Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 38

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 38
KVENÞJOÐIN llITSTJÖItl: KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIIt SMYRJIÐ SAMLÖKUR NÆST ÞEGAR GESTA ER VON EÐA FARIÐ ER ÚT ÚR BÆINIIM Samlokur eða „Sandwich", eins og þær eru oft nefndar, eru frábrugðnar öðru smurðu brauði að því leyti, að allt álegg er lagt á milli tveggja eða fleiri sneiða. Er því hægt að útbúa brauðið með nokkrum fyrirvara, án þess að það taki skaða. af og verður jafnvel oft og tíðum betra við dálitla bið. Að bera brauð þannig fram á rætur sínar að rekja til Eng- lands og þar af kemur nafnið „Sandwich" Bezt og drýgst er að smyrja samlokur úr svonefndum „sandwichbrauðum", sem fást hjá flestum bökurum. Notast má við venjulegt formbrauð og svo er ekkert auðveldara en að baka sitt eigið brauð ferkantað eða kringlótt eftir vild. Svo er bæði óseytt og seytt rúgbrauð ágætt í samlokur. EINFÖLD SAMLOKA MEÐ SAMLOKUSMJÖRI. Brauðið skorið í þunnar sneiðar langsum og, sneiðarnar síðan lagðar saman 2 og 2 með einhvers konar samlokusmjöri. Samlokur þessar er hægt- að smyr.ja tímaníega, geyma þær svo vafðar inn í plast eða málmpappír. eru þær svo skornar í fallega bita eftir smekk hvérs og eins, áður, en þær eru bornar fram. > t -Os ■j.o.' ■: . y. : RÖNDÓITTAR SAMLOKUR. Sandwichbrauð, rúgbrauð. seytt eða óseytt, samlokusmjör. Skorpurnar skornar af brauðinu og það skorið í þunnar sneiðar, þversum eða langsum eftir því hversu mikið .brauð er er ætlunin að smyrja. Sé ætlunin að leggja hveitibrauð og rúg- brauð saman, verða sneiðarnar. að, vera jafn stórar. ■ - . Röndóttar samlökur er hægt að útbúa úr 3 sneiðum eða fleiri. Brauðsneiðarriar smurðar með mjúku samlokusmjöri og síðan þrýst vel saman. Hin samanlagða samloka er nú - látin inn í rakan smjörpappír og utan um er vafið leirþurrku. Betra er svo að geyrna samlókuna undir léttu fargi nokkrar klukkustundir. á köldum stað, þó ekki í ísskáp, þá verður smjörið það hart, að hætta'ér á að brauðsneiðarnar aðskiljist þegar farið er að skera þær niður. • . .. Röndóttar samlokur er hægt að skera niður í þunnar sneið- ar sem síðan má skera í þríhyrninga, eða þær eru skornar í þykkar sneiðar, sem síðan eru skornar þversum. SAMLOKURÚLLUR. í slíkar rúllur er aðeins hægt að nota nýbakað samloku- brauð. Skorpur skornar af brauðinu, sem skorið er í þunnar sneiðar, smyrjið þær síðan með samlokusmjöri, sem má ekki vera of ljóst. Það getur t. d. verið grænt af karsa eða steinsélju, . , rautt af tómatkrafti. Sneiðarnar vafðar saman og vafið inn í málmpappír, geymdar á köldum stað í að minnsta kosti 1 klukkustund . Rúllurnar fskornar í sneiðar og líkjast slörigu- köku á að sjá . . Rúllurnar verða sérstaklega fallegar,. ef röð af fylltum oliv- . , um er lögð á brauðsneiðareridann, áður en hún er váfin upp. SAMLOKUSMJÖR. Eggjasmjör: Saxið harðsoðið egg mjög smátt, hrærið egginu , síðan saman við svipað magn af smjöri og ef vill dálitlu af majonnes. Kryddað með salti og pipar. Agúrkusmjör: Saxið hráa agúrku smátt, hrærið saman 38 FÁLKINN agúrku, % smjör og % majonnes. Kryddað með salti, ögn af sítrónusafa og það miklu af fínt söxuðum karsa að smjörið verði fallega grænt á litinn. Skinkusmjör: Saxið magra skinku eða hangikjöt, hrærið því saman við heldur minna magn af smjöri og dálitlu af majonnes. Kryddað með sinnepi, pipar og ögn af salti ef vill. Tómatsmjör: Smjörið hrært lint, tómatkrafti hrært saman við, kryddað eftir vild. Gott er að hræra rifnum sterkum osti saman við. Gráðostsmjör: Rífið gráðostinn, hrærið honum saman við svipað magn af smjöri, ,sem hrært hefur verið lint með ís- köldu vatni. Söxuðum valhnetum blarídað saman við. Sardínusmjör: Bein tekin úr sardínunum, merjið þær vel, hrærið þeim saman við sama magn af smjöri ásamt olíu úr dósinni. Aðrar tegundir af samlokusmjöri: Hliðstætt þessum smjör- tegundum hér á undan, er hægt að útbúa samlokusmjör úr nær öllum teg. af soðnu kjöti, soðnum fiski, osti, hráu eða soðnu grænmeti og hráum eða soðnum ávöxtum án vökva. Allt þarf aðeins að vera smátt saxað eða rifið niður. Notast má við smjör eða majonnes í mismunandi hlutföllum og . krydda má eftir smekk hvers og eins. í þær samlokur, sem ekki eru notaðar mismunandi tegundir af samlokusmjöri í eina og sömu samloku, er ágætt að blanda fleiri en einni tegund af áleggi í sama smjörið t. d. egg með skinku og lauk, egg með síld, hrá agúrka með hnetukjörnum og vínberjum, skinka með tómatkrafti og karsa. PAP S7VV (ftU&LHSlNC,” UNNl, fyp þéMZ léVSTU vGizt<i& Fn’orroc* tsgi. AF HEMbi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.