Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 28
Við fórum yfir vegarskurðinn Og út á engið. Ég sá hvergi móta fyrir húsi, en hlaðan sást greinilega efst uppi á hæðinni, þar sem hana bar dökka við himininn. Þetta var jafnvel of Etórt til að vera hlaða, en það var líkt að lögun, og ég gat ekki látið mér koma neitt annað til hugar. 1 fjarska heyrðum við hljóð I bíl, sem beygði á miklum hraða niður á malarveginn. Þar bar nú tré á milli, en gegnum limið sá ég billjósin, sem fóru hratt yfir. „Hvað eigum við að gera?“ spurði Bill, og rödd hans var svo mjó og bæld, að ég heyrði það varia. En spurningin var mjög við- eigandi. Engið Var víðáttumikið og op- ið og hlaðan virtist í órafjar- lægð. Þar að auki var ég ekki vel fallinn til víðavangshlaups. „Heyrðu," sagði ég, „húsið hlýt- ur að vera handan við hæðina. Hlauptu eins og þú getur og finndu það.“ Ég vildi vita hann öruggan. „Ég hef byssu." „Chuck á líka byssu," sagði Bill. „Gamlan smáriffil. Ef hann er þá með hann.“ Og það væri hann sennilega. „Það er sama,“ sagði ég, „farðu samt á undan. Einhver verður að hringja á lögregluna." „Nei," sagði hann. „Við verð- um saman." Hann greip um olnbogann á mér og við höktum saman, gegn- um ilmandi síðsumargrasið. Ég heyrði bílinn mala upp brekkuna. Hann rakst ekki á bílinn minn; þeir námu staðar í tíma. Eftir það varð hijótt um sveitina, ft'ið- sælt og rólegt og ekkert rauf næturkyrrðina nema einrænis- legt tístið í engisprettunum. Við náðum hlöðunni. Fyrir framan hana var breitt malborið svæði, eins og bílastæði og nokkur áletruð spjöld, en landbúnaðartæki voru engin sjá- anleg. Ég horfði upp eftir hvít- máluðum veggnum, sem daufan bjarma lagði af í stjörnuskininu. Á hann voru letraðir stafir, stór- ir og svartir. Jafnvel £ þessu myrkri gat ég greint lengd og lögun orðanna Og getið mér til um merkingu þeirra. Þetta var söluskemma, þar sem búfé var selt á fæti á uppboði einu sinni eða tvisvar í viku. Annars var þar enginn. Og það var engin ástæða til að ætla, að hús fyrjrfyndist í námunda við hana. Þar var heldur ekkert hús. Ég hallaði mér upp að timbur- veggnum, en ekki lengi. Bill greip um öxlina á mér og benti. Vegurinn var aðeins fjörutíu eða fimmtíu fet í burtu. Einhver i ijósri skyrtu kom hlaupandi eftir honum. Ég litaðist um og sá tvær verður í viðbót á hreyfingu, aðra á enginu á sömu leið og við höfð- 17. HLIJTI um farið og þá þriðju hinum megin við veginn. Ég tók byss- una upp úr vasa mínum og los- aði öryggislásinn. Nú var ekki lengur neinn möguleiki á þvi, að Bill kæmist burt óséður. Hann myndi öruggari með mér. „Finndu dyr,“ sagði ég. „Brjóttu þær upp. Eða glugga. Farðu inn í húsið opnaðu fyrir mér. Þetta er söluskemma og hér ætti að vera sími.“ Eg gat greint víra yfir höfðum okkar en var ómögulegt að sjá hvort það væru síma- eða rafmagns- vírar. „Flýttu þér,“ sagði ég. Bill skauzt fyrir hornið á skemmunni. Ég fylgdi á eftir honum, ekki eins hratt. Ég horfði á skuggana þrjá, sem liðu áfram í stjörnubjartri nóttunni. Nú hefjum við aftur leik, hugsaði ég, og eitthvað illt og grimmúð- ugt vaknaði með mér. Nú var ég ekki varnarlaus. Nú var ég vopnaður. Tigrisdýrin ungu læddust nær í næturmyrkrinu. Eitt þeirra, þetta í ljósu skyrt- unni á veginum, kallaði til mín: „Sherris!" Það var rödd Chucks. 