Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 27

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 27
^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆^ * FRÁ LESENDUNUM: ^ ... Mér finnst Fálkinn vera bezta vikublaðið, því hann * birtir/ svo mikið efni fyrir unga fólkið. T. d. er þátturinn í SVIÐSLJÓSINU alveg fyrirtak. Viltu vera svo góður að skrifa ' eitthvað um Tempó . . Þátturinn þakkar lofið. Það er undir Temþó-aðdáendum komið, hvort að þeir verða einir af þeim 10 hljómsveitum, sem kynntar verða í blaðinu. ... Ég var að lesa greinina Hver er vinsælasta hljómsveitin, en ég hef nú frekar lítinn áhuga á þessu, þó að ég sé ekki nema 14 ára. En mig langar til að biðja ykkur um að birta grein og mynd af SAVANNA-tríóinu. Með beztu kveðju, Signý Ástmars. Skagaströnd ... , Það er aldrei að vita nema grein um Savannatríóið birtist nú í vetur. „.. Mér var skipað að taka fram penna og — ja auðvitað skrifa. Nú, jæja, þátturinn í SVIÐSLJÓSINU er langbezti þátturinn í Fálkanum og tel ég hann mega vera áfram eins og hann er. Verið þið svo bless. Dóra Kristinsdóttir. Akranesi ... Það er ánægjulegt að vita það, hvað þátturinn nýtur mikilla vinsælda. Enn hefur ekkert skammarbréf borizt — en ég bíð spenntur. ... Ég mæli eindregið með Gautum frá Siglufirði sem vin- sælustu hljómsveitinni. Þá langar mig til að fá birta mynd af stúlkunum þrem, sem skipa The Supremes. Að svo mæltu þakka ég fyrir allt gott. Sigtryggur Sigurjónsson. Siglufirði... Það eru allar líkur fyrir því að von þín um að fá birta umrædda mynd hafi þegar rætzt, er þetta birtist. | I STUTTU MÁLI: Tarzan-myndirnar eru ekki alveg liðnar undir lok, þó að þær séu ekki framleiddar í eins stórum stíl og áður fyrr. Kvikmyndaframleiðandinn Sy Weintraub hefur í bígerð nýja Tarzanmynd og það verður sænsk stúlka, sem fer með hlut- verk Jane. „Nei takk, ekki fisk handa mér,“ sagði Sandra Dee með hryllingi þegar hún kom til hádegisverðar eftir að hafa þrauk- að í 6 tíma kvikmyndasenu úti í steikjandi sól ásamt 1,5 kg af dauðum fiskum. VERTHUS OG LJÓSMYIMDUM Herra Póstur, Ég er einn af þeim sem fer stundum á verthús, og um dag- inn skrapp ég á veitingahús, sem er staðsett nálægt Tjörn- inni. Það var svosem ekkert umtalsvert, en það var einn hlutur, sem vakti athygli mína og mér finnst ógeðfelldur. Þar gengur um maður með ljós- myndavél og tekur myndir af fólki fyrir peninga. Þetta er vissulega atvinna út af fyrir sig og ekkert um það að kvarta. En að líðast að maðurinn taki myndir af drukknu fólki, fyrir 90 krónur, jafnvel svo drukknu, að það er utan við þennan heim. Þetta horfði ég upp á hann gera, og fannst mér það vægast sagt ógfellt. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Haraldur. Svar: ÞaO er ekJci hœgt að mynda sér skoðun um þetta án þess að þekkja málið, og ekki vitum við hversu mikið er hæft í þessu hjá þér. Og það var ekk- ert að þakka. ÓLI HEFUR ÁHYGGJUR Kæri Póstur, Ég er einn þeirra sem reyki sígarettur og hyggst ekki hætta því bráðlega. Ég reyki 10 siga- rettur á dag og er Það ekkert einsdæmi. En eftir að sú vit- leysa var framkvæmd að hætta að selja sígarettur I lausasölu hafa reykingar mínar aukizt töluvert. Ég held að það hafi verið alrangt að ætla að draga MAnSTc' ÞfzóAR v/i-0 VORUtt A£>L£l»CA LQC>(?u ö(p )PSÖ F í úr reykingum með þessu. Þegar svona er neyðist maður til þess að kaupa heilan pakka eða ekki neitt, og úr því að maður reyk- ir þá verður það heill pakki, og siðan er hann örar reyktur en annars hefði verið. Nei, ég er hræddur um að ef þessii snjöllu ráðamenn vilja reyna að stuðla að bættu lungnaheil- brigði, þá geri þeiÉ ekki annað betra en að taka upp lausasölu á sigarettum aftur. ölafur P. Svar: Já, þú segir nokkuð, ÓU minn. Ef til vill er þetta rétt hjá þér og ef til vill ekki. En hitt er annað mál, að ef þú hættir að reykja, þá ertu búinn að ryðja þessu áhyggjuefni burtu um leið. UM PÓSTHÚSIÐ Ágæti Fálki, Hvernig er þetta pósthús okk- ar Islendinga eiginlega starf- rækt? Ég kom niður í bæ um sjöleytið fyrir stuttu síðan og ætlaði að póstleggja bréf en hafði ekki frímerki. Jú, það á vist að vera frímerkjasjálfsali á pósthúsinu og þangað fór ég i góðri trú. En þá var bara merki á henni upp á Það að hún (sjálfsalan) væri lokuð! og hvergi hægt að fá frímerki í miðbænum. Þetta er þokkaleg þjónusta við kúnnann! Hvað á að gera við svona menn? Einn reiði.r. Svar: Það er rétt, 'póstliúsið á ákúr- ur skilið fyrir svona lagað. En við skulum vona að um slys hafi verið að ræða i þetta skipti og svona hlutir séu ekki daglegir viðbuðir. FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.