
auðkenni, sem allar árangurs-
ríkar vísindakenningar bera:
auðkenni einfaldleikans. Mark-
mið vísindanna eru einmitt þau,
að finna einfaldleikann í marg-
breytninni. En þótt nú sé búið
að komast að, hvernig erfða-
kerfið starfar í höfuðdráttum,
þá er margt enn, sem bíður
rannsókna og úrlausnar. Hvar
eru hinir einstöku erfðaeigin-
leikar geymdir í genunum og
hvernig er niðurröðun þrep-
anna í því DNA, sem framkall-
ar þá? Verður hægt að lesa
erfðirnar út úr hinna fjögurra
stafa stafrófi, sem DNA notar
í bókhaldi sínu? Ef það væri
hægt, yrðu margir erfðasjúk-
dómar sem nú hrjá mannkynið
að láta í minni pokann fyrir
hinum framsæknu vísindum.
Það er einmitt þetta atriði,
sem gerir rannsóknir á DNA
svo þýðingarmiklar. Margir
sjúkdómar eru aðeins afleiðing-
ar af „slæmum genum“, gen-
um, sem þróuninni hefur ekki
tekizt að losa sig við. Það er
ekki óhugsandi, að vísinda-
menn framtíðarinnar geti hrófl-
að við erfðakerfinu og unnið
verk þróunnarinnar á vísinda-
legan hátt.
Stundum á það sér stað,
að efnabreyting DNA í genun-
um breytist af einhverjum
ástæðum. Breytast þá einnig
eiginíeikar dýrategundarinnar.
Kallast þetta „stökkbreyting“
og er það eina aðferðin, sem
náttúran getur notað til þess að
breyta eiginleikum dýrategund-
anna. Sumar stökkbreytingarn-
ar verða til góðs og auka
þvi lífslíkur tegundarinnar, en
miklu fleiri hafa engar úrbæt-
ur í för með sér og oftast aftur-
för.
Það hefur lengi verið vitað,
að hægt er að framkalla stökk-
breytingar með geislun. Sterk-
ir geislar eru þá látnir falla á
dýrin í stuttan tíma, og hefur
það oft slíkar stökkbreytingar
í för með sér. Dýrin eru síðan
látin lifa við góðar aðstæður og
afkvæmi þeirra athuguð í leit
að nýjum einkennum. Ávaxta-
flugan hefur verið mikið notuð
við þessar rannsóknir, bæðl
vegna þess hve hún fjölgar sér
fljótt, og einnig vegna þess hve
hún hefur fáa litninga. Á
þennan hátt hefur verið hægt
að framkalla ávaxtaflugur með
enga vængi, tvo vængi og lit-
aðar, ófrjóar, fótalausar og alla
vega vanskapaðar.
Júhitjjiifin t>r
úr
PIERPOOT
Vatnsþétt
Höggvarin
Óbrotleg
gangfjöður
Dagatal
Sjálftrekt
Verð við
allra hæfi-
60 inism.
gerðir.
PIERPONT úr fyrir dömur og herra.
Sendi í póstkröfu um land allt.
GAHÐAR OLAFSSON úrsmiður
Lækjartorgi — Sími 10081.