Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Síða 6

Fálkinn - 27.09.1965, Síða 6
5® m 'kösV nm Afoi JVJLL ZaalhJ m- l@) f íf IbBíf f.A»IA\$A€A EFTIll MJWIBJÖMlGtJ JÓJVSMMÓTTMIMt 1. KAFLI. ÞEGAR ÉG VAR UNG. Vesturbærinn hefur ekki alltaf verið eins og hann er núna. Ég man eftir Vestur- bænum meðan KR var þar einveldi. Vesturbærinn er ekki lengur svipur hjá sjón, enda vaða þar nú uppi Þróttarar, Valsarar, Frammarar, Vík- ingar og alls konar venju- legt ófélagsbundið fólk. Þegar ég var ung var Vesturbærinn sannkölluð Paradis fyrir upprennandi KR-inga. Þá voru Melarnir ekki þaktir villum og trjágörð- um eins og í dag. Reynimelur, Grenimelur og Hagamelur voru stórt tún og á túninu var þessi líka indælis Tjörn, fyrir nú utan alla KR-ingana sem lærðu þar að sparka bolta. Fáar konur þekkja KR betur en ég. Ég er alin upp í KR. Bræður mínir fjórir (tveir eldri og tveir yngri) kepptu allir með KR. Maður- inn minn elskulegur er í KR, synir mínir ellefu eru vitanlega orðnir til með það fyrir augum að eignast með tímanum heilan meistara- flokk í KR upp á eigin spýtur. Fyrstu endurminningar minar eru af fótbolta og litlum bróður mínum, sem kunni ekki að ganga, en grét þangað til einhver fékkst til að leiða hann á eftir boltanum. Því er nefnilega þannig farið með marga Vesturbæ- inga og svo til alla KR- INGA, að það, sem sumir hafa ekki í höfðinu, hafa þeir í fótunum. Foreldrar mínir voru fæddir og uppaldir í Vestur- bænum og bræður mínir fjórir státa allir af þeim 6 heiðri að hafa aldrei sofið fyrir austan læk. Ég er óheppna manneskjan og svarti sauðurinn í fjöl- skyldunni. Móðir mín veiktist af nýrnasjúkdómi rétt áður en ég fæddist og þrátt fyrir mikil og heiftug mótmæli var hún flutt á Landspítal- ann í Reykjavik, sem eins og allir vita er fyrir austan læk. Móðir mín grét fögrum tárum allt til þeirrar stund- ar er hún frétti að ég væri dóttir en ekki sonur. Jafnvel í þessu nútíma þjóðfélagi okkar lítur út fyr- ir að konur séu mun lægra settar en karlmenn. Móðir min hefði aldrei fyi'irgefið sjálfri sér að ala son fyrir austan læk. Min óhamingja skipti ekki svo miklu máli. Óteljandi eru þau skipti, sem ég hef hlaupið inn hágrátandi yfir stríðni barnanna í nágrenn- inu. „Hí á þig! Hí á þig! Þú hefur sofið fyrir austan læk.“ Það var ekki til neins fyr- ir mig að reyna að útskýra fyrir krökkunum að ill nauð- syn og sjúkdómar hefðu valdið þessum sorgar- og smánarstundum í lífi mínu. Börn eru grimm eins og allir vita. Það var margt, sem hryggði mig, þó að ég minn- ist aðeins lítillega á hve sárt mig tók að mega ekki ganga í Knattspyrnufélag Reykja- víkur. Ég var jú bara stelpa og neyddist til að sætta mig við það. Það voru til aðrar íþróttir. Tjörnin okkar í Vestur- bænum fraus á hverjum vetri og þar myndaðist yndis- legt skautasvell. Á kvöldin svifu þar um nettar stúlkur í stuttum pils- um með KR-INGA upp á arminn. Mér tókst hins vegar aldrei að læra að svífa. Það eru til menn sem dansa listdans á skautum og það eru til ennþá fleiri sem geta búið til núll og töluna átta með glæsilegum hring- dansi. Ég var sérfræðingur í að búa til einn staf. Satt að segja hélt ég mig alltaf við þennan staf. Það mætti sjálfsagt ætla að það hefði verið talan einn, sem ku vera