Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 21
föremandi kjörtu UM daginn komst ég í dagbókina hennar Lottu — af tilviljun vel að merkja. Það kom mér ekki á óvart, að hún skyldi trúa dagbók fyrir marglit- um, spennandi og rómantískum atburð- um, því að það gera víst flestar þrettán ára stúlkur, en mér kom þetta samt á óvart, því að hún hafði talað inn á segulband, sem ég hélt að hún notaði einungis til að safna inn á ærandi bítla- lögum. Þegar það rann loks upp fyrir mér hvað segulbandið var að flytja, varð mér að sjálfsögðu ljóst, að ungl- ingarnir í dag hafa ekki tíma til að framan og svaraði öllum spurningum vitlaust það sem eftir var kennslustund- arinnar, og þá var ég viss um að ég væri búin að klófesta hann, og í matar- hléinu bauð hann mér í bíó, stúkusæti, á morgun. Ég er alveg rugluð þegar ég hugsa til þess. Ég hef aldrei setið í stúkusæti hjá strák, en eins og Dúna segir, einu sinni er allt fyrst. Það er svo þægilegt að sitja í stúkusætum, segir hún, ef mann langar til að halda í höndina á einhverjum. Jerimías. Ég er alveg frá! Þriðjudagur. Kæra dagbók! Þetta hef- ur verið hræðilegur dagur. Ég er alveg brjáluð út í pabba. Hann er nízkari en allt sem nízkt er. Hann Palli sagði í skólanum, að hann gæti því miður ekki boðið mér í bíó vegna þess að pabbi hans hefði neitað að láta hann hafa meira fyrirfram upp í vikuskammtinn, bjástra með pénna og blek, eða önnur úrelt fornnorræn skriffæri, hvað þá fornnorrænar dagbækur. Aftur á móti varð mér órótt af að hlusta á segul- bandið. Ég ætla að leyfa ykkur að heyra orð- rétt fyrstu metrana — svo lokaði ég. Ég var ekki viss um að ég hefði1 gott af að heyra meira. , ; f, ; „Mánudagur. Kæra dagbók! Þetta hefur verið ljómandi skemmtilegur dag- ur! Ég kynntist honum Palla í dag. Hann er nýr í skólanum. Voðalega fínn strákur — og sætur. Fyrst var hann svolítið skotinn í ÚIlu, þessari hund- leiðinlegu beinasleggju, en í latínutím- anum horfði ég lengi, lengi í augu hans, og þá varð hann eldrauður í og hann væri ! alveg blankur. Palli meina ég. Honum fannst þetta óskap- léga leiðinlegt, því að hann hefði hlakk- að svo mikið til. Ó, hann er svo sætur. í matarhléinu spurði hann hvort ég vildi ganga með hringinn hans. Dúna er líka með hringinn hans Hinriks, en hann er ekki nærri eins flott og hring- urinn hans Pallk. Ekta silfur með hauS’, kúpu, en ef maður snýr hringnum, þá er hann alveg éins og trúlofunarhring- ur. Svo sagði ég við Palla, að ég skyldi bara lána honúm fimmtíu kall fyrir bíómiðum, ef ég gæti slegið pabba, en auðvitað var pabbi ekkert nema fýlan þegar ég kom að spyrja hann. Hvað í ósköpunum ég ætlaði að gera með fimmtíu krónur? Hvort ég vissi ekki UTLASAGAN M EFTIR V WILLY BREINHOLST hvað fimmtíu krónur væru miklir pen- ingar? Þá sagði ég honum að ég yrði bara að kaupa nýja plötu, en hann haggaðist ekki. Svo fór ég til mömmu. En hún var auðvitað alveg blönk. Ég skil ekki hvernig hún fer að því að eyða öllum þessum peningum í allan mögulegan óþarfa. Ég er fokvond út f þau bæði tvö. Góða nótt! Miðvikudagur. Kæra dagbók! Úlla, þessi heimska gæs, er alltaf að gera sér dælt við Palla, en það þýðir bara ekkert fyrir hana. Þið hefðuð átt að sjá á henni fésið þegar ég sýndi henni hringinn hans Palla. Ég held að Palli taki þetta mjög alvarlega. í matar- hléinu var hann með tvær rjómaboll- ur, og þegar enginn sá til, rétti hann mér þá stærri. Svona gerir enginn nema sá sem þykir verulega vænt um mann. Til að sýna honum að ég elskaði hann líka, sagði ég honum, að ég myndi út- vega þessar fimmtíu krónur á morgun. Þegar ég kom heim, gekk ég í skrokk á pabba, en hann röflaði heil ósköp og vildi vita hvað ég ætlaði að gera rneð svo mikla peninga. Þá varð ég reið og gerði allt vitlaust, læsti mig inni og grét og neitaði að borða og sagði mömmu að þetta væri allt pabba að kenna, hann væri vitlaus og það endaði með að ég fékk þrjátíu krónur. Nú vantar mig bara tuttugu. Ég ætla að útvega þær á morgun. Fimmtudagur. Kæra dagbók! Þó að ég geti alls ekki þolað hana Úllu, þá hjálpaði hún mér í dag, greyið. Hana vantaði svo mikið þrjátíu krónur til að kaupa varalit, og ég lánaði henni mína peninga með því loforði, að ég fengi þá aftur á morgun, þegar hún fær vikuskammtinn, og að hún lánaði inér þá til viðbótar tuttugu krónur í .þakk- lætisskyni. í reikningstímanum skrif- aði ég Palla á miða, að hann gæti pantað stúkusætin á morgun. Allt í lagi, elskan svaraði hann, og ég ætla alltaf að geyma þennan miða við hjartastað. Ég hlakka óskaplega til morgundagsins. Góðá nótt, elskhugi minn. « Föstudagur. Kæra dagbók., Ég er alveg búin.að vera. Ég er búin að-gráta í þrjá tíma. Var í bíó með ltiöhámu og pabba að sjá „Brennandi hjörtu“, vegna þess að Palli kom ekki einá og ákveðið hafði verið. Gettu hver sat beint fyrir framan okkur, auðvitað fyr- ir þrjátíu krónurnar mínar? Palli og Úlla. Ég ætla að klóra úr henni augun á morgun, þessari bölvaðri frekju, þess- ari nautheimsku og illgjörnu gálu. ★ ★ J FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.