Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 5
og Mutts Hendersons vinar síns.
Henderson stóð upp og þuklaði
ósjálfrátt með fingurgómunum
á rauðum bólguhnúð við vinstra
augað. „Það liggur við að ein-
földum sveitadreng eins og mér
sé ofboðið af öllu þAú sem gengið
hefur á síðustu vikuna," sagði
hann. „Má ég blanda mér
drykk?“
„Þó nú væri,“ svaraði Casey.
„Og annan handa mér.“
Þegar Henderson var farinn
fram í eldhús, sagði Marge: „Ég
sé eftir hvernig ég lét við þig
út af New York ferðinni, elskan.
Var samsæri á döfinni, eða eitt-
hvað þess háttar?"
Casey leit undrandi á hana.
„Það veit ég ekki, Marge. Ég
hef enga örugga vitneskju — og
engan grun.“
Vera má að einhverjir telji
þessar breytingar á æðstu
herstjórn okkar veiki ríkið á
hættustund. Við þá segi ég
hiklaust: Engin ástæða er til
ótta. Palmer aðmíráll, Rut-
kowski hershöfðingi og aðrir
þeir liðsforingjar sem nú hafa
með höndum æðstu yfirstjórn
landvarna okkar hafa starfað
árum saman í ábyrgðarstöð-
um og eru að öllu leyti undir
það búnir og færir um að
gegna hinum nýju störfum.
Þegar ég legg af stað til
Vínarborgar í næstu viku,
þarfnast ég stuðnings ykkar
og fyrirbæna, en ég fer von-
góður og fullviss um að allt
er í góðu lagi heimafyrir og
að þjóðin, sem hefur tekið
sinar ákvarðanir á sama hátt
og hún er vön, heldur tryggð
við grundvallarreglur stofn-
enda rikisins.
Henry Whitney fylgdist af
óskiptri athygli með orðum for-
setans á heimili starfsbróður í
utanríkisþjónustunni í George-
town. Já, hugsaði hann, ég skal
biðja fyrir forsetanum, hvert
sem hann fer og hvað sem hann
gerir.
Að lokum langar mig til að
setja fram nokkrar almennar
athugasemdir. Hvað svo sem
Scott hershöfðingja og starfs-
bræðrum hans gekk til að gera
það sem þeir gerðu, átti ég
ekki um annað að velja en
gera það sem ég gerði.
Annað hefði verið að bregð-
ast skyldunni sem höfundar
stjórnarskrárinnar lögðu okk-
ur á herðar fyrir tveim öld-
um. Ég hefði þá einnig brugð-
izt skuldbindingu minni gagn-
vart mönnum sem siðar meir
gegna þessu embætti og kom-
andi kynslóðum Bandaríkja-
manna.
Það var ekki sjálf ahdstaða
Scotts hershöfðingja og sam-
starfsmanna hans sem gerði
nauðsynlegt að þeir létu af
embættum, heldur hvenær sú
andstaða var höfð í frammi.
Áður en Öldungadeildin fuli-
gilti sáttmálann bar þeim rétt-
ur og skylda til að láta skoð-
anir sínar í Ijós. En þegar
Öldungadeildin hafði gert
sáttmálann að fastákveðinni
stjórnarstefnu, var skylda
þeirra að fylgja honum fram
af öllum mætti meðan þeir
gegndu herþjónustu. Það neit-
uðu þeir að gera, og þá neit-
un gat enginn forseti umborið.
Ég vil taka fram að síðustu:
Undanfarna mánuði hefur þvi
verið hvíslað að mönnum, að
veldi okkar hafi á einhvern
hátt gengið til þurrðar, að
við höfum ekki mátt til að
vinna án styrjaldar baráttuna
í þágu frelsisins, að við höf-
um ekki hugrekki til að mæta,
án annaðhvort uppgjafar eða
blindrar valdbeitingar, hólm-
gönguáskorun manna sem
hyggjast beita ráðum sem
eru jafngömul harðstjórninni
til að tryggja að þeirra verði
framtíðin.
Ég segi ykkur að þessi orð-
sveimur er svívirðilegur róg-
ur. Land okkar er máttugt
— nógu máttugt til að tryggja
frið. Það er stórlátt — nógu
stórlátt til að vera þolinmótt.
Okkur þykir vænt um vel-
gengni okkar — nógu vænt
til að láta lífið í hennar þágu
ef nauðsyn krefur, eða neita
okkur um suma ávexti henn-
ar til að hjálpa öðrum sem
ekki eru jafn gæfusamir að
höndla hana að einhverju
leyti.
Haldið því áfram, samborg-
arar minir, að njóta þessa
fagra maídags. Tárizt ekki
yfir landi ykkar. Hlustið ekki
á hvíslið, þvi það er rangt.
Við erum máttugir og stoltir,
friðsamir og þolinmóðir, reiðu-
búnir að fórna, að rétta hjálp-
arhönd öðrum sem ieitast við
að rata út úr dimmum af-
kimum harðstjórnarinnar í
bjart sólskin frelsisins.
Verið þið sæl — og guð
blessi ykkur öll.
Lokaorð Lymans hljómuðu ó-
kennilega í útvarpinu í beygluðu
bílflakinu, um leið og vegalög-
regluþjón bar að slysstaðnum.
Lögreglumaðurinn flýtti sér yfir
götuna og að bílnum, sem lá á
hliðinni upp við grjótgarð. Lang-
ferðabill frá hernum stóð á veg-
inum og tugir hermanna þyrpt-
ust í kringum líkið á vegarbrún-
inni. Liðþjálfi tók sig út úr hópn-
um um leið og lögregluþjónninn
kom.
„Við reyndum lífgunartilraun-
ir,“ sagði hann, „en það var
gagnslaust. Hann var skilinn
við. Hefur líklega farið um leið
og áreksturinn varð.“
„Hvernig skeði þetta?“
„Við gátum nú ekki fylgzt vel
með því. Einn okkar var með
ferðaútvarp og við vorum flest-
Framh. á bls. 3(r.