Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 22

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 22
Ys og þys, margir lögregluþjónar og mikil öskur. Flugvöllur. Og hvað ætli sé uni að vera? Jú, það er að koma heims- fræg bítlahljómsveit utan úr heimi. Þeir heita The Kinks. Og þarna á Reykjavíkur- flugvelli hafa safnazt saman hundruð tán- inga, margir þeirra síðhærðir og margir eru með svo til gerða móttökufána. Þarna voru einnig saman komnir nokkrir lög- regluþjónar, sem áttu að sjá um að allt færi fram með ró og spekt. Þegar bítilmennin stigu á íslenzka grund ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. En þeir fengu vart að athafna sig, fengu varla að veifa til aðdáenda sinna. Þeir voru drifnir inn á flugstöðina og þaðan með leynd út í bíl sem flutli þá til aðseturs- staðar þeirra, — Hótel Borg. Þá var um að gera fyrir aðdáendurna að hlaupa, og það var svo sannarlega gert. Að IítiIIi stundu liðinni höfðu þeir hópað sig saman fyrir utan Borgina, og þar var þess beðið í ofvæni að átrúnaðargoðin létu svo Iítið sem sjá sig. En af því varð ekki, |

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.