Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Síða 17

Fálkinn - 27.09.1965, Síða 17
gáfulegast fannst honum það, að banna að girnast hús náung- ans, þjón hans, uxa og asna. Honum fannst mjög syndsam- legt að brjóta boðorðin, hvert þeirra sem væri. Og ef hann mætti bæta einhverju boðorði við, þá ætti það að hljóða svo: ,,Þegar þú ferð oní gúmmí- bát, þá mundu eftir að kippa í strenginn, og passaðu þig að hitta í bátinn, því annars gæti þetta haft óþægilegar afleið- ingar í för með sér“. Magnús Eyjólfsson stöðvarstjóri pósts og síma, Hafnarfirði. Öll boðorðin eru jafn þýð- ingarmikil og hafi maður orð- ið sekur um að brjóta eitt þeirra er maður orðinn brotlegur við þau öll. Boðorðin væru hins vegar öll uppfyllt með því að elska Drottinn Guð sinn af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig. Hins vegar held ég að það sé á einskis manns færi að halda þau og þess vegna þarf maðurinn á frelsaranum að halda. rK Sveinn Skúlason, starfsmaður hjá Stefáni Thor- arensen h.f. mundi fyrst eftir boðorðinu: Heiðra skaltu föður þinn og móður og síðan fylgdu á eftir þrjú önnur. Það er líklega anzi erfitt að lifa eftir þeim boðorðum sem maður ekki man, sagði Sveinn, en þau eru nú flest þannig, að þau eru rík í siðgæðisvit- und fólks. Ekki kom honum til hugar að lifa eftir boð- orðinu: Halda skaltu hvíldar- daginn heilagan, og ef honum byðist vinna á sunnudögum myndi hann taka því fegins hendi. Hann áleit að boðorðið um ljúgvitnið og kvensemina væri ekki haldið sem skyldi. Guðlaug Ágústsdóttir, lyfjafræðingur í Hafnarfirði. Hún nefndi fyrst boðorðið Þú skalt ekki stela, og henni fannst sjálfsagt að hafa ríkt i huga, að girnast ekki það sem aðrir eiga og halda í heiðri sið- ferðileg boðorð, aftur á móti fannst henni boðorðið um að halda hvíldardaginn heilagan eiginlega út í hött, Þar sem hún hefði yfirleitt ekki tæki- færi á að halda það boðorð. Guðlaug gaf í skyn að hún væri ekki trúrækin, en fannst nauð- synlegt að hafa einhverjar siða- reglur. Stígur Herlufsen, rakari í Hafnarfirði. Hann mundi fyrst eftir boð- orðinu Þú skalt ekki stela. Hann kvaðst ekki hugsa um boðorðin af trúarástæðum, held- ur miklu fremur sem lagboð annað hvort væri maður lög- hlýðinn eða ekki. Hann áleit einnig, að þótt fólk almennt hugleiði ekki boðorðin, hafi þau bein eða óbein áhrif í dag- legu lífi. Stígur kvaðst muna eftir útvarpserindi Jóhanns Hannessonar, prófessors, þar sem hann lagði áherzlu á spak- mælið, eða boðorðið: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra, eða eins og það hljóðar í nútímabúningi Slysavarna- félagsins: Akið eins og þér vilj- ið að aðrir aki. Sæmundur Gíslason, verkamaður í Hafnarfirði. Ætli maður lifi ekki eftir rót- tækustu boðorðunum. Ég veit ekki hvernig gengur með fyrsta og' annað boðorðið, en ætli mað- ur haldi ekki það fimmta. Kærleiksboðorðin eru æðstu boðorðin, en hvernig manni gengur að halda þau — það er annað mál. Það er víst ekki lenzka að halda hvíldardaginn heilagan, maður er þar eins og milli steins og sleggju. Það er sjálfsagt að kenna boðorðin, annars væri víst löngu búið að fleygja þeim fyrir borð. Helgi Helgason, menntaskólanemi byrjaði: „Þú skalt ekki stela“. Síðan komu fimm í viðbót, en hin sagðist hann ekki geta rif jað upp nema hann fengi umhugsunarfrest fram á nótt. Ekki sagðist hann lifa að öllu eftir boðorðunum, eins og þau eru í sinni upphaf* legu mynd. Sannarlega væru þau hornsteinar allrar siðfræði, því aldrei dytti honum í hug að stela. Fremst boðorðanna taldi hann: „Þú skalt ekki girn* ast hús náunga þíns, þjón hans, þernu ...“ Ekki vildi hann held* ur bæta neinu við, taldi sig ekki rétta manninn til þess að kenna lýðnum að lifa, en bentí síðan á, að ef hann ætti að fara út í slíka kennslu myndi hann „módernisera" þau, þó að hin- ar 3000 ára gömlu kenningar hefðu að vísu margt til síns ágætis. Njáll Símonarson, framkvæmdastjóri. — Kanntu boðorðin tíu? — Ég skal viðurkenna það á stundinni að ég kann þau ekki. — Viltu rifja nokkur þeirra upp? Njáll byrjar: — Heiðra skaltu föður þinn og móður, Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.