Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 18

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 18
t t skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum, þú skalt ekki aðra guði hafa. — Ferðu eftir boðorðunum eða þeirri siðaboðun sem í þeim felst? — Vafalaust er maður meira og minna brotlegur. Sumt brýt- ur maður af vangá, annað af hirðuleysi, en innst inni finnst mér að ég vilji reyna að fara eftir þeim. Það er mín skoðun að maður væri betri maður ef hann kappkostaði það. — Hefurðu meira dálæti á einu boðorði en öðru? — Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig finnst mér vera sú setning sem mest segir í þessum efnum, þó að hún sé víst ekki úr sjálfum boðorðun- um. Bergþór Sigurðsson, gullsmíðanemi, kunni sex boð- orð og sagðist lifa eftir þeim er hann myndi, aftur á móti gat hann ekki fullyrt að hann lifði eftir þeim sem hann væri búinn að gleyma. Ef ég mætti bæta við boðorði, sagði Bergþór, þá hljóðar það svo: Þú skalt ekki smygla, og ef ég mætti breyta einu boðorði með íslenzka stað- hætti fyrir augum, þá hljóðar það svo: Þú skalt ekki láta stuldinn komast upp, í stað Þú skalt ekki stela. Ég tel að boðorðin hafi sama gildi í dag fyrir heiðarlegt fólk, en þau hljóta að vera þeim fjötur um fót, sem eru óheiðarlegir og óþokkar. Mér finnst boðorðið Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig fallegasta boðorð- ið, en mér finnst dálítið erfitt að halda það boðorð þegar skattheimtumenn eiga í hlut. Knútur Magnusson, leikari sagðist aðeins halda eitt boðorð af samvizkusemi: „Þú skalt ekki stela“. Hins veg- ar kurmi hann þau öll, eða allt að því. Hann sagðist vera á móti boðorðinu um hórið, boð- orðið um girndina hefði hann margbrotið og boðorðið um guðinn eina gæti hann ekki metið að verðleikum vegna vin- fengis síns við Bakkus vín- guð. Ekki sagðist hann lifa eftir boðorðunum, ef hann gerði það, þá væri það óvart. Ekki kvað hann heldur fram úr hófi syndsamlegt að brjóta boðorð- in, nema þá helzt það um Þjófnaðinn enda kvað hann Krist hafa frumkvæðið í boð- orðabrotunum. Engu vildi hann bæta við þau, kvað nóg af regl- um á íslandi sbr. lögin um há- markshraða bifreiða. * FINNI BREGDUR UPP SKYNDI- MYNDUM AF LANDI OG ÞJÓÐ f SUMAR VAR HÉR Á FERÐ FINNSKUR BLAÐAMADUR, JUSSI TASKINEN AÐ NAFNI, OG BAUÐ HANN FÁLKANUM EFTIRFARANDI GREIN TIL BIRTINGAR. TEIKNINGAR ERU EFTIR KONU HANS, TIITI TASKINEN. PÓSTSAMGÖNGUR eru ágætar í landinu. Póst- ur erlendis frá kemur að jafnaði hálfsmán- aðarlega og jafnvel vikulega yfir sumartímann. En á vetrum er oft erfitt fyrir póstþjónustuna á fslandi, að halda uppi reglulegum póstferðum inn- anlands. Það fer oft svo, að hin ægilegu fljót hrifsa pokann af baki landpóstsins, þegar hann er að brjótast yfir þau á klárnum sínum góða.“ Þessar upplýsingar var að finna í nýjustu og greinarbeztu bókinni um ísland, sem ég gat grafið upp á finnsku um það leyti. sem ég var að bræða það með mér, hvort ég ætti ekki að bregða mér þangað. Þessi bók kom út í bókaflokknum „Ljós fyrir land vort“ og er prentuð á vegum góðtempl- ara árið 1912. Aðrar bækur, sem ég náði í, fjöll- uðu allar um fiskveiðar við ísland og að öllum líkindum skrifaðar í hasti á vikutíma af finnskum blaðamönnum, sem hafa farið heldur um of óvar- lega með skotsilfur sitt í útlandinu. Til þess að undirbúa mig undir hugsanlega ferð ætlaði ég að gerast áskrifandi að íslenzku blaði, — en þeir á Umboðssölu bla'ð'a og tímarita sögðust ekkert geta hjálpað upp á sakirnar í því efni. Einhver náungi hafði komið þangað fyrir tveim eða þrem árum sömu erinda og ég, — en blaðið kom aldrei svo að þeir urðu að endurgreiða þess- um undarlega manni það, sem hann hafði lagt út. Nú var ég búinn að fá nóg af vindhöggum, svo að ég fór beinustu leið á íslenzku ræðismannsskrif-' stofuna í Helsinki. „Við höfum oftsinnis sent áskriftarbeiðni beint á „Kvöldblaðið" en árangurs- laust.“ „Kannski þér hafið fundið betri leið . . .“ var svar skrifstofumannsins strax og ég tæpti á spurningunni. Ég fékk þar samt nokkur eintök af Iceland Review, og þegar ég var búinn að lesa þau, áræddi ég að panta farseðlana. — Ó, já herra minn. Hvað var nafnið? Þér vilj- ið fara til íslands. En gaman! Það er flogið frá okkur til Bandarikjanna með sólarhrings viðdvöl 1 Reykjavík. Hvað segið þér? Tvær eða fjórar vik- ur? Og með skipi! (Löng og áhrifamikil þögn). Vilduð þér gjöra svo vel og hringja aftur á morgun. Við getum þá kannski eitthvað gert fyrir yður. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.