Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 36
Mér skilst, að þér hafið feng- ið þá hlægilegu hugmynd, að ég sé ekki sá, sem ég þó er, sagði lávarðurinn. — Og þér virðist halda, að þér getið kúgað út úr mér fé þess vegna. — Uss, sagði þá snillingur. — Þetta er ljótt orð. Ég er alls ekki að ógna yður. Ég hef að- eins leyft mér að halda því fram, að þér séuð alls ekki hinn rétti Bernian lávarður. Þetta er alls ekki fjárkúgun. Hann stóð á fætur. — Ég skal gefa yður símanúmer mitt, en ég ráðlegg yður að nota það sem fyrst. — AU right, sagði Bernian lá- varður. — Ég gefst þá upp En tíu þúsund pund er alltof mik- ið. Ég hef ekki einu sinni svo mikla peninga. — Minna gæti svo sem nægt. Eitt þúsund? — Fimm hundruð. — Þúsund. — Jæja, sjö hundruð og fimmtíu, greitt út í hönd og ekki eyri meira. Snillingur hugsaði sig um. — All right, sagði hann svo. Bernian lávarður tók veski sitt fram og taldi fimmtán fimmtíu punda seðla í snilling. Gjörið þér svo vel, sagði hann kuldalega. — Og gerið mér svo þann greiða að hverfa. Snillingur hafði ekki neitt á móti því. Stuttu seinna var hann kominn út á götu, þar sem hann nánast sveif í loft- inu, því svo rikur hafði hann aldrei verið. Hann þreifaði öðru hvoru á vasa sínum, og honum fannst unaðslegt að finna til peninganna. í augna- blikinu var honum ómögulegt að láta sér detta í hug hvað hann ætti að kaupaf sér. Hann rölti um allan eftirmiðdaginn, og að lokum kom hann að þeim veitingastað, þar sem hann hafði borðað fyrr um daginn. Hann var orðinn hungraður aftur, svo hann fór þangað inn. Vínið og maturinn endurnýjaði lífsþrek hans, svo hann fór að gera framtíðaráætlanir í stór- um stíl. — Þjónn, reikninginn, kall- aði hann svo. Snillingur lagði fimmtíu punda seðil á borðið, og þjónn- inn hvarf augnablik til þess að skipta honum. Það leið þó nokk- ur stund áður en hann kom aftur, en snillingur var of upp- tekinn af sínum hugsunum til þess að taka eftir því. Síðar» gaf hann þjóninum ríflega drykkjupeninga og yfirgaf síðan salarkynnin. En í fordyr- inu beið nú vertinn eftir hon- um. — Afsakið herra minn, en ég verð að ónáða yður augna- blik og biðja yður að koma til skrifstofu minnar. Svitinn rann í stríðum straum niður snillingsbakið. í skrifstofunni sátu tveir herramenn, en snillingur var ekki lengi að sjá, að þetta voru leynilögreglumenn. — Gerið svo vel að fá yður sæti, sagði vertinn, og virtist alúðlegur. — Borguðuð þér með þess- um fimmtíupundaseðil, sagði annar herramannanna. — Já, og snillingur andvarp- aði. Hvar fenguð þér hann? — Vinur minn lét mig hafa hann. — Hvers vegna? j — Það v^r borgun fyrir. greiða. — Hvers konar greiða? — Hvaða rétt hafið þér til þess að yfirheyra mig svo, spurði þá snillingur og reis á fætur. — Hvað hef ég gert? — Framselt falskan peninga-? seðil. — Falskan? Snillingur þorn- aði í munninum. — Þetta hlýt- ur að vera misskilningur, stam- aði hann. — Þennan seðil af- henti Bernian lávarður mér persónulega. Hann sneri sér, síðan að vertinum: — Þér þekk- ið hann. Hann borðaði hér í. hádeginu. Það var mynd af honum í dagblaðinu. — Því miður. Þetta er frændi lávarðarins, þekktur glæpamað- ur og svindlari. Hann er eftir- lýstur fyrir peningafölsun. Herbergið tók að snúast ískyggilega fyrir augum snill- ingsins, og orð Boothbys berg- máluðu óhugnanlega: -— Þegar guð almáttugur framkallaði þessa fjölskyldu virðist hann hafa gleymt þeirri gjöf sinni, sem við jarðarbörn köllum heiðarleika .. . • 7 dagar í maí Framh. af bls. 5. ir í aftursætunum að hlusta á forsetann. Bílstjórinn segir, að þessi bíll hafi allt í einu komið í ljós á beygjunni beint fyrir framan okkur, á miklum hraða, breytt um stefnu og farið beint' á garðinn." Vegalögregluþjónninn gekk að bílflakinu, seildist undir mæla- borðið og slökkti á útvarpinu. Þá kom hann auga á skrásetn- ingarmerkið og bölvaði í hálf- um hljóðum. Platan aftan á Thunderbird- bílnum var beygluð en auðvelt var að lesa það sem á henni stóð. Þetta var Kaliforníubíll, USS 1. Eftirmáli. Blaðaniannafundur Jordans Lymans forseta. Mánudaginn 20. maí kl. 20,30 f. h. Forsetinn: Góðan dag. Ég er með nokkrar tilkynningar. í fyrsta lagi, undirbúningi Husqvarna Husqvama eldavélin er ómissandi i hverju nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit og allt jtað sem tækni nútímans getur gert til þess að matargerð- in verði liúsmóðiirinni auðveld og ánægjuleg. Husqvarna eldavélar fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunarofni. Leiðarvisir á íslenzku, ásamt fjölda mataruppskrifta fylgir. GUNNAR ASGEIRSSON H. F. SUÐURLANDSBRAUT 16 — REYKJAVÍK — SÍMI 35200. 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.