Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 30
stökki, var Chuck kominu úl og undir brúnina á svölunnm, í eina staðinn, sem ég gat ekki náð til háns. Nú hafði hann riffilinn sjálfur. Roy Aspinwall fylgdi honum eins og óh.iákvæmilegur skuggi. Ég hefði þurft að skjóta Roy til að komast að Chuck, og ég ímynda mér, að tilætlun Chucks hafi verið sú. Bobby Stillman kom síðastur Og hann missti kjarkinn. Hann tók tilhlaup úr myrkri skrifstofunni fram i ljósið. Það var eins og ljósið væri varnar veggur, sem hann rækist á. Ég sá hann líta upp á svalirnar, á mig. Ég vissi, hvað hann var að hugsa. Hann var að hugsa um kúluna í veggnum við dyrnar rétt hjá þar sem höfuð hans vai núna. Og hina, sem hafði leitað hans fyrir skömmu i myrkrinu, fyrir utan. Kannski hugsaði hann sem svo, að sú þriðja myndi ekki missa marks. Kannski var hann að komast á þá skoðun að það væri hreint ekkerl skemmtiiegt að leika skotskífu yfirleitt. Hann stóð stjarfur með bakíð við dyrastafinn, hendurnar út réttar og þreifaði meðfram veggnum eftir einhverju. Ég veit ekki hverju. Frelsun, ef til vill. Chuck öskraði: „Haltu áfram, bölvaður asninn þinn, stökktu!1' „Fyrir alla muni,“ sagði ég, „haltu áfram, Bobby. Hvað er að, fellur þér ekki ljósið? Bilai kjarkurinn, þegar þú getur ekk^ læðzt að fólki aftanfrá?“ Honum féll það ekki, Það vai greinilegt. Ég sá andlit hans sama sviplausa andlitið og á myndinni, en nú var þar skelfing í hverjum drætti, heigulsfölvinn og starandi augun, sem flöktu milli min og Chueks. Hann var prýðilegt skotmark Mér gat ekki skeikað. Ég gat fellt hann i einu skoti og horft á hann sprikla. Svitinn rann í augun á mér og ég þurrkaði hann með vinstri hendinni. „Komdu þér út,“ sagði ég við hann. „Snáfaðu burt, á meðan þú ert enn á lífi.“ Hann tók undir sig stökk og flýði. Fáein augnablik heyrði ég hann brölti um i skrifstofunni og það brast í glerbrotunum undir skónum hans. Chuck æpti á eftir honum: „Heigull! Heig ull! En hann var allur á bak og burt út um gluggann. „Jæja, þá raggeit," sagði ég. „Nú skulum við sjá hvað þú ert hugaður.“ Chuck sagði mér ruddalega að halda kjafti. Síðan var aftur þögn í skemm unni. Bill færði höfuð sitt fast að eyra mér. „Þeir eru að hvíslast á þarna niðri. Ég heyri til þeirra ...“ „Liggðu flatur," sagði ég. „Færðu þig frá brúninni og liggðu flatur.“ Ég ýtti honum frá. „Chuck,“ sagði ég. „Chuck Landrv Þú ert á eftir timanum. Okkur hefur verið kunnugt um, hver þú varst, síðan á miðviku- daginn. Lögreglan er á hælunum á þér.“ Hann var að tala við Roy, hratt og hörkulega og þóttist ekki heyra til mín. Hann lét sem sér stæði á sama. Kannski var það líka svo. „Þú ert slyngur," sagði ég „Tvö morð á samvizkunni og ætlar nú að bæta öðrum tveim við. Hvernig hefurðu hugsað þér að íeyna þeim?" Nú svaraði hann mér, fyrir- litlega, fullur sjálfstrausts. Hreykinn. „Vandalaust," sagði hann. „Treð ykkur inn í bílinn þinn, ýti honum ofan í skurð og kveiki í honum. Það mun líta út eins og slys.“ „Þótt við séum fullir af riffil- kúlum?“ „Ég skil riffilinn eftir í hönd- um Bills og segi, að hann hafi stolið honum frá mér. Þá fær lögreglan eitthvað að spreyta sljóa heilana á. Það heyrðist varla nokkurt hljóð til að aðvara mig. Roy hafði farið úr skónum. Hann hafði læðzt að hinum enda sval- anna, og nú smeygði hann sér fyrir súluna og var kominn i stigann. Ég gat hvorki séð hann né skotið á hann, nema rísa upp, og ef ég gerði það, myndi Chuck samstundis baun-a á mig úr rifflinum. „Hvað hefur hann með sér?