Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Page 63

Fálkinn - 09.12.1963, Page 63
Þessar aðferðir hafa einnig verið notaðar til þess að fá aukna framleiðslu á penicilini. Sveppategund sú, sem efnið er framleitt úr, hefur verið endur- bætt svo mikið á þennan hátt, að hún gefur mörgum sinnum meira penicilin af sér en áður. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi um það, hve rannsóknir á erfðakerfinu geta verið gagn- legar. Þó má segja, að þessar rannsóknir séu enn á byrjunar- stiginu. Mörg verkefni bíða úr- lausnar, en framtíðin mun skera úr, hverju erfðafræðing- ar og læknar eiga eftir að áorka, þegar DNA hefur verið rannsakað og kortlagt til hlýt- ar. Margir hugsjónamenn sjá fyrir sér nýjan heim, þar sem hægt verður að breyta tegund- unum (þarmeð manninum) eft- ir vild. Vonandi verður það aldrei, því líklega getur mað- urinn ekkert frekar meðhöndl- að það heldur en vetnisprengj- una, sem er á sama hátt árang- ur af vísindarannsóknum hans. Ef rannsóknirnar hafa hins vegar í för með sér sigur á erfðasjúkdómunum, getur mað- urinn svo sannarlega verið ánægður. Hamiet Framh. af bls. 21. og æðir til og rekur manninn í gegn með sverði sínu. Þar reyndist þá kominn Polonius, faðir Ófelíu. Konungurinn ákveður nú að koma Hamlet fyrir kattarnef. Hann sendir menn með hann til Englands, og þar á að drepa hann. En sjóræningjar taka skip þeirra og senda Hamlet aftur til Danmerkur. Er hann kemur þangað bíða hans þær fréttir, að Ófelía hafi fyrir- íarið sér. Hún gat ekki borið harm sinn og drekkti sér. Bróð- ir hennar, Laertes, sem dvald- ist í París, er kominn heim, staðráðinn í því að hefna fóður sins. Konungurinn kemur i Og ef það er svo ekki þjóf- ur niðri, þá kemur þú með eúm kaffibolla handa mér. kring einvígi milli Hamiets og Laertes. En þar eru brögð í tafli, þvi sverð Laertes er eitrað. Honum tekst að særa Hamlet, sem bíður bana af völdum eitursins. En áður tókst honum að særa Laertes ban- vænu sári og reka konunginn, föðurmorðingja hans, í gegn. Og móðirin hlýtur einnig grimm örlög. Búið var að byrla Hamlet eitur í bikar, en móð- irin drakk eitrið sjálf. Á bana- stundinni velur Hamlet eftir- mann sinn, það er norskur prins, Fortinbras. Þetta er í stuttu máli söguþráðurinn i þessum frægasta harmieik aiira tíma. Þýðing Matthiasar verður notuð í sýningu Þjóðleikhúss- ins. Leikstjóri verður Benedikt Árnason, en helztu hlutverkin eru leikin af þessum leikurum: Gunnar Eyjólfsson leikur titil- hlutverkið, óskahlutverk ailra leikara. Róbert Arnfinnsson leikur Claudíus konung, Her- dís Þorvaldsdóttir leikur drottn- inguna, Lárus Pálsson leikur Póióníus, Jóhann Pálsson leik- ur Laertes, Þórunn Magnús dóttir ieikur Ófeliu, Vaiuj Gíslason leikur vofuna og meðal annarra leikenda má nefna Rúrik Haraldsson, Kiem- ens Jónsson, Valdimar Lárus- son, Gísla Alfreðsson, Arnar Jónsson, Árna Tryggvason. Bessa Bjarnason og Ævar Kvaran. Má af þessu sjá, að Þjóðleikhúsið teflir fram „stór- skotaiiði" sínu, eins og sæmir, þegar mesta leikhúsverk allra alda er upp fært. Þér stórsparið rafmagn með því að nota emgöngu hmar nýju OREOL-KRYPTON Ijósaperur. Þær brenna 30% skærar en eldri gerðir, vegna þess að þær eru fylltar með KRYPTON efni. MINNIÐ KAUPMANN YÐAR EÐA KAUPFELAG Á AÐ HAFA ÞÆR TIL HANDA YÐUR. Flestar betri matvöru- og raftækjaverzlanir selja OREOL-KRYPTON ljósaperur. MARS TRADING COMPANY FALKINN 63

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.