Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 16
BODORDIN TIUI myndir eru runnar manni i merg og blóð. Þær eru meira orðnar að eðlilegu viðhorfi manna daglega heldur en ein- stök fyrirmæli séu gerð að mælistiku á breytnina. Þau boð- orð eru líka bezt sem maður er búinn að gleyma, en eru samt hluti af sjálfum manni. — Hvaða boðorð eru þér rik- ust í huga? — Þau sem hafa siðrænan boðskap að flytja. Hin sem fyrst og fremst geta talizt trúar- legs eðlis, t. d. Þú skalt ekki aðra guði hafa — segja mér ekki mikið. Og þessar siðgæðis- hugmyndir sem við kennum við kristindóm eru svo sem engin séreign hans. Þær er að finna í flestum eða öllum trúar- brögðum og menningarheildum. Ástæðan er vafalaust sú að þær eru í samræmi við samfélags- legar nauðsynjar mannanna. En í sambandi við hórdóms boðorðið t. d. er ég ekki viss um að afstaða kristindómsins hafi verið heppileg, fremur alið á falsi og yfirdrepsskap en megn- að að hafa áhrif á breytni manna. — Myndirðu vilja bæta ein- hverju við boðorðin? — Ekki held ég það að lítt hugsuðu máli. Eggert G. Þorsteinsson, ráðherra. — Má ég spyrja ráðherrann hvort hann kunni boðorðin tíu? — Sízt hélt ég að þú ætlaðir að fara að þvæla mig í þessu. Nei, 'ég kann þau víst ekki leng- ur orðrétt. Ég vár látinn læra þau utanað eins og önnur börn til fermingarundirbúnings og fékk þar að auki þónokkuð strangt trúarlegt uppeldi. En þrátt fyrir það þó maður sé búinn að gleyma orðunum þá er meining boðorðanna sá grundvöllur sem maður reynir að byggja breytni sína á. Það tekst kannski misjafnlega, en ég held þetta sé góður grund- völlur. — Þú reynir þá að fara eftir boðorðunum? — Já, en hvernig það tekst það er svo annað mál. — Er það nokkurt boðorð- anna sem þér fellur sérstak- lega vel? — í rauninni finnst mér þau vera ein heild, en ég man vel og met mikils boðorðið um að heiðra föður og móður. Ég tek það ekki í bókstaflegri merk- ingu þannig að ég bindi það við foreldra mína eingöngu, held- ur finnst mér þar um að ræða afstöðuna til forfeðranna og hinna liðnu tíma í sögu þjóð- arinnar, þann jarðveg sem mað- ur er sprottinn upp úr. Og ég hygg að það sé góð aðferð til að verða langlífur í landinu. — Kærirðu þig nokkuð um að bæta við boðorðin tíu? — Mér er sama hvort þau er.u tíu eða eitthvað annað. Ég lít á þau sem eina heild. Sjálf- ur tel ég ekki þörf á viðbót eða ætla mér ekki að bæta þar nokkru um. Þau voru endur- bætt í kenningum Jesús frá Nazareth um náunganskær- leika. Eggert afi minn sem var svo sérvitur að hann vildi ekki láta taka af sér mynd skrifaði eins konar heilræðabók fyrir .af- komendur sína meðan hann lá banaleguna. í henni gekk allt út á að taka heiðarlegt tillit til náungans, og vera við hann eins og maður vill að hann sé við sig. Ég held ég geti sagt að öll mín sjónarmið um félags lega samhjálp grundvallist á þessum viðhorfum. Guðmundur Daníelsson, rithöfundur. — Má ég spyrja þig, Guð- mundur, kanntu boðorðin tíu? — Ég held að það geti verið að ég kunni þau öll, kannski ekki orðrétt, en það gerir, að ég held, ekki svo mikið til því að ég lærði þau svo rækilega í ungdæmi mín að þau eru runnin mér í merg og blóð og ég tel víst að ég fari eftir þeim í einú og öllu. Og svo fer skáldið að rifja upp fyrir sér boðorðin og kem- ur með þau öll eftir dálitla umhugsun, en ekki í réttri röð. — Enda getur röðin ekki skipt svo miklu, segir hann. — En reynirðu að fara eftir boðorðunum? — Nei, það geri ég ekki, en ég held að þau séu mér eðlileg að svo miklu leyti sem mér er fært að fara eftir þeim. Það er kannski of mikið sagt að manni takist það alltaf, enda hvað væri varið í þau boðorð sem eru svo auðveld að maður getur haldið þau alltaf. — Tekurðu nokkurt boðorð- ið fram yfir hin? — Mér finnst einn versti glæpurinn að bera ljúgvitni gegn náunga sínum, og það boð- orð að gera það ekki feliur mér einkar vel. Annars held ég að þau séu öll góð. Sú þjóð sem venur sig á að halda þau verður sterk þjóð. Það er lík- lega styrkur Gyðingaþjóðarinn- ar. — Viltu bæta einhverju boð- orði við? — Ekki held ég það. Þau eru eftir allt saman nógu mörg. Það má ekki skerða frjálsræðið allt- of mikið. Það má ekki gera til- veruna svo pottþétta af boð- orðum að þau útrými öllu frjáls- ræði. Hörður Bergmann, kennari sagðist alls ekki vera reiðubúinn að þylja boðorðin. Þó komu þau flest, svona eitt af öðru. Hörður kvaðst ekki hafa athugað nýlega, hvort hann lifði eftir boðorðunum. Ekki vildi hann taka að sér að bæta neinu við þau. Kvaðst vantrúaður á boðorð og siða- reglur, menn lærðu áreiðanlega meira af samskiptum sínum við annað fólk, — lífinu sjálfu. Ríkjandi mórall í þjóðfélaginu hefði meiri þýðingu í uppeldi en boðorð og reglur. En þó væru þessi boðorð kristinna manna furðulega klassísk. Ef taka ætti eitt boðorð fram yfir önnur, sagði Hörður, að í okkar þjóðfélagi virtist sér- stök ástæða til þess að undir- strika boðorðið um hvíldardag- inn. Það myndi áreiðanlega hafa góð áhrif á fjölskyldurnar og þjóðfélagið, ef það boðorð væri betur haldið en nú er. Það væri góð sálarfræði að hvíl- ast alveg hinn sjöunda dag. Þetta vissu gömlu mennirnir sem skrifuðu Gamla testament- ið, og það mætti ekki gleymast nú á dögum. Jóhannes Björnsson, menntaskólanemi og verðandi ritstjóri Skólablaðs þeirra mundi strax'eftir einu boðorð- inu: „Þú skalt eklci drýgja hór.“ Jú, svo komu þau hvert af öðru og að lokum var hann búinn að ná einum sjö saman. Hann kvaðst ekki á nokkurn hátt lifa eftir þeim, en viður- kenndi það hins vegar, að þau væru nokkuð gáfuleg. Og einna 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.