auðveld af öllu auðveldu, þó mér hafi aldrei fundizt svo. Ég var nefnilega sérfræð- ingur í zzzzzz. Eftir þetta margar setur settist ég. Skautalistin er án efa ein- hver elzta íþrótt mannkyns- ins. Á þeim tíma, þegar mennirnir bjuggu í hellum, og ísöldin ætlaði þá hreint að drepa, hnupluðu þeir sér beinum og sigldu áfram yfir ísinn á leggjunum sínum. Mér skilst að skautalistin sé í því fólgin að halla sér nægilega mikið kam á við til að upphefja með því þunga afturhlutans, setja svo hvorn fótinn fyrir fram- an hinn með elegans og glæsibrag og líða áfram líkt og í dansi. Minn afturhluti hlýtur að vera þyngri en afturhluti annarra manna. Það er að minnsta kosti víst að þó að ég hallaði mér svo langt fram á við, að nefbroddur- inn snerti ísröndina, sigraði þunginn sem aftan á var og ég settist (mjög harkalega) á ísinn. Þá fyrst kunni ég að meta, hve gott það er að hafa mjúkan afturhluta. Maðurinn minn elskulegur er mikill skautasnillingur. Það hefði sjálfsagt aldrei orðið mikið úr hjónaband- inu, ef ekki hefði verið hlákuvetur meðan við vor- um í tilhugalífinu. Mér var þar af leiðandi ekkert um Tjörnina okkar KR-INGANNA gefið og ég var sú eina sem ekki grét þegar henni var breytt i kálgarð. Austurbæingar, sem ann- að hvort voru í Val, Víking eða Fram, heimtuðu að fá sinn hlut af Vesturbænum og þar sem kosningar voru yfirvofandi, fengu þeir að breyta Tjörninni og æfingar- velli KR-INGA — túninu — í nytsamleg svæði. Ég kunni mjög vcl að meta kálgarða og það var sennilega mér að þakka, að börnin í nágrenninu lærðu að meta þá rétt. í kálgörðum vaxa hvít- kálshöfuð, gulrætur, rófur, blómkál, næpur og annað góðgæti, svo ekki sé minnst á allar kartöflurnar, sem ekkert okkar leit nokkru sinni við. Það voru þessir kálgarðar og ávextir þeirra, sem bentu mér á mína fyrstu fjárafla- leið. Ég beið þangað til hann pabbi minn hafði lagt sig upp í dívaninn í borðstof- unni eftir matinn. Þá laum- aðist ég inn til hans, klifr- aði upp á magann á honum og sagði: „Þú ert yndislegasti og bezti pabbinn í öllum heim- inum.“ „Hvað langar þig til að eignast núna?“ spurði faðir minn. „Ég vil eignast land.“ Faðir minn opnaði augun upp á gátt, því að hingað til hafði ég haldið mig við brúður og bækur. „Hvað viltu gera með það?“ spurði hann mjög undrandi. „Ég ætla að rækta mínar eigin rófur og mitt eigið kál,“ svaraði ég. „Ætlarðu að gefa mömmu þinni grænmetið í matinn?“ spurði karl faðir minn. Ég hélt nú ekki. „Ég ætla að selja það öðru fólki fyrir peninga og verða rík eins og þú.“ Það er langt um liðið síðan þetta var, og ég man ekki lengur hvort við ræddum þetta mál lengur eða skem- ur, en úrslitin urðu þau að faðir minn gaf mér hluta af garðinum sínum svo að ég gæti hafið mínar ræktunar- tilraunir þar. Hann gerði raunar meira en það, því að hann keypti handa mér bæði útsæði og garðáhöld. Það er blátt áfram ótrú- legt, hve dýrt það er að rækta sitt land, jafnvél þegar landið er ókeypis. Áður en yfir lauk, skuld- aði ég föður mínum tvö hundruð sextíu og þrjár krónur fjörutíu og níu aura, sem skyldi endurgreiðast á næstu tveim árum með 2%% vöxtum. Ungir og upprennandi bisnissmenn verða að kynn- ast því í tíma hvað vextir FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.