Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 9
\ Eitt kvöldið átti Stína að gæta okkar krakkanna (eldri bræður mínir voru í sveit) og Njálsgata — Gunn- arsbraut Sólvallagötuson hringdi til hennar og til- kynnti henni að hann hefði losriað við konuna smástund og Stína væri meira en vel- komin í heimsókn. „Ég kem,“ sagði Stína og leit á mig. Ég leit undan. „Viltu passa strákana meðan ég rétt skrepp út?“ spurði Stína afar mjúkmál. „Nei,“ svaraði ég. „En ef ég gef þér vara- litinn minn?“ spurði Stína. „Nei,“ svaraði ég. Þá dró Stína upp krónu- seðil. í þá tíð voru nefnilega til krónuseðlar, því þá var krón- an verðmeiri en nú. Fyrir eina krónu var hægt að fá tuttugu fimm aura ísa eða fimmtíu Shirley Temple lakkrísa með mynd af Shirley Temple í kaup- bæti og svo ótal margt ann- að. „En viltu passa þá fyrir krónu?“ spurði hún. Eg horfði ágirndaraugum á krónuseðilinn, því pening- ar hafa alltaf verið mín veika hlið. „Já,“ stamaði ég. Stína rétti mér krónuna og hentist út. Ég sat við eldhúsgluggann og starði út á götuna. Aldrei hefði ég trúað því að það gæti verið svona koldimmt úti. Stína var víst áreiðanlega meira en tíu mínútur, því hún var ekki komin þegar móðir mín kom heim. „Hvar er Stína?“ spurði móðir mín höst. „Hún?“ sagði ég skyndi- lega og reyndi að fela krónu- seðilinn með því að setja ofan á hann. „Hún skrapp út, hún Stína.“ Þá voru nefnilega engar sjoppur til, svo ég gat ekki sagt að hún hefði farið að kaupa sér neftóbak eða eitt hvað svoleiðis. „Hvað ertu að reyna að fela?“ spurði móðir mín og þreif mig niður úr gluggan- um. Það var þá, sem ég fékk að heyra hve svívirðilegt væri að Þiggja mútur. Móðir mín tók krónuseðil- inn og ég sá hann aldrei aftur. Mér fannst þetta ljótt af móður minni, því að þetta var minn krónuseðill. Þegar Stína kom heim læsti móðir mín sig inni með henni í stásstofunni. Ég verð að játa, að ég lá á hleri. Ekki vegna þess að mig langaði til að heyra samtalið heldur af því að ég óttaðist um krónuna mína. „Gerirðu þér ljóst, Stína,“ sagði móðir mín, „að það kemst orð á þig, ef þú ert úti að flækjast úti með karl- mönnum á kvöldin?“ Stína flissaði lágt. „Veiztu að þessi maður er kvæntur?“ spurði móðir mín af alvöruþunga. „Tí-hí,“ sagði Stína. „Hvernig heldurðu að fari fyrir þér ef þú.. . ef þú kemst í vandræði?" spurði móðir mín. „Vandræði, hí-hí,“ sagði Stína. „Heldurðu að þessi maður myndi kvænast þér og gera þig að heiðarlegri konu?“ spurði móðir mín. Stína bara flissaði. „Það er annað en gaman að sitja uppi með lausaleiks- barn,“ sagði móðir mín. „Tí-hí,“ sagði Stína. „Svo mútar þú dóttur minni með krónu,“ sagði móðir mín og sótti í sig veðrið. Loksins, loksins átti ég að fá að heyra um afdrif krónu- seðilsins. í ákafa mínum lagðist ég svo fast á dyrnar að móðir mín heyrði til mín. Hurðinni var hrundið upp, ég var tekin, flengd og mér hent inn í rúm. Ég ætla að muna eftir að segja sálfx-æðingnum mínum þetta þegar ég hef loksins tíma til að fara til hans. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir því að mér finnst ég ofsótt og hundelt alla daga. Ég gekk um tíma með einn son minn til sálfræðings. Það var af því að drengurinn vildi heldur vera í fótbolta en skólanum. Kennararnir voru áreiðan- lega Valsarar og Þróttarar, því að þeir heimtuðu sál- fræðing handa drengnum. Ég minnist sérstaklega einnar spurningar sem lögð var fyrir barnið. „Þykir þér skemmtilegt í skólanum?“ ■ »Nei.“ „Af hverju ekki?“ Fran.h. á bls. 42. SMÁIR nofa PÓLAR r“‘«eyma UNDIRFÖT ÚR NYLON OG PRJÓNASILKI CKIIES, REYKJAVÍK FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.