Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 37

Fálkinn - 27.09.1965, Blaðsíða 37
undir Vínarfundinn er iokið og herra Simon verður til taks með nákvæma frásögn um hádegis- bik 1 öðru lagi get ég tilkynnt em- bættisveitingu í utanríkisþjón- ustunni. Þegar Öldungadeildin kemur saman, ætla ég að leggja fyrir hana til staðfestingar út- nefningu í ambassadorsstöðuna í Chile, sem verið hefur laus um skeið. Ég hef skipað í embættið herra Henry Whitney, mann úr útanríkisþjónustunni sem sýnt hefur fágæta framtakssemi og dugnað. Hann er sem stendur aðah’æðismaður á Spáni. I þriðja lagi hef ég fallizt á nokkrar lausnarbeiðnir háttsettra manna í hernum. Þessir liðsfor- ingjar eru: George Seager, yfir- foringi Vandenberg eldflauga- stöðvarinnar, Topping Wilson aðmíráll, yfirforingi Kyrrahafs- flotáns, Farley C. Barnswell að- míráll, yfirmaður Sjötta flotans á Miðjarðarhafi, og Thomas R. Hastings hershöfðingi, yfirfor- ingi Fyrsta loftflutta hersins í Fort Bragg. Þeir foringjar á hverjum stað sem gengið hafa næstir þesum mönnum að tign taka við störfum þeirra. Malcolm Waters frá Associ- ated Press: Herra forseti! Forsetinn: Afsakið, herra Wat- ers, en ég er með eina tilkynn- ingu enn. Éins og ykkur öllum er kunnugt hefur forsetinn jafn- an haft í þjónustu sinni þrjá hermálafulltrúa, sinn frá hverri hergrein, landher, flota og flug- her. Mér finnst tími til kominn til að landgönguliða sé bætt við, og þess vegna hef ég ákveðið að skipa Martin J. Casey ofursta landgönguliðsfull- trúa minn. Hann verður jafn- framt hækkaður í tign og gerð- ur að hershöfðingja. Hal Brennan frá New York Times: Herra forseti, okkur hafa borizt frá ábyggilegum heimild- um fregnir af að för yðar til Vínar til fundar við Feemerov forsætisráðherra standi í sam- bandi við leynilega vitneskju sem varði fyrirætlanir Rússa um. framkvæmd á sáttmálanum. Ér þet.ta rétt, herra minn? .Forsetinn: Því miður get ég ekkert frekar sagt um Vínar- fppdinn fyrr en hann er afstað- inn. , Rutli Everson frá New Orle- ans Times-Picayune: Herra íor- seji, fólk í Lousiana hefur áhyggjur af öryggi landsins vegna brottvikninga alira þess- ara háttsettu herforingja. Hafið þér hugleitt það? , Forsetinn: Ég þóttist taka skýrt fram á laugardaginn að sjálfur geri ég mér engar slíkar áhyggjur. 1 öllum hergreinum er vöi á mörgum ágætum, reynd- um og skylduræknum mönnum sem eru reiðubúnir til að taka við ábyrgð á herstjórn. Eclgar St. John frá Washing- ton Post: Herra forseti, um helg- ina hefur mikið verið boiialagt um pólitlska þýðingu þessara lapsnarbeiðna. Teljið þér iíklegt að, Scott hershöfðingi verði í framboði gegn yður við næstu kosningar? Forsetinn: Eddie, þú færð mig ekki til að tilkynna að ég gefi kost á mér til endurkjörs. (hiát- ur.) Ekki að minnsta kosti í dag. Ernest Dubois frá Los Angles Times: Herra forseti, hefur yður gefizt tækifæri til að ræða við fylkisstjóra Kaliforníