Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 25

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 25
Framh. á bls. 37. LJÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON TEXTh VILMUNDUR GYLFASON gekk einn þeirra fram og kynnti næsta lag með Vínardrengjakórsrödd. Sannarlega óvenjulegt Undir slíkum kringumstæðum. Síðan léku Akur- eyrarbítlarnir nokkur lög og alltaf voru undir- tektirnar samar. Þessir piltar mega vera ánægð- ir með árangur sinn, bæði var framkoma þeirra lil fyrirmyndar og svo voru þeir óvenju vel til # fara, og penir til höfuðsins. Að lokum gekk kynnirinn fram: Og að síðustu leikum við Hel-l-Ip. En ekki stóð þetta heima. því vissulega vildu hinir átta hundruð aðdáendur þeirra fá eitt aukalag. Næst komu fram reykvísk bítlahljómsveit sem kallar sig Tempó. Jókst þá hávaðinn um allan hclming, og andstætt fyrirrennurum þeirra á sviðinu slengdust þeir fram og til baka, og var helzt að sjá á einum gítarleikaranum að hann þyrfti að losa sig við eitthvað. Heldur var klæða- burður fjögurra þeirra óásjálegur, og hár þeirra ósnoturt. en aðspurðir sögðu þeir þetta vera það sem aðdáendur þeirra vildu, og væri því at- vinnurógur að fetta frekar fingur út í þetta. Og aðdáendur áttu þeir greinilega marga. ef dæma á eftir undirtektum áheyrenda. Tónflutn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.