Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 10
mmmmm ÍÆMmlá ÞAÐ er gæfa íslendinga að vera aldir upp við stórbrotna náttúru. Stór- skorið landslag, stormar, frost, heiðríkja hlýtur að búa í skaphöfn þeirra þó að ef til vill séu brotalamir oftar meira áberandi en styrkur. Þetta er meiri gæfa en menn gera sér almennt grein fyrir. Og þetta eru ekki hindurvitni. Erlendis lifa milljónir þannig langa ævi að þær vita ekkert hvað einvera er. Einvera er ekki til í þeirra huga, því að það að loka sig inni í kompu er ekki einvera, heldur einangrun. Slíka reynslu fá menn í fangelsum. Einver- unnar njóta menn öðruvísi. Fjalla-Bensi þekkti einveruna, en hann var ekki í fangelsi. Hollenzkur ritstjóri sagði eitt sinn við mig: — Ég kynntist því fyrst í fyrra þegar ég kom til Norður-Svíþjóðar hvað ein- vera er. — Hann var þá 56 ára. Allar þær milljónir sem búa í borg- um erlendis eru aldar upp algerlega í umhverfi sem maðurinn hefur búið til, og er því hvorki betra né verra en hann sjálfur. Jafnvel sveitirnar í hin- um þéttbýlli löndum eru umskapaðar af manninum, meira að segja þar hafa menn aldrei óumbreytta (eða eigum við að segja: óspillta?) náttúru fyrir augum. Liggur það ekki í augum uppi að fólk sem alið er upp við( það umhverfi sem af manna höndum er gert að miklu leyti, verður að öðru jöfnu öðruvísi en það sem elzt upp við stórkostlega nátt- úru. „Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil verða geð guma“. segir í Hávamálum. Ég er ekki með þessu að leggja til að menn forðist það sem er af mönn- um skapað. Ég er ekki að leggja til að menn gefist upp á framförum og gerist náttúrubörn eða sveitamenn upp til hópa, saklausir af skorti á freisting- um. Ég er ekki einu sinni að hvetja menn til að hverfa aftur til náttúrunn- ar í hinum gamla skilningi, enda líka aldrei hægt að hverfa aftur til eins eða neins. Annað hvort liggur leiðin fram á við — eða ekkert. Ég er aðeins að benda á þann að- stöðumun sem á því er að hafa annars vegar aðeins menninguna en hins veg- ar bæði menninguna og náttúruna. Það á langt í land — og verður kann- ski aldrei — að hlutir gerðir af manna höndum beri náttúru íslands ofurliði. Háþróað borgaþjóðfélag á íslandi mundi ekki breyta miklu. Til þess er náttúra íslands of sterk. of villt, of lifandi. Eld- fjöll spyrja ekki um lagaheimild. Ennþá erum við sveitamenn á þessu * landi, svolítið barnalegir, stundum skemmtilega barnalegir, einfeldnings- legir og heldur illa verseraðir í refskák hins háþróaða lífs. En við erum líka töluvert skemmtilega miklir stórbokk- ar og viljum vera menn með mönnum. Það gerir ekkert til. íslendingar eru enn sæmilega uppgerðarlausir og nátt- úrlegir, og a. m. k. sveitamenn og sjóarar þora að kalla hlutina réttum nöfnum, hafa ekki gleymt að bölva og eru manneskjur en ekki upptrekktir gúmíkarlar. Þjóðfélag vísindanna á eftir að koma hér og er ekki langt undan. Þá fær meiri hluti þjóðarinnar þá menntun sem í dag kallast háskólanám, undir- stöðuþekking í náttúruvísindum, eðlis- og efnafræði, líffræði lífeðlisfræði og svo framvegis, þykir þá jafnsjálfsögð og nú þykir að kunna að lesa og skrifa, og okkur lærist að skilja hvernig fínir menn hugsa. En við eigum þá