Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 35

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 35
? — Já, það er ég, svaraði snillingur vandræðalega. En hcnum til mikillar undrunar rétti lávarðurinn hcnum höndina. — Ég þakka yður fyrir, sagði hann. — Ég sá yður ekki, vegna þess að þér sneruð baki að mér. Ég undrast að þér skuluð þekkja mig aftur. Þó hafði ég skegg þá. — Já, það er víst rétt, sagði snillingur ruglaður. — Og þér hafið það gott. Snillingur kinkaði kolli. — Þér búið í bænum, eða hvað? Ég fer héðan í kvöld. Ég vona að við sjáumst við tækifæri. Og Bernian lávarður gekk frá borðinu. — Þér verðið að afsaka, sagði Boothby þá við snill- ing. — Ég hélt að þetta væri ein af þessum venjulegu skáldsögum. Snillingur hló. — Hvað skrifuðuð þér á miðann til hans, spurði hann. — Ég skrifaði: Munið þér eftir Montreal. Komið yfir að borði okkar. — Og ég, sem hefði þorað að veðja á Það, að þér hefðuð aldrei verið í Montreal. Snillingur brosti. Svo Bernian lávarður minntist hans frá Montreal, það var furðulegt! Snillingur horfði stöðugt á lávarðinn, og þegar hann sá að hann gaf þjóninum merki til þess að borga, reis hann á fætur. — Þakkir fyrir matinn, sagði hann. — Ég vona, að við sjáumst bráðlega aftur, herrar mínir. — Snillingur beið frammi í fordyrinu, þangað til lá- varðurinn kom fram. Þá brosti snillingur blítt. — Með leyfi, hvert er ferðinni heitið nú? — Hvers vegna spyrjið þér? — Ég hefði gjarnan viljað eiga svolítil viðskipti við yður. — Mín er ánægjan, sagði lávarðurinn. — Eigum við að koma heim til mín? Glæsilegur leigubíll stanzaði fyrir utan, og þeir settust inn, Litlu seinna voru þeir í vinnuherbergi lávarðarins. — Og hvers konar viðskipti voru það? spurði lá- varðurinn. — Snillingur dór ar.dann djúpt að sér. — Tíu þúsund punda lán. — Hvern djöfulinn á þetta að þýða? — Ég hef grun um, að þér sjáið ekki eftir upp- hæðinni. — Hvers vegna haldið þér það? — Vegna þess að þér eruð alls ekki Bernian lávarð- ur! Snillingur vænti kröftuglegra mótmæla, en lávarð- urinn brosti. — Miðinn, sem þér fenguð á veitingastaðnum var sendur yður í gamni. Ég hef aldrei séð yður áður, og þér hafið aldrei séð mig. Samt munduð þér vel eftir að hafa séð mig í Montreal, en þar hef ég aldrei á minni lífsfæddri ævi verið. — Þá verðið þér að afsaka þennan misskilning, sagði lávarðurinn, ég hef aldrei getað munað andlit. — Þér virðist ekki vera fullkomlega öruggur með afstöðu yðar? FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.