Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 12
Höfundurinn, Sólveig Guðmundsdóttir, er 16 ára Reyk- víkingur. Á gagnfræðaprófi skrifaði hún ritgerð um skemmtanalíf unga fólksins og að áeggjan kennara síns skrifaði hún þessa smásögu með hliðsjón af ritgerðinni. Sólveig hefur fengizt dálítið við skriftir, en þetta er í fyrsta skipti sem saga birtist eftir hana. I. , Ég lít á klukkuna, hún er orðin níu. Ég bæti við einu púðurlagi enn, set meira svart á áugna- hárin og smyr meiri varalit. Síðan æði ég um hús- ið og skamma systkini mín fyrir ekki neitt. Loks hringir síminn og ég þýt upp og svara. Það er hann. „Heyrðu honey, ég kem og sæki þig á eftir.“ „Jæja,“ segi ég með uppgerðar kæruleysi. „Hvað? er ekki allt í lagi gullfugl?“ spyr hann alveg undrandi á því. að ég skuli vera örg, þótt hánn hringi ekki fyrr en hálftíu. „Jú, jú,“ segi ég og er nú farin að hlæja og allt fyrirgefið Klukkan hálf ellefu er flautað fyrir utan. Hann er í leigubíl og vinur hans með honum. Þá þykist ég vita hvernig ástandið á bænum er. Þegar við komum niðureftir, er mikill mannfjöldi fyrir utan að reyna. að komast inn, flestir undir aldri. Vin- irnir eru búnir að stunda staðinn í meira en ár svo það er greiður aðgangur fyrir okkur. Það brak- ar og brestur í hurðinni. Dyraverðinum er þrýst upp að dyrastafnum en loks komumst við í gegn- um þvöguna með fötin og beinin í lagi. Yfirhöfn- unum er slengt í fatageymsluna með æfðum hand- tökum, ég beðin að geyma númerið, og síðan rjúka þeir á bárinn og fá sér meira. Hann er orðinn ískyggilega valtur á fótunum og farinn að vera með hávaða. Mér er ýtt og stjakað og einhver þrút- inn drjóli á leirfótum stigur ofan á tána á mér. Reykjarmökkurinn og loftleysið er svo kæfandi þarna inni, að tárin renna niður kinnarnar á mér, og mín eina hugsun er, hvort þetta sé ekki bráð- um að verða búið. Hann er, með viðeigandi handa- pati, farinn að rausa um, að hann vilji vera frjáls og svo framvegis. En þegar ég þykist þá ætla að fara, kemur það ekki til mála. Ég er orðin dauð- þreytt á þessu og vil helzt fara heim. Ég segi, að ef hann fái sér meira, þá fari ég. Hann heyi'ði víst ekki hvað ég sagði. Loks stenzt ég ekki mátið íengur og rýk út hálfsnöktandi. Ég reika inn í húsasund. og er ég stend þar rifjast upp fyrir mér saga um stjörrtur og trjágreinar í bók sem ég las. Ég lít upp í himininn en hann er skýjaður og ofurlítið byrjað að rigna. Allt í einu sé ég hvar hann stendur upp við húsvegginn og horfir á mig. Hann brosir ofurlítið kemur svo til mín, tekur utan um mig og hvíslar í eyra mér: „Kjáninn þinn.“ Ég lít upp og sé stjörnur og tungl á himninum, þegar regnið dembist yfir okkur. II. Nokkrar vikur voru liðnar og við höfðum lítið sézt. Ég var búin að kaupa handa honum peysu í afmælisgjöf og hlakkaði til að gefa honum hana. Þá hefði hann þó alltaf eitthvað til minningar um mig. Ég hafði ekkert heyrt frá honum í þessari viku. Skapið versnaði dag frá degi og baugarnir undir augunum urðu dekkri. Þegar ég kom heim hlupu systkinin í felur og hvísluðu, þegar þau 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.