samt fjöllin og auðnirnar, og getum leyft , okkur að una stund og stund við fögnuð einverunnar — eins og Fjalla-Bensi. Múgur verður til í þröngbýli. Hann er þar sem einstaklingurinn rennur inn í heildina og lýtur henni. Víð- áttan — eða það að þekkja víðáttuna — er bezta meðalið gegn múgmyndun, því að múgmennið verður að engu í einveru. Honum finnst þögnin hrópa, og viðáttan skelfa. Á bersvæði vaxa sterkir menn. Þegar hér á landi er komið á hið háþróaða vísinda samfélag verður nátt- úran samt meira áberandi en manna- byggðir. Og vonandi verðum við svo lánsamir að geta alltaf fundið bletti þar sem ekki finnst neinn mannaþefur. Kæri Astró, Mig langar mikið til að vita um franitíð niína. Ég er 19 ára gömul. Mig langar til að læra eitthvað, heldurðu að Það muni verða, og hvaða starf heldurðu að mundi henta mér hezt? Ég er hrifin af pilti, sem varð fyrri til að slíta kunnings- skap okkar, samt vinnum við á sama stað. Heldurðu að það muni lagast á milli okkar aftur? Hvenær giftisl ég og mun ég verða hamingjusöm í hjónabandinu? Allt sem þú gætir lesið úr stjörnunum mínurn, væri gaman að vita. Með fyrirfram þakklæti. Ellý. Svar til Ellýjar: Það var slæmt að þú skyldir ekki senda nákvæma fæðingar- stund. Þú hefur Sólina í Sporð- drekamerkinu og Mánann í Vatnsberamerkinu og er því slæm afstaða þar á milli. Þetta veldur brotum í skapgerð þinni. Sporðdrekamerkið gerir þig til- 10 finninganæma og hlédræga og stundum áhyggjufulla og af- brýðisama. Þú þarft á þolin- mæði annarra að halda. Vatns- beramerkið gerir þig aftur á móti frjálslega og glaðlynda og félagslynda. Þættir þessara tveggja merkja togast mjög á í þér og gera þig órólega óvissa og ekki allskostar ánægða með sjálfa þig. Þú og pilturinn, sem þú nefndir eigið ýmislegt sam- eginlegt, en þó held ég að það sé ávallt hætta á að upp úr slitni þótt þið farið að verða saman aftur, og ef til hjóna- bands kæmi með þessum pilti má ávallt búast við ósamkomu- lagi og rifrildi. Ef þú ætlar þér að læra eitthvað þá skaltu um- fram allt athuga vel áður en þú byrjar hvort námið muni eiga vel við þig, en vegna þess að þú gafst ekki upp nákvæman tíma get ég ekki ráðlagt þér hvað bezt mundi að læra eða starfa við. Síðar á ævinni muntu hafa ánægju að ýmsum dulrænum efnum og sérkenni- legum hugmyndum og skaltu leggja þig fram við að kynna þér sem flest og fjölbreyttast efni. Ef þú gengur ekki í hjpnaband í fljótheitum eða vegna stundarhrifningar þá ætt- ir þú að geta orðið hamingju- söm í hjónabandi. Þú munt þó eiga í einhverjum erfiðleikum í ástamálunum þó þeir teljist ekki sfórvægilegir og er það þá aðallega vegna þess að þú ert hrædd við að láta í ljósi þínar raunverulegu tilfinningar og verður þar af leiðandi mis- skilin. Gerðu þér far um að kynnast vel því fólki, sem þú umgengst og á það sérstaklega við þá karlmenn, sem þú kannt að hafa saman við að sælda. Þér finnst kannski eftir að hafa lesið þetta að ég minnist meira á það sem verra er og það er rétt, því það er ýmislegt já- kvætt og gott í korti þínu en dálítið erfitt að gera því skil vegna þess að tímann vantar. ... Ekki þorskur, ekki Iiáfur, þú mátt gcta einu sinni til! FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.