Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 65

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 65
he]lti í eitt glas af konijaki fyrir þig? — Nei þakka þér fyrir. Ég hef ekki lyst á neinu núna. Farðu nú bara og legðir þig fyrir aftur. Það er allt í lagi með mig núna, þakka þér fyrir. — Viltu þá ekki að ég sitji smá stund hjá þér? Þegar ég bara hristi höfuðið, bætti hann við: — Þá læt ég hurðina standa hálf opna, svo þú getir kallað ef það er eitthvað. — Þakka þér, en það er ekki nauðsynlegt. Hann gat ekkert gert fyrir mig eða gefið mér neitt núna. Það einasta sem ég hefði viljað var að Johnny væri hjá mér, en hann var dáinn. Eftir nokkra stund slökkti ég ljósið á lampanum og lá í myrkrinu og starði á Ijósgeisl- ann sem smaug út á gólfið gegnum hálf opnar dyrnar á svefnherbergi Pauls. Ég heyrði ekki neitt hljóð þaðan, en hann var ábyggilega ekki farinn að sofa aftur. Hefði ég getað læðzt fram úr rúminu til dyra og kíkt inn, myndi ég hafa séð hann sitja óhagganlegan í hæg- indastólnum sinum og stara fram fyrir sig. Enda þótt svo virtist nú, sem Paul bæri sterkari tilfinningar í brjósti gagnvart mér, en mér hafði virzt þessi ár, gat ég samt ekki hugsað um hann. Heldur um Johnny. Johnny, sem var látinn. Aftur þyrmdi næstum yfir mig af örvæntingu og magnleysi. Hefði ég bara vitað fyrir fram, hversu stutt. við ættum eftir að vera saman..... Ég var gröm yfir hverri stundu, hverri minútu, sem við höfðum ekki verið saman. Ég hitti hann í fyrsta skipti, er ég var að koma úr einni hinna mánaðarlegu kurteisis- heimsókna hjá móður Pauls, frú Maitland. Allar heimsókn- irnar þangað liðu nákvæmlega eins, og enduðu alltaf með um- kvörtunum frá tengdamóður minni, sem stóð stöðugt í þeirri trú, að ég væri ekki nógu góð eiginkona fyrir Paul son henn- ar. Síðustu árin hafði ég reynd- ar stundum efast um það líka. Ef til vill hafði hún — þegar allt kom til alls — alltaf haft rétt fyrir sér. en ég gat auðvit- að aldrei minnzt á það við neinn. Þessar kurteisisheimsóknir mínar hjá henni stóðu lengst yfir í fjóra daga. Ég reyndi að standa eins stutt við og mögu- legt var, því hvort sem ég stóð stutt eða lengi við, endaði það alltaf með því að hún fór að kvárta yfir, hve hún væri látin vera mikið ein. Svó lét hún nokkur bitur orð falla um það, að Paul kæmi aldrei orðið til þess að heimsækja hana, ,,hann, sem var svo umhyggjusamur og góður, þegar hann var strákur, en hann hefur breytzt ósköp mikið, vesalingurinn.“ Asakanir hennar voru aldrei sagðar beinlínis við mig öðru- vísi en svona, en hún lét greini- lega í það skina að ef Paul væri breyttur væri það mín sök. — Paul er alltaf svo önnum kafinn, muldraði ég, en hún gat ekki skilið hvers vegna það væri svo áríðandi fyrir hann að vinna svona mikið. Svo sendi hún mér þýðingar- mikið augnatillit, sem skein út úr að hún gerði sér grein fyrir því, að það væri eyðslu- semi mín, sem þvingaði drenginn hennar til að strita frá morgni til kvölds. Það þýddi heldur ekkert þótt ég 1 lokin reyndi að útskýra það fyrir henni að Paul væri svona eftirsóttur lögfræðingur. f stað- inn sagði ég aðeins: — Ég skal tala um þetta við