Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 26
< í SVIÐSLJÓSINIJ — BEIMEBIIÍT VIGGÓS80N SKRIFAR FVRIR UNGA FÓLKID Bandaríska mánaðarblaðið Screen Parade efndi nýlega til verð- launakeppni og verðlaunin voru mjög nýstárleg. En sá, sem hreppti þau, átti kost á að hitta sjálfa Rolling Stones í eigin persónu og ræða við þá um stund. Þegar dregið var, kom í ljós, að 9 ára stúlka, Mindy Leone að nafni var vinningshafinn. Þegar henni var tilkynnt um úrslitin, var hún yfir sig hrifin, þvi Mindy er mikill og einlægur aðdáandi Rolling Stones. Áður en lagt var af stað til hótelsins, sem Rollingarnir héldu til i, var tekið loforð af blaðakonunni og ljósmyndaranum, sem fyigdu stúlkunni, um að halda nafni hótelsins algerlega leyndu, því þessum síðhærðu piltum hafði'þótt nóg um lætinn, þegar þeir stigu úr flugvélinni og kærðu sig ekki um, að það endurtæki sig við hótelið. En Mindy þurfti ekki að lofa neinu slíku, því það var bundið fyrir augun á henni, þar til hún kom inn í hótelherbergið. Myndirnar sýna, þegar verið er að leysa klútinn frá augum stúlkunnar og viðbrögð hennar, þegar hún sá, hverjir stóðu fyrir aftan hana. Óskadraumur hinnar 9 ára stúlku var orðinn að veruieika &☆i< tV☆-K☆-K☆-K☆-K ☆ -)< ☆ -K STUTT EFTIR Eins og komið hefur fram, þá rennur fresturinn út 1. október til að skila atkvæðum í skoðanakönnunina, hver sé vinsælasta ís- lenzka hljómsveitin og söngvarinn. Þátturinn þakkar þeim mörgu, er sent hafa bréf og ég efast ekki um, að táningar taki góðan loka- sprett. Utanáskriftin er FÁLKINN, f SVIÐSLJÓSINU, BOX 1411. HLJÖD í SALINililVI Salurinn er þétt setinn af prúðbúnum áheyrendum. Öðru hvoru heyrast ræsking- ar og hóstakjöltur, annars er allt hljótt. Hvar erum við stödd? í kirkju? Á bingó í Austurbæjarbíói? Nei nú fór ég alveg með það. Háttvirt- ir lesendur. Við erum stödd á sinfóníutónleikum í Bret- landi, nánar tiltekið í Liver- pool, en þessi borg er m. a. fræg fyrir það að eiga knatt- spyrnulið, sem sigrar okkar ágætu K. R.-inga og er liðið kennt við borgina, en það er önnur saga. Hin 80 manna sinfóníuhljómsveit hefur flutt fyrir áheyrendur sína verlc eftir Grieg, Tshaikofsky og fleiri öndvegis tónskáld og nú bíða áheyrendur spenntir eftir að heyra síðasta tónverkið á efnisskránni. Stjórnandinn. bankar með sprotanum í nótnaborðið. Eins konar merki um það, að ef einhver ætli að hnerra núna, sé það ekki leyfilegt. Hann lyftir höndunum (það er eins gott að kjólfötin séu ekki of þröng). Það ríkir alger þögn í salnum og hljóðfæraleikararnir bíða tilbúnir. Stjórnand- inn sveiflar sprotanum snöggt og tónverkið er hafið. En hvað er á seyði? Fólkið ókyrrist í sætum sínum og það líður undrunarkliður yfir salinn. Reyndust kjólföt stjórn- andans og þröng? Nei, langt frá því. Allir saumarnir héldu. Ástæðan fyrir ókyrrðinni var sú, að þessi ágæta sinfóníuhljómsveit að að leika Bítlalagið „I want to hold your hand“. En brátt komst kyrrð á og það var ekki um að villast, fólkið hlustaði af athygli. Árangurinn af þessum óvæntu breytingum á efnisskránni varð sú, að hljómsveitin hefur í hyggju að taka fleiri Bítlalög til flutnings. EKKI HAFA HÁTT „Uss, ekki hafa hátt. Ég ætla bara að myrða þig,“ gæti maður haldið að stúlkan væri að segja, en hún heitir Marisa Mell og fer með stórt hlutverk í kvikmynd- inni Masquerade. 26 FÁLKINN í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.