Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1963, Side 8

Fálkinn - 09.12.1963, Side 8
Það voru margir hlutir furðulegir, sem meistari töframannana Houdini gerði á sínum tíma. Einn þeirra var sá, að láta handjárna sig, setja síðan í poka, sem vandlega var bundið fyrir, þar á eftir í lokaða kisku, sem síðan var sett niður um vök á Temsá. En allt kom fyrir ekki — upp kom Houdim. Leikur eftir Houdini Nú er Englendingur nokkur farinn að leika þetta eftir. Hann lætur handjárna sig, fer síð- an í kistu, sem síðan er vandlega lokuð með tveim hengilásum og síðan er öllu saman sökkt í djúpið. 16 sekúndum eftir að kistunni hefur verið sökkt kemur hann svo aftur upp á yfir- borðið, rétt eins og um enga hindrun hefði ver- ið að ræða. Maður þessi er sem fyrr segir ensk- ur og heitir Victor Foster, og birtum við hér myndir af honum við þessa iðju sína. Bækur sem blaðinu hafa borízt [ Frá bókaútgáfunni Fróða. Brúin á Drínu, hið stórbrotna verk eftir Nóbeishöfundinn Ivo Andrick. Þetta mikla verk hefur farið sigurför um heim- inn undanfarin ár og er mikill fengur að fá það nú á íslenzku. Það er séra Sveinn Vikingur sem þýðir bókina. Tveggja heima sýn, eftir Ól- af Tryggvason. Ólafur er löngu þjóðkunnur maður fyrir hug- lækningar sínar. Áður hefur Ólafur sent frá sér bókina Huglækningar, sem varð met- sölubók á sínum tíma. Er ekki að efa að þessi nýja bók ólafs muni hljóta góðar viðtökur. Þá er bókin, Hinn fullkomni eiginmaður, eftir danska húm- oristann Willy Breinholst. Það er óþarfi að kynna Breinholst fyrir lesendum Fálkans því hann er höfundur Litlu sög- unnar. í fyrra kom út önnur bók eftir Breinholst „Vandinn að vera pabbi“ og naut hún mikiila vinsælda. Andrés Krist- jánsson ritstjóri hefur þýtt þessa bók sem og fyrri bók höfundar. „Við ókum suður“, nefnist ferðasaga frá Frakklandi og Norður-ltalíu, eftir kunnan danskan blaðamann, Jens Kruuse. Bókin ber tvenna und- irtitla: Og konan mín hafði fjárráðin. Og: Fimmtán kaflar og sex póstkortaumslög, ásamt viðbæti, sem höfundur bókar- innar neitar að ábyrgjast. Mun þar átt við eítirmála sem ferðafélagi Kruuse, Einar Sig' fússon íiðluleikari í Árósum skrifaði. Bókin er skrifuð í létt- um og skemmtilegum stíl. Andrés Kristjánsson ritstjóri þýðir bókina. Þá gefur Fróði út barnabók- ina, Palli og Pési, eftir Kára Tryggvason. Kári er löngu kunnur fyrir barnabækur sín- ar sem notið hafa mikilla vin- sælda hjá þeim lesendum sem þær eru samdar fyrir. Ragn- hildur Ólafsdóttir myndskreyt- ir bókina. „ . C fXlkinn

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.