Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 56

Fálkinn - 09.12.1963, Blaðsíða 56
Herraklipping Framh al bls. 31. una endast vel og lengi. En það er alger misskilningur að svo sé, þvert á móti krefst slik greiðsla þcss að vera klippt oi'tar en aðrar, þvi verði hárið of langt leggst það sunis staðar niður, vangahárin standa út og allt útlit þess verður liið hörmulegasta. Burstaklippingu þarf að endurnýja á 15—20 daga fresti. Þeir sem nota höfuðföt ættu ekki 'áta burstaklippa sig. Mynd 14 Eftir að Marlon Brando lék Napolcon fór að sjást á ein- staka hugrökkum herra Napo- leongreiðsla. Eins og » bursta- klippingu er hárið klippt stutt, en eftir legu þess greitt fram á ennið og þá oft lítið eitt til hliðar fremst eða jafnvel lyft aftur fremstu hárunum. Klipp- ingin á myndinni, er mjög Ioðin en hún getur einnig verið sneggri í vöngunum og hárið farið vel eigi að síður. Að sjálf- sögðu fer það eftir hárinu og höfuðlaginu hvort velja skal, en umfram allt hafið samráð við hárskerann um hvort hent- ar yður betur. ___,___ 56 Mynd 15 Við megum ekki gleyma yngstu herrunum. Álmenna reglan hér er að klippa þá aðeins til að losa þá við hárið, en ekkert tekið með í reikn- inginn að hárið er þeirra prýði (eða óprýði) jafnt og þeirra fullorðnu. Að drengjahár sé lagfært með þurrku skeður vart hér og er leitt til þess að vita. Klippingin og greiðslan á drengnum á myndinni er til fyrirmyndar en þó rekumst við á það hornið sem alltaf er fyrir. Slílca vinnu er ekki hægt að framkvæma fyrir annað en sarna verð og á fullorðnum. Það er bannað að taka það verð og þess vegna fæst ekki slík vinna hér. Jólasælgætið Framh. af bls. 34. fingra, eiga að myndast þræðir, þegar þeir eru að- skildir). Sett í skál, pipar- myntuolíu hrært saman við. Hrært í með gaffli, þar til þetta hefur þykknað. Skál- in sett yfir pott með heitu vatni, þar til massinn hefur þynnzt nokkuð, hrært stöð- ugt í á meðan. Sett með te- skeið á smjörpappír, látið storkna. Dropi af bræddu súkkulaði látinn á hverja plötu. Karamellutoppar. 1 dl. sykur. 1 dl. ljóst síróp. 1 dl. rjómi. 4 dl. cornflakes. 1 dl. kókosmjöl. Sykur, síróp og rjómi sett í pott, soðið við hægan hita í 10—15 mínútur, hrært stöðugt í. Þetta á að vera eins pg þykk sósa. Corn- flakes og kókosmjöli hrært saman við. Sett í toppa á málmpappír eða plötu smurða með bræddu smjöri. Rjómakaramellur. 3 dl. rjómi. 300 g. syk' T. 1 msk síróp. 1 msk. smjör. 1 msk. vanillusykur. Sykur og rjómi sett í pott, látið sjóða þar til það fer að þykkna. Öllu bætt út í poitinn, soðið áfram, hrært stöðugt í, þar til dropi, sem látinn er drjúpa ofan í kalt vatn, er harður og seigur. Hellt í smurt mót, skorið í bita, þegar það er orið kalt. Þrír ábætisréttir Framhald af bls. 35. ristið þá við vægan hita á pönnu. Flysjið bananana, kljúfið þá að endilöngu og raðið þeim í smurt, eldfast mót. Stráið sykri ofan á þá. Sett- ir inn í heitan ofn (300°) eða undir glóð, þar til syk- urinn hefur bráðnað og brún- azt. Borið fram strax með aðkeyptum eða heimagerð- um vanilluís. Hnetunum stráð yfir. IMæturheimsókn Framh. af bls. 27. Þarna stóð ég frammi á gangi skjálfandi bæði af hræðslu og kulda. Sloppurinn minn er nefnilega bæði gagnsær og þunnur. Mér er svo sem sama, þó að hann Grímur sjái mig svoleiðis, en það gegnir öðru máli um hana Sigríði. Þið vitið áreiðanlega við hvað ég á. Ég verð líka að játa það að ég varð fyrir reglulega mikl- um vonbrigðum með hann Grím. Ekki nema það þó að telja eftir þessar skitnu þrjú þúsund krónur, sem hann borgaði fyr- ir mig í húsaleigu á mánuði! Ég gat átt á öllu von eftir þetta. Kannski hann færi að telja eftir pelsinn, sem hann gaf mér eða demantshringinn eða gullarmbandið, ja eða allt hitt. Og það eftir allt, sem ég hafði gefið honum Grími. Er kannksi mannorð stúlku ekki einhvers virði? Mér er sama þótt hann Grímur hafi alltaf reynt að læðast. í Reykja- vík fréttist allt, venjulega meira en það sem skeður. Þessu hefði ég aldrei trúað á hann. Það var annað hljóð í honum í gær. Ógurlegan tíma tók það kerlingarálkuna að komast hingað. Ég veit ekki hvað ég sat lengi í eldhúsinu og beið Hvað ætlaði hún eiginlega að spyrja mig um? Fáeinar spurningar og sjá framan í mig á meðan. Mikið yrði ég fegin, þegar þessu væri aflokið og ég gæti farið að sofa aftur. Ef hann Grimur væri þá elcki dauður í rúminu mínu og vakn- aði ekki, þegar ég færi að banka á dyrnar. Ætli hún myndi spyrja mig, hvernig mér hefði komið til hugar að eyðileggja þeirra góða hjónaband? Ég hafði svo sem heyrt annars staðar frá að allir svik- ulir eiginmenn segðu sömu söguna um að konan þeirra skildi þá ekki. Ég yrði bara að standa á því fastara en fótunum að Grímur elskaði mig og ég elskaði hann og treysta á að enginn kaup- máli hefði verið gerður. Loks hringdi hún og ég fór til dyra. Hún stóð þarna fyrir framan svona logandi fín í minkapels og með hatt á höfðinu. Og ég í gegnsæjum nylon- slopp. Ég var vandræðaleg, þegar ég bauð henni til stofu. „Má ekki bjóða yður kaffi- sopa?“ spurði ég. „Jú, þakka yður fyrir gjarna,“ svaraði hún. Ég fór fram í eldhús og tók til beztu bollana mína úr kín- verska postulíninu og setti þá á bakkann úr silfrinu, sem ég fékk frá henni Jónu frænku, þegar ég varð þrítug. Framhald á næstu síðu. Ráðning á Þolinmæðiþraut Framh. af bls. 28. Þið færið smáspjöldin í þess- ari röð: Fyrst 5 á markið, 8 á 5 og svo áfram 7, 10, 9, 6, 10, 9, 11, 7, 9, 10, 6, 11, 7, 9,8 5, 10. — Eða 5, 8, 7, 10, 9, 6, 4, 5, 10. FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.