Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Side 25

Fálkinn - 27.09.1965, Side 25
Framh. á bls. 37. LJÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON TEXTh VILMUNDUR GYLFASON gekk einn þeirra fram og kynnti næsta lag með Vínardrengjakórsrödd. Sannarlega óvenjulegt Undir slíkum kringumstæðum. Síðan léku Akur- eyrarbítlarnir nokkur lög og alltaf voru undir- tektirnar samar. Þessir piltar mega vera ánægð- ir með árangur sinn, bæði var framkoma þeirra lil fyrirmyndar og svo voru þeir óvenju vel til # fara, og penir til höfuðsins. Að lokum gekk kynnirinn fram: Og að síðustu leikum við Hel-l-Ip. En ekki stóð þetta heima. því vissulega vildu hinir átta hundruð aðdáendur þeirra fá eitt aukalag. Næst komu fram reykvísk bítlahljómsveit sem kallar sig Tempó. Jókst þá hávaðinn um allan hclming, og andstætt fyrirrennurum þeirra á sviðinu slengdust þeir fram og til baka, og var helzt að sjá á einum gítarleikaranum að hann þyrfti að losa sig við eitthvað. Heldur var klæða- burður fjögurra þeirra óásjálegur, og hár þeirra ósnoturt. en aðspurðir sögðu þeir þetta vera það sem aðdáendur þeirra vildu, og væri því at- vinnurógur að fetta frekar fingur út í þetta. Og aðdáendur áttu þeir greinilega marga. ef dæma á eftir undirtektum áheyrenda. Tónflutn-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.