Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 14
HVER ER AFSTAÐA FÓLKS TIL BOÐORÐANNA TÍU? TELUR ÞAÐ AÐ BOÐORÐIN HAFI I DAG SAMA GILDI OG ÞEGAR ÞAU VORU FYRST GERD HEYRINKUNN AF FJALLINU SÍNAÍ? VID FENGJM MARGVÍSLEG SVÖR HJÁ ÞEIM SEM VORU SPURÐIR, EN ALLIR ÁTTU ÞAÐ SAMMERKT AÐ TELJA BODSKAP BODORÐANNA EIGA FULLT ERINDI TIL OKKAR. BOBORÐIN TÍU 1. Þú skalt eigi aðra guði hafa. 2. Þú skalt eigi leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. 3. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan. 4. Heiðra skaltu föður þinn og móður. 5. Þú skalt eigi mann deyða. 6. Þú skalt eigi drýgja hór. 7. Þú skalt cigi stela. 8. Þú skalt eigi Ijúgvitni bera gegn náunga þínum. 9. Þú skalt eigi girnast hús náunga þíns. 10. Þú skalt eigi girnast konu náunga þíns, eigi þræl hans eða ambátt, eigi uxa hans né asna, né nokkuð það sem náungi þinn á. (Tekið eftir einni barnalærdómsbókinni.) Frá því um 1400 árum f. K. hafa hin tíu boðorð verið kjarni lögmálsins í hugum Gyðinga, hornsteinar laga þeirra og réttar, og grundvallar siðareglur sam- félagsins. Kristnin tók þau að erfð- um, og til dæmis um mat hennar á þeim nægir að nefna, að þau eru ein höfuð uppistaðan í Fræðum Lút- hers og hafa verið kennd SÉRA GUNNAR ÁRNASON GILDI BOÐORDANNA flestum börnum innan allra kirkjudeilda fram á þennan dag. En nú er spurt hvort þau séu ekki orðin úrelt á þess- ari atómöld. Vér skulum fyrst gera oss tvennt ljóst. Aldurinn sker ekki úr í þessu máli. Lögmál lífsins, bæði á sviði efnis og anda, eru á voru máli ævarandi. „Ein kynslóðin fer og önn- ur kemur, en jörðin stend- ur að eilífu. Og sólin rennur upp og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar síns þar sem hún rennur upp. Vindurinn gengur til suðurs og snýr sér til norð- urs, hann snýr sér og snýr sér, og fer aftur að hring- snúast á nýjan leik.“ Þetta gerist í dag á sömu lund og í tíð Predikarans.. Eins er það, sem í innsta eðli sinu var satt, gott og fagurt þegar Móses lifði, það er enn satt, gott og fagurt. í öðru lagi er það andi boðorðanna en ekki bókstaf- urinn, sem úrslitum ræður. Ég hygg að allir menn hérlendis muni sammála um, að orðalag þeirra sé frá mönnum en ekki Guði. Þetta þýðir ekki að ég hafi eitt- hvað út á það að setja. Ég á við hitt, að kristnir menn lesa svo miklu meira inn í boðorðin, en Gyðingar. Þar höfum vér Krist sjálfan fyrir oss. Eins og kunnugt er taldi Jesús tvö boðorð, sem ekki eru meðal hinna tíu, æðstu » boðorðin í lögmálinu. Þessi: Elska skalt þú drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni og af öllum * mætti þínum og af öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig. Hitt er samt ljóst að hann varpaði ekki skugga á tíu boðorðin. Þvert á móti víkk- aði hann þau og dýpkaði. „Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja, en hver sem morð fremur, verður sekur fyrir dóminum; en ég segi yður, að hver sem reið- ist bróður sínum, verður sek- ur fyrir dóminum." Skýringar Lúthers á boð- 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.