“ spurði ég. „Slöngvu og smá ,steina?“ Ekkert svar. Ég gat heyrt til Roy, þar sem hann skreið upp stigann, eitt þrep í einu, másandi og sjúgandi upp í nefið af ákafa. „Það er aðeins einn galli á fyrirætlan þinni, Chuck,“ sagði ég. „Hverjar skýringar ætlarðu að gefa á líki Roys? Þvi ég mun nefnilega skjóta hann á sama augnabliki og hann teygir sinn heimska haus yfir efsta þrepið." Hreyfingin í stiganum hætti. Roy var ekkert gáfnaljós, en jafnvel fáviti getur skilið ein- falda yfirlýsingu sem þessa. Ég gaf Bill merki og hann renndi sér til mín á maganum, unz ég gat hvíslað í eyra hans. Chuck sagði: „Haltu áfram, Roy. Hann getur ekkert gert þér.“ „Já, komdu bara Roy,“ sagði ég. „Þú munt komast að þvi.“ Ég gaf Bill fyrirmæli og hann kinkaði kolli og fór að mjaka sér á maganum í átt til stigans. Roy sagði efablöndnum rómi: „Heyrðu, Chuck ...“ Ég færði mig nær svalabrún- inni. „Haltu áfrarn," Chuck hvæsti af reiði, „vió hvað ertu hræddur? Ég ver þig.“ „Hann er hræddur við að deyja,“ sagði ég. ,,Er ekki svo, Roy? Og þú hefur lika ástæðu til þess. Satt er það, hann ver þig. Um leið og ég rís upp til að skjóta þig, þá skýtur hann mig. En það bjargar ekki lífi þínu, heldurðu það?“ f Bill var nú nærri kominn að stiganum. „Og hvað“ sagði ég við Chuck, „skyldir |iú vera svona hræddur við, bleyðimennið? Mér. sýnist þú ekki legg.ja þinn skrokk í neina hættu.“ Bill olli nú meiri hávaða, svo ég hækkaði röddina. Ég þurfti ekki áð gera mér upp. „Hvað gengur að ykkur báð- um?“ kallaði ég. „Ég heyri ykk- ur ekki hlæja eða skiþtast á bröndurum, eins og þið gerðuð fyrrum. Þetta er ekki eins gaman, er það, þegar ég bíð ykkar viðbúinn?" Bill fleygði stöl niður stigann með braki og bramli. Hann fleygði öðrum og þeim þriðja. Roy æpti, og þegar sá fjórði kom í hann, hrapaði hann aftur niður stigann. Ég skaut einu skoti í gólfið við fætur hans, þegar hann kom í ljós hjá súl- unni. Ég ætlaði mér ekki að hæfa hann. Held ég. Chuck ætlaði aftur á móti að hæfa mig, en gerði það ekki; staða hans undir svölunum gerði honum það ómögulegt. Skotin tvö ollu gífurlegum gauragangi í skemmunni og síðan leið nokkur stund í algerri þögn, er við héldum niðri í okk- ur andanum og biðum. Inn í þögnina barst lítið hljóð, daufur ómur úr fjarska. Hljóð í sírenum. Við hlustuðum á það. Það jókst og kom nær. „Ha,“ sagði Roy. „Þetta er lögreglan.“ Hljóðið beygði auðheyrilega, svo ekki var um að villast, af þjóðveginum niður á aukaveginn. Chuck skaut á Ijósin í miðju loftinu, það voru fimm hvítar kúlur í þyrpingu. Hann braut þrjár þeirra en hafði þá eytt öllum skotunum. Enn lifði á tveim ljósum. Hann fleygði rifflinum frá sér og hljóp að skrifstofudyrunúm. Ég sendi kúlu í vegginn á undan honum. Hann féll á hækjur sér, snar- snerist og skauzt aftur undir svalirnar. Nú heyrðist vælið í sírenunum niðri á veginum. Roy sagði: „Hei, Chuck, hvað eigum við að gera? sagðir þú ekki...“ En Chuck var á harðahlaupum. Ég heyrði þungt fótatak hans á trégólfinu og nú reyndi hann aftur, frá hinum enda svalanna, í átt til dyranna, sem við Bill LITAVER sf. aufflýsir: SADOULUX-Iökk allir Iitir. Málning úti og inni mjög mikið litaúrval. Allur saumur + stálsaumur mjög ódýr. Tékkneskir pensla frá kr. 12—■. LITAVEII mL Grensásvegi 22 Sími 30280 Sendum heim. Sendum gcgn póstkröfu um allt land.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.