Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 50

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 50
Búsáhöld Skrautmunir Gjafavörur á fyrstu hún greip í skelfingu um hjarð- stafinn; síðan var eyða í hugs- anir hennar, hún riðaði og féll og brotnaði í þúsund mola við fætur elskhuga síns. í fyrstu fannst honum sem hann myndi einnig deyja, en svo hagræddi hann sér og kom skipan á hugs- anir sínar, og þegar hann skildi hvernig þetta hafði allt gerzt yppti hann öxlum. „Konur eru alltaf eins,“ sagði hann „Þær halda að þær séu að hugsa þegar þær eru aðeins að gera sér óþarfa áhyggjur, og vilja láta líta svo út sem þær hafi dómgreind, en þær eru aðeins þrasgjarnar og sífellt með fánýtar hártoganir." Og hann stillti fiðlu sína um leið og hann leit út undan sér til litlu gipsstyttunnar af Psyche. Ljón til Afríku Framhald af bls. 17. kartöflupest eyðilagði uppsker- una. Hveitið var eftir sém áð- ur flutt úr landi, ensku óðals- eigendurnir sýndu enga misk- unn. Á fjórum árum dóu 700 þúsund manns úr hungri en 800 þúsund flýðu land. Mann- talið 1851 sýndi að landsmönn- um hafði fækkað um tvær milljónir. Nærri má geta að lítill upp- reisnarhugur hafi verið í þess- um þjakaða lýð. Þó var gerð tilraun til byltingar á þessum árum, dauðadæmd frá upphafi. En minningin þeirra sem enn stóðu, lifir þó enn þá. Þá var í fyrsta sinn dreginn að hún sá fáni sem nú blaktir yfir frjálsu írsku landi: grænn, hvítur og gulrauður. Þegar heimstyrjöldin fyrri stóð sem hæst þótti ýmsum tækifærið komið til að velta af sér hinu enska oki. England átti þá fullt í fangi á öðrum vígstöðvum. Roger Casement var sendur á laun til Þýzka- lands að leita liðsinnis þeirra og skera upp herör meðal írskra stríðsfanga í þýzkum fangabúðum, þeirra sem barist höfðu í liði Breta. Casement var sannfærður um sigur Þýzkalands í styrjöldinni. Hann komst þó fljótt að raun um að Þjóðverjar vildu setja eigin hag sinn á oddinn þótt þeir byðu fram hjálp sína. Vonsvik- inn hélt Casement heim-á leið í þýzkum kafbát en var hand- tekinn af Bretum skömmu eftir landgönguna. Hann var flutt- ur langa leið til Dyflinnar á opinni hestakerru og er það til marks um áhugaleysi og sljó- leika alþýðunnar að engin til- raun var gerð til að frelsa hann á leiðinni og hefði það þó verið harla auðveldur leik- ur. Þjóðverjar höfðu látið til- leiðast að senda birgðaskip hlaðið vopnum og hergögnum til írlands en enskt herskip kom því í opna skjöldu á ír- landshafi og skipstjórinn þýzki sá sér þess kost vænstan að sprengja skipið í loft upp. í Dyflinni var allt reiðubúið til uppreisnar þegar þær fregn- ir bárust að Casement væri fangi og vopnaskipið komið á hafsbotn. Það varð strax Ijóst að óðs manns æði væri að hefja uppreisnina. En Patrick Pearse, ljóðskáldið unga, var ekki af baki dottinn. Hann stefndi saman liði sínu á páskadags- morgunn árið 1916. Uppreisn- armenn höfðu vænst þess að minnsta kosti 1000 manns mundu mæta til þátttöku og ráðgert var að ná á sitt vald öllum helstu byggingum og víg- stöðvum Breta í Dyflinni. En það var fámennur hópur, sem kom saman þennan morgun, aðeins 500 manns, ungt fólk, listamenn, menntamenn og fá- einir af öðrum stéttum. Þessi þunnskipaða fylking hóf von- lausa baráttu gegn ofureflinu. Engrar hjálpar var að vænta frá borgurunum í Dyflinni, í þeirra augum voru uppreisnar- menn óaldarlýður og hermdar- verkamenn. Enda fór svo að ekki tókst að vinna neitt það vígi sem ætlað var nema póst- húsið. Þar af tröppunum las Patric Pearse hina frægu sjálf- stæðisyfirlýsingu. Það má undrun sæta hversu lengi þessi fámenni hóþur föðurlandsvina, lítt búinn vopn-' um og fáum studdur tókst að halda í fullu tré við hersveit- ir Breta. Nokkra daga mátti kalla að uppreisnarmenn réðu borginni. En Bretar voru fljót- ir að átta sig og hvert herfylk- ið af öðru þrammaði inri í Dyflinni, þeir fikruðu sig eftir aðalgötum borgarinnar þuml- ung fyrir þumlung, hvert hús- ið á fætur öðru var lagt í rúst- ir, Kárlar, konur og börn um- svifalaust skotið hvar sém sást lífsmark. Að lokum gáfúst upp- reisnarmenn upp. Skotfæri • þeirra voru á þrotum, flestir þeirra fallnir, föðurlandsástin ein varð ekki frá þeim tékin. Einna lengst veitti mótspyrnu stærðfræðikennari einn sem ásamt liði sínu hafði járnbraut- arstöð á valdi sínu. Hann hét Eamon de Valera og í dag er hann forseti lýðveldisins. Sennilega hefði þessi upp- UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJONASILKI CERE3, REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.