hann, en hann er bára alltaf að vinna svo iangt fram eftir á kvöldin og yfirleitt alltaf á laugardögum og sunnudögum lika. í sannleika sagt hafði Paul lítið meiri tíma fyrir mig en móður sína, en því hefði hún auðvitað aldrei trúað þótt ég hefði sagt henni það. í hvert sinn sem ég hafði lokið heimsókn minni þar varð ég ofsaglöð yfir því, að nú væri einn mánuður þangað til ég kæmi þangað aftur, og um leið varð ég reið út í Paul, sem hafði komið öllum sínum son- arskyldum yfir á mig. Frú Ma- itland fylgdi mér til dyra, þeg- ar ég var ferðbúin. — Ég vona að þú hafir klætt þig vel, Kathy, sagði hún, en augnaráðið sem hún sendi minkakápunni minni tók af allan vafa um hvað hún raun- verulega meinti. — Það er miðstöð í bílnum, sagði ég aðeins. Þegar ég var komin út á veg- inn eftir að hafa ekið niður af- leggjarann, stanzaði ég bílinn andartak, áður en ég héldi Framhald á næstu síðu. Nýjar bækur frá Ástir leikkonu eftir W. Somerset Maugham. — Létt og fjörlega rituð skáld- saga, gneistandi fyndin, djörf og spennandi, höfundinn þarf ekki að kynna, en þessi saga er ein af hans vinsælustu. , Kr. 240.00. Sagnir um slysfarir í Skefilsstaðahreppi eftir Ludvig R. Kemp. Vel skrifuð bók og kærkomin þeim, sem unna þjóðlegum fróð- leik og ættfræði. Kr. 160.00. Unaðsstundir eftir Kathleen Norris. Hugljúf frásögn af ungri og óspilltri stúlku, hjúkrunarkonu, og tveim aðdáendum hennar. Kr. 185.00. SiSustu sporin eftir Finnboga J. Arndal. Ferðaþættir og endurminning- ar. Kr. 80.00. Forvitna brúðurin, eftir Erle Stanley Gardner. Þetta er Perry Mason bók! — Einhver frægasti höfundur leynilögi'eglusagna. Bækur hans hafa verið þýddar vísvegar og hinn viku’egi þáttur í banda- ríska sjónvarpinu um söguhetj- una „Perry Mason“ sanna vin- sældir hans. Kr. 150.00. Víð fjöll og sæ, eftir Hallgrím Jónasson kenn- ara. — Ferðaþættir frá ýmsum tímum og stöðum. Hallgrímur er með afbrigðum vinsæll mað- ur, enda seldist bók hans „Á ÖRÆFUM“ upp á örskömmum tíma. Kr. 240.00. Ást til sölu eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Sagan er djörf og hispurslaust skrifuð, lýsingar sannar og lif- andi. Kr. 150.00. LEIFTRI Stýfðar fjaSrir III. bindi — eftir Guðrúnu frá Lundi. Þetta er síðasta bindi þessarar vinsælu skáldsögu. Kr. 185.00. Vigfús Árnason lögréttumaður — NIÐJATAL, Safnað og skráð af Jóhanni Eiríkssyni. — Vigfús var fædd- ir að Sölvholti í Flóa 1705. Verð kr. 150.00. ZORRO BERZT FYRIR FRELSINU — og ZORRO OG TVÍFARINN — eftir snillinginn Walt Disney eru nýkomnar út. — Áður ei komin ZORRO - FRELSIS- HETJAN. Kr. 75.00. Hraðreikningur bókin, sem allir, bæði ungir og gamlir, hafa af gagn og gamah Kr. 80.00 BOR MORAN bækurnar: FJÁRSJÓÐUR SJÓRÆNINGJ- ANS og RAUÐA PERLAN 6. og 7. bók. Hver Bob Moran bók er kærkomin hverjum röskum dreng, og sönn hetju- saga. Kr. 80.80. Kim og stúlkan í töfrakistunni Kr. 75.00. Kim og njósn- ararnir Kr. 75.00. Hanna í París Kr. 80.00. Matta-Maja dansar Kr. 80.00. Konni fer í víking Kr. 75.0' Kata og Pétur Framhald hinnar vinsælu bo. ar Ég ER KÖLLUÐ KATA, sem út kom á síðasta ári. Kr. 75.00. FÁLKINN 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.