1 henni var dimmur, hlakkandi hreimur. Ég stóð nú við hornið á skemm- unni, og að baki mér heyrði ég, hvar Bill brölti og hamaðist i örvæntingarflýti. Ég heyrði eitt- hvað brotna. Ég kallaði til Chucks: „Gættu þin raggeit. Nú hef ég byssu." „Er það satt?“ sagði Chuck. „Það hef ég líka." En Chuck var alls ekki með byssuna, heldur drengurinn, sem komið hafði yfir engið, sá sem var hægra megin við mig. Hann hæfði ekki. Ég heyrði hvininn í kúlunni og á sama and- artaki skaut ég á þann stað, sem blossinn kom úr. Nóttin hafði sortnað, ég sá engar stjörnur, engan veg, enga sveit engan hvít- málaðan vegg að baki mér. í nóttinni bærðust þrír skuggar og þá gat ég séð, en ekkert annað. Ég skaut á þá. Og þeir hurfu. XXIII. Bill var að toga í mig. „Komdu,“ sagði hann. „Komdu, ég er búinn að opna dyrnar." Ég hratt honum frá mér. Ég hafði nærri gleymt tilveru hans. „Nei,“ sagði ég. „Þeir eru dauðir. Ég skaut þá.“ Nóttin var biksvört. Það var gustur í henni. Hún skók mig og var hávær. Ég hrópaði til að yfirgnæfa hana. „Ég skaut þá!“ hrópaði ég og það gladdi mig. Ég vildi sjá líkami þeirra. Ég vildi merja þá. Ég minntist Tracey með blóð- ugt andlitið og mig langaði til að sparka og rífa og eyðileggja þá, hnoða þá niður í jörðina. Ég iagði af stað frá skemmunni. Bill æpti: „Ekki! Ekki“ Rödd hans var skerandi. „Djöfullinn," sagði hann, „ertu brjálaður? Þeir eru ekki dauðir.“ Hann dró mig með valdi fyr- ir hornið. Ég greip í vegginn. „Eru þeir ekki?“ sagði ég. „Ég held nú síður. Þeir fleygðu sér bara niður. Þeir lágu á jörð- inni, áður en þú hafðir hleypt af. Komdu nú.“ FRAMHALDSSAGA EFTIR LEIGH BRACKETT Hann ýtti mér á undan sér inn um dyr. Nú var kolamyrkur, en það var eðlilegt myrkur. f stað blóðþefs og byssureyks fann ég þungan inngróinn ilm af heyi og kúamykju. Ég stóð þarna skjálfandi, en ekki skekinn af ástriðustormi. Ég var aðeins þreyttur og kaldur, eftir að hiti dagsins var rokinn úr mér. Ég hugsaði, eitt augnablik var ég engu betri en þeir. Eitt augna- blik þarna úti... Og ég var engu betri. Ég sá fyrir hugskotssjónum minum dauða líkama þeirra liggjandi á jörðinni og mér fannst leitt, að - svo skyldi ekki vera. Ég var leiður yfir að hafa ekki drepið þá. Mér var óglatt. Við lá, að ég fleygði byssunni. Biil rembdist árangurslaust við húrðina. „Ég get ekki lokað henni,“ másaði hann. „Ég braut hana upp með stórum steini og nú er ekki hægt að loka henni.“ Ég hallaði bakinu upp að hurð- inni. „Vittu hvort þú finnur ekki ljósrofa.“ „En gluggarnir," andmælti hann. „Þeir geta séð inn.“ „Ég held ekki að neinir glugg- ar séu á neðri hæðinni," sagði ég og rýndi út í myrkrið. „Þeir eru allir hærra uppi. Svona nú, við getum ekki gaufað hér í myrkrinu." „Jæja þá,“ sagði hann ósann- færður. Ég heyrði hann þreifa sig áfram eftir veggnum. Eftir örstutta stund heyrðist smellur og við vorum blindaðir af birtu. Við drápum tittlinga hver framan i annan eins og uglur og fannst við standa berskjald- aðir en þó feginshugar. Ég var leiður á myrkrinu og skuggun- um og öllum þeim óheilindum, sem í þeim leynast. Trébekkir stóðu meðfram veggjunum. Við drógum nokkra þeirra fyrir dyrnar; síðan lituðumst við um. Mér hafði ekki skjátlast um gluggana. Þeir voru allir of hátt uppi, til að nokkur hætta staf- aði af þeim. Mjóar svalir með samanlögðum stólum héngu á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.