Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 8
Það voru margir hlutir furðulegir, sem meistari töframannana Houdini gerði á sínum tíma. Einn þeirra var sá, að láta handjárna sig, setja síðan í poka, sem vandlega var bundið fyrir, þar á eftir í lokaða kisku, sem síðan var sett niður um vök á Temsá. En allt kom fyrir ekki — upp kom Houdim. Leikur eftir Houdini Nú er Englendingur nokkur farinn að leika þetta eftir. Hann lætur handjárna sig, fer síð- an í kistu, sem síðan er vandlega lokuð með tveim hengilásum og síðan er öllu saman sökkt í djúpið. 16 sekúndum eftir að kistunni hefur verið sökkt kemur hann svo aftur upp á yfir- borðið, rétt eins og um enga hindrun hefði ver- ið að ræða. Maður þessi er sem fyrr segir ensk- ur og heitir Victor Foster, og birtum við hér myndir af honum við þessa iðju sína. Bækur sem blaðinu hafa borízt [ Frá bókaútgáfunni Fróða. Brúin á Drínu, hið stórbrotna verk eftir Nóbeishöfundinn Ivo Andrick. Þetta mikla verk hefur farið sigurför um heim- inn undanfarin ár og er mikill fengur að fá það nú á íslenzku. Það er séra Sveinn Vikingur sem þýðir bókina. Tveggja heima sýn, eftir Ól- af Tryggvason. Ólafur er löngu þjóðkunnur maður fyrir hug- lækningar sínar. Áður hefur Ólafur sent frá sér bókina Huglækningar, sem varð met- sölubók á sínum tíma. Er ekki að efa að þessi nýja bók ólafs muni hljóta góðar viðtökur. Þá er bókin, Hinn fullkomni eiginmaður, eftir danska húm- oristann Willy Breinholst. Það er óþarfi að kynna Breinholst fyrir lesendum Fálkans því hann er höfundur Litlu sög- unnar. í fyrra kom út önnur bók eftir Breinholst „Vandinn að vera pabbi“ og naut hún mikiila vinsælda. Andrés Krist- jánsson ritstjóri hefur þýtt þessa bók sem og fyrri bók höfundar. „Við ókum suður“, nefnist ferðasaga frá Frakklandi og Norður-ltalíu, eftir kunnan danskan blaðamann, Jens Kruuse. Bókin ber tvenna und- irtitla: Og konan mín hafði fjárráðin. Og: Fimmtán kaflar og sex póstkortaumslög, ásamt viðbæti, sem höfundur bókar- innar neitar að ábyrgjast. Mun þar átt við eítirmála sem ferðafélagi Kruuse, Einar Sig' fússon íiðluleikari í Árósum skrifaði. Bókin er skrifuð í létt- um og skemmtilegum stíl. Andrés Kristjánsson ritstjóri þýðir bókina. Þá gefur Fróði út barnabók- ina, Palli og Pési, eftir Kára Tryggvason. Kári er löngu kunnur fyrir barnabækur sín- ar sem notið hafa mikilla vin- sælda hjá þeim lesendum sem þær eru samdar fyrir. Ragn- hildur Ólafsdóttir myndskreyt- ir bókina. „ . C fXlkinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.