Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 41

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 41
8oo krðnur £ verðl, AF Þar sem vitað er að mjög margir lesendur Fálkans hafa |gaman af að spreyta sig á gátum og heilabrotum er það |okkur ánægjuefni að geta kynnt nýja orðaþraut, sem við í.köllum ORÐ AF ORÐI. | Ef við lítum nú á teikninguna hér til hliðar sjáum við Uykilorðið SLETTIREKA. Út frá þessu orði eru mynduð ný orð í láréttu línunum og eru eingöngu notaðir þeir staf- ir sem finnast í lykilorðinu, þannig að hver stafur í lykil- orðinu verður byrjunarstafur í lárétta orðinu. I Bókstaf má nota eins oft og hann fyrirfinnst í lykilorðinu, ! þannig má nota t tvisvar og e tvisvar í hverju orði í þess- | ari þraut. \ Hver bókstafur eykur gildi sitt því oftar sem hann er :notaður; fyrst fær hann 1, síðan 2 o. s. frv. Bókstafirnir ;jí lykilorðinu eru taldir með. Lítum á eftirfarandi dæmi: Það er því um að gera að nota sama bókstafinn sem oft- ast og búa til eins löng orð og mögulegt er — þó má orðið ekki vera lengra en átta bókstafir. Þið leggið svo saman hverja línu fyrir sig og færið töluna í reitinn lengst til hægri. Að lokum eru tölurnar lagðar saman og þá sjáið þið hvað þið hafið fengið mörg stig. Hvaða orð má ekki nota. Bannað er að nota eiginnöfn, svo sem persónuheiti og • staðaheiti, ennfremur heimatilbúin orð og önnur orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi réttritunarreglum. Það skal tekið j skýrt fram að leyfilegt er að nota beygingarendingar og ennfremur: það sem ekki er bannað er leyfilegt. F] s SAMI \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ > \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ > \ \ \ \ \ > \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ \ K" \ \ \ \ \ Nafn: ........................... Samtalé: Heimilisfang: .................................. Verðlaun. Fálkinn veitir þrenn verðlaun fyrir beztu lausnir. 1. verð- laun kr. 500,00, 2. verðlaun kr. 200,00 og 3. verðlaun kr. 100,00. Ef margir ná sama stigafjölda verður dregið um verðlaunin. Frestur til að skila lausnum er hálfur mánuður, en úrslit verða birt 25. október. ORÐ AF ORÐI mun koma vikulega á þessum stað. Lausnin. Fyllið út formið með orðum, leggið saman gildi hvers stafs og færið útkomuna í reitina yzt t. h. og lokatöluna fyrir neðan, ásamt nafni og heimilisfangi. Merkið um- slagið: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411 og neðantil: ORÐ AF ORÐI 1, • Rnni Framh. af bls. 19. þjóðlagasöngvaranna . . . skil- urðu. En þegar við komum í land, skildum við, að engin þjóð, hvort sem hún er skáld- leg eða ekki, gæti annað en talað um verðlagið eins og Það er hér. Eitt af því fyrsta, sem við tókum eftir í viðræðum við Isléndinga var, að þeir dást að stórskáldum sínum. Margt miðaldra fólk var svo kurteist, að það fór — eftir langa þögn — að minnast á aðra rithöf- hnda, þegar við nefndum Hall- dór Kiljan Laxnes. Líklega hefur það ekki viljað láta okk- ur fá minnimáttarkennd af því, að við eigum engan eins heims- frægan rithöfund og fór því að minnast á minni spámenn, sem hafa sama bókmenntagildi og okkar menn. ★ GESTRISNI EÐA TVÆR KVEÐJUR TIL ÁKVEÐ- INS FÓLKS. Ég hef aldrei heyrt um þjóð sem ekki er sögð gestrisin i byrjun hverrar greinar, sem um hana er rituð. íslendingar eru engin undantekning frá þess- ari viðteknu reglu, — en okk- ur brá í brún, þegar við kom- umst að því, að um ísland eru þetta ekki — mirabile visu — orðin tóm. Þegar við komum frá skipi og spurðum næsta mann á hafn- arbakkanum, hvar við fyndum strætisvagninn, sem gengi inn í Álfheima, opnaði hann aftur- dyrnar á bílnum sínum, setti farangur okkar inn í bílinn og benti okkur að fara sömu leið. Ó, þetta er svo langt, sögðum við hvort við annað. — Þegar hann var búinn að aka í svo sem 10 mínútur, fór ég að leita að mælinum, — en árangurs- laust. Bílstjórinn talaði ekki ensku, og við gátum ekki skil- ið íslenzkuna hans, vegna þess, að við töluðum sænsku. Næstu fimm mínúturnar ráðguðumst við um það okkar á milli, hvern- ig við ættum að fara að því að vinna aftur upp aurana, sem við misstum þarna. Þá vorum við komin inn í Álfheima til leigumóður okkar. Áður en við komum upp nokkru orði, sagði bílstjórinn: „Gjörið þið svo vel,“ og var horfinn. Ef þú — óþekkti gustukamaður, — lest þessar línur, — þiggðu þær þakkir okkar, sem við vor- um of hissa til að færa þér, áður en þú fórst. Við viljum líka senda beztu kveðjur til unga mannsins með bítlahárið, sem þaut framhjá okkur á 100 kíló- metra hraða í rauða Mosk- vitchnum sínum og gaf okkur langt nef, þegar við vorum að fara ,,á puttanum“ til Gullfoss og Geysis. Við þóttumst hafa himin höndum tekið að sjá þig, FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.