Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 13
þurftu að segja eitthvað. Um kvöldið hringdi sím- inn. Það var hann. „Ætlarðu ekki að láta sjá þig í kvöld?“ spurði hann. „Hvað stendur til?“ spurði ég. „Nú afmælið, kona, afmælið. Manstu ekki eftir því? Ég var búinn að minnast á það við þig. „Já, jú alveg rétt,“ sagði ég. „Jú, ég skal reyna að koma. Ég hélt ekki að þetta væri í kvöld?“ „Hm, jæja reyndu að koma með eina eða tvær dömur með þér.“ „Já, allt í lagi,“ sagði ég dræmt og ákvað að hringja í Völu vinkonu mína. Við Vala fórum ekki af stað fyrr en klukkan ellefu. Mamma hans tók á móti okkur og spurði, hvers vegna við kæmum svo seint. Ég svaraði því til, að við hefðum verið að gæta systkina minna, þar sem mamma og pabbi hefðu ekki verið heima. Mamma hans er dásamleg kona, og það er eitt- hvað öryggi í að hafa hana nálægt sér. Þess vegna skammaðist ég mín fyrir að skrökva þessu, en ég gat ekki annað; því hvernig átti hún að geta skilið, að við höfðum ekki þorað að koma fyrr. Er ég gekk inn í stofuna, var ég svo hrædd, að ég hélt að hnén ætluðu að láta undan. Ég reyndi að setja upp kuldasvip, en veit ekki hvort það tókst. Plötuspilarinn var hátt stilltur og blandað- ist saman við hláturrokur og mas í fólkinu. Ein- hver sem gekk fremur óreglulega, rak sig á borð- ið og henti tveim glösum um koll. Hann horfði í kringum sig blóðhlaupnum augum, hló svo bjána- lega og fór að reyna að taka upp glösin. Ég leit í kringum mig og sá Auði og Stínu fyrrverandi kærustur Einars. Ég leit á Auði með fyrirlitning- arsvip og reyndi að ganga virðulega fram hjá henni. Kannski hef ég gengið eins og ég væri í klofháum stígvélum. Við Vala settumst út í horn. Ef einhver talaði til mín hrökk ég við, brosti og sagði já eða nei eða ha, já. já. Ég leit á Stínu og gat ekki annað en dáðst að henni. Þarna sat hún falleg, róleg og köld eins og vanalega. Mér fannst ég alltaf verða kjánalegri og kjánalegri, eftir því sem ég sat þarna lengur. Vala vinkona mín hafði verið með einum strákn- um þarna, en hann sat nú hjá annarri stelpu, rauðhærðxú. Þau voru úti í horni, hann hélt í hendina á henni og horfði á hana ástföngnum augum og leit svo öðru hvoru á Völu til að vita hvort hún sæi það ekki. Vala hnippti í mig, og ég leit á þau. Sú rauðhærða hafði nú krosslagt fæt- urna, og kjóllinn hafði kippzt upp, svo sást í sokkaböndin og hvít lærin. Við gátum ekki stillt okkur um að skella upp úr. Ari leit á okkur og sagði hæðnislega við rauðtoppu sína: „Stelpunum þarna í horninu líkar betur að kjóllinn sé hérna.“ Hann benti á hnén á sér. „Ó, guð,“ kvakaði hún og flissaði. Við vorum oi'ðnar leiðar á þessum skrípaleik og þóttumst nú ekki taka eftir skötuhjúunum í horn- inu lengur. Eiríkur talaði lítið við mig, og ég var oi'ðin svo taugaóstyrk, að ég gat varla brosað leng- ur. Mér fannst Stína og Auður alltaf verða fallegri og fallegri en hafði það á tilfinningunni, að nefið Framh. á bls. 42. NÝ AB BOK GRAHAM GREENE: .Bezta njósnasagan, sem ég heli nokkru sinni lesið”. IAN FLEMMING: .Mjög. mjög góá njósna- saga“. Þessi skóldsaga Ijallar um njósnir og gagn- ^ njósnir stórveldanna ó dögum kalda striðsins. Hún gerisr aðallega i London og í V- og A- Berlin. Mest selda njósnasagan f heiminum um þessar mundir. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.