Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Síða 67

Fálkinn - 09.12.1963, Síða 67
á móti óskaði ég þess að hann hefði haldið áfram að horfa é mig. Þá sagði hann: — Nei, það er ekkert verk- stæði hér í grennd. Ég skal skipta um dekk fyrir yður. Auðvitað reyndi ég að mót- mæla — af kurteisisástæðum ■— en hann skeytti því engu. — Hafið þér tjakk? — Það veit ég sannarlega ekki, en það liggja einhver verkfæri í skottinu. — Þér getið sezt inn í minn bíl á meðan, sagði hann vin- gjarnlega, þegar hann hafði náð í verkfærin. Hann hafði mjög aðlaðandi bros. Ég sat í bilnum hans, á með- an ■ hann skipti um dekk fyrir mig, og gat ekki fengið mig til að hætta að horfa á hann. Hann Var ijóshærður, með blá augu og tvær ákveðnar línur sitt hvorum megin við fallegan munninn. Hann var ekki sú tegund af mönnum sem fólk snýr sér við eftir á götunum — eins og Paul — en andlit hans hafði mjög sterk áhrif á mig. Ég mundi alltaf muna eftir því. Ég mundi h'ka eftir því að hann hafði haft breiðar Undir gráa jakkanum, og sömu- leiðis að hann hafði haft fín- gerð ljós hár á handarbökun- um....... Þegar það var orðið allt í lagi með hjólið, kom hann og settist við hliðina á mér í bíln- um á meðan hann þurkaði sér um hendurnar á tvistdruslu, sem hann dró fram úr hanzka- hólfunum. — Þér fenguð glerbot í dekk- ið og þér skulið láta gera við það eins fljótt og mögulegt er, því aukahjólið er nefnilega ekki í svo góðu lagi heldur. Hann brosti og hélt áfram: — Kannske mætti bjóða yð- ur kaffi? Ég er með slatta á hitabrúsa. Hann snéri sér við og tók litla körfu upp úr bak- sætinu, og tók síðan fram hita- brúsann, sykur, tvo bolla og tvær teskeiðar. Tveir bollar — alveg eins og hann hefði búizt við gesti. — Því miður hef ég engan rjóma, afsakaði hann sig. Og ég sem hafði ekki hina minnstu löngun í svart kaffi svaraði á samri stundu: — Það gerir ekkert til. Ég drekk kaffið yfirleitt án rjóma. Eftir að hann hafði bæði hellt í bollana og kveikt í sígarett- unum okkar, sátum við og drukkum kaffið þegjandi. Ég hugsaði með sjálfri mér, að ef ég hefði setið með einhverjum öðrum en honum, heíði ég í óðagoti reynt að halda uppi samræðum og fundizt þögnin óþolandi. En nú gerði ég það ekki. Ég óskaði aðeins eftir að við gætum setið svona um ald- ur og ævi. — Ég ætla að vona að það springi ekki meira hjá yður. Þar með teygði hann sig fram fyrir mig og opnaði bilhurðina, svo að ég neyddist til að fara út. — Já þakka yður kærlega örtTlJl sagði ég um leið og ég steig út. Ég hafði orðið fyrir vonbrigð- um og var nú sannfærð um að ég myndi aldrei sjá hann aítur. Því hvernig í ósköpunum gat ég vitað það, að það var alls engin tilviljun, að við hitt- umst þarna á þjóðveginum? Þess vegna gekk ég líka svo auðtrúa í gildruna einn sept- embersdag þremur vikum seinna, þegar ég hitti Johnny í annað sinn. (Framh. í næsta blaði). Ef yður langar tíl dæmis að vita, hvað orðið „kapítalisti“ þíðir ... j ^ÁLKINN 67

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.