Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 31
höfðum komið inn um. Hann íór að rífa og toga i bekkina, sem hlaðnir voru fyrir þær. Ég skaut í miðja hurðina. Hann sneri sér aftur við. Chuck var stór, hávaxinn og myndar- legur drengur, en hann sýndiist ekki hár í loftinu nú, og andlit hans var ekki lengur laglegt. Hann var hræddur og hjá hon- um var hræðslan sýki, sem svipti hann allri mannsmynd. Hann stökk yfir grindurnar niður í gryfjuna og hljóp yfir moðið og hálminn að tvöföldu dyrunum. Ég skaut yfir öxlina á honum og hann kveinkaði sér við flisa- regninu og nálægð dauðans. Hann nam staðar þar sem hann var kominn, og ég sagði: „Ég á eina eftir, Chuck.“ „Þú skýtur mig ekki,“ sagði hann. „Þú skauzt ekki Bobby, þú lézt hann fara.“ „Vittu til," sagði ég. Hann stóð með hendurnar teygðar frá sér og hafði gripið um röndina á annarri hurðinni, sem var laus og auðopnuð. Hand- an hennar var myrkur gripa- hússins og undankomuvon. Chuck þurfti ekki annað en eitt stökk — og kjarkinn til að taka það. Ég ]á og horfði á breitt bak hans. Tárin stóðu í augum mér, löngun min til að skjóta hann var svo sterk. Nærri ómótstæði- leg. Hann tók ekki stökkið. Hægt og seinlega sleppti hann takinu á hurðinni. Hann sneri höfðinu, eins og kalt, kringlótt auga byssunnar minnar drægi augnaráð hans að sér með töfra- mætti. Síðan sneri hann öllum iikamanum og byrjaði að skjáifa. Hann iagðist niður á annað hnéð studdi hendi á jörðina og þannig iá hann kyrr. Augu hans voru gjörsamlega lífvana í stirðnuðu andlitinu, sem var eins og máluð gríma. Roy kom labbandi á sokkaleist- unum út undan svölunum, með skóna sína í hendinni. Hann virt- ist hafa gleymt mér með öllu. Hann gekk hikandi að grind- verkinu og leit yfir það. „Chuck," sagði hann. „Hei, Chuck...?“ Lögreglan var komin. XXIV. Aðferð drengjanna við að kom- ast að þvi, að ég var i húsinu, var barnalega einföld. 1 bókstaf- iegri merkingu. Þeir höfðu feng- ið sér til aðstoðar drenginn á reiðhjólinu með hvítflekkótta hundinn. Þeir höfðu náð drengn- um á eintal og Roy hafði meitt hundinn hans svolitið til þess að sýna honum, hvað koma myndi fyrir hundinn, ef drengur- inn gerði ekki eins og honum var sagt. Síðan fengu þeir hon- um nokkra smápeninga og síma- númer. Þeir settu hann á vörð við húsið mitt, og átti hann að hringja til þeirra, strax og ég kæmi aftur. Hann hafði vitaskuld hringt til þeirra, og þeir höfðu þá kom- ið á vörðinn sjálfir, en notað drenginn enn sem meðalgöngu- mann. Þegar ég svo gerðist þaul- sætinn og myrkur skall á, án þess að ég kæmi út eða kveikti ljósin, varð brátt auðsætt, að ég myndi vera að bíða eftir ein- hverjum, og Chuck var fljótur að geta sér til um, hver sá væri — annað hvort Bill sjálfur eða simtal við hann. Bill hafði einu sinni áður verið með óviturlegar hótanir um að fara til mín, og fengið við það tækifæri mar- biettina, sem systir hans hafði minnzt á. Ef Bill kæmi sjálfur, gætu þeir hremmt hann. Ef ég færi til móts við hann, vildu þeir geta veitt mér eftirför. Svo Bobby laumaðist inn í bilskúrinn minn og sprengdi rauða glerið af aftur- Ijósi bílsins. Þar sást síðan hvít rönd, sem auðveldaði þeim eftir- förina í myrkrinu. Á líkan hátt höfðu þeir stað- sett dreng nálægt heimili Bills. Ef hann hefði farið heim, hefðu þeir náð honum. Á meðan höfðu þeir haldið til á tjaldstæði nálægt veginum við lítið veiðivatn um fimm milur frá Malls Ford. Þeir höfðu farið huldu höfði að deg- inum, en reikað um um nætur. Það heppnaðist nærri þvi. Símtal okkar Bills frá New- bridge hafði komið lögreglunni til að leita okkar. Koleski, sem vann öllum stundum að ráns- málinu, hafði verið staddur í aðalstöðvunum, þegar Marthe Liebendorffer hringdi og ákvað að gefa sér tíma til að koma okk- ur heilu og höldnu heim. Þegar þeir Hartigan mættu okkur ekki á veginum og það var nokkurn veginn víst, að eitthvað hefði orðið til að tefja okkur, kallaði hann á næsta eftirlitsbil og fór að kemba sveitina. Söluskemman stóð á hárri hæð og ljósin frá gluggum hennar sáust langt að. Þannig var það. Tígrisdýrin voru komin í búr og oki skelf- ingarinnar, sem við Tracey höfð- um legið undir í meira en fjóra mánuði, var létt af okkur. Við fiuttum aftur í okkar eigið hús og börnin léku sér í eigin garði og við hættum, er fram liðu stundir, að hrökkva upp og skjálfa, ef bíl var ekið hratt framhjá eða vindurinn skók trén um nætur. m Hvað sannar svo þetta? Svari því, hver sem getur. Málssóknin stóð iengur, miklu lengur en eltingaleikurinn. Roy Aspinwall fékk skjóta afgreiðslu. sálfræðingarnir litu einu sinni á hann og sendu hann beint á við- eigandi hæli. Foreldrar hans viðui’kenndu að hafa átt í erfið- leikum með hann. Þau höfðu neyðzt til að hafa bústaðaskipti nokkrum sinnum vegna afskipta Roys af minni börnum og dýrum. En þau héldu áfram að vona. — Þau voru öðlings manneskjur. Þau höfðu einungis viljað vernda Framhald í næsta blaði. AF HVERJU ENDILEGA IMAK? JÚ. IMAK GÚMMIHANZKARNIR ERU ÁVALLT MJÚKIR. ÞEIR ERU LIPRIR VIÐ HVERS KDNAR VINNU TIL SJÓ'S DG LANDS. IMAK HANZKAR ERU STERKIR. ÞAD BGRGAR SIG AÐ KAUPA IMAK. ÞESS VEGNA KAUPA ALLIR IMAK GÚMMÍHANZKA. Heildverzlun AIVDRÉSAR GUDMASONAR HVERFISGGTU VZ. SÍMAR ZG54G 16Z3D SEDRUS Einsmanns-svefnsófi stærð 140 cm, stækkanlegur upp í 185 cm með bakpúðunum. Sængurfatageymsla. Stólar fást í stíl við svefnsófana bæði við eins og tveggja manna sófa. Flest þau húsgögn er við höfum fást aðeins hjá okkur Höfum sérstaklega þægileg og hentug húsgögn ! litlar íbúðir oe einstaklinssherbergi. SEDRUS, húsgagnaverzlun Hverfisgötu 50 — Sími 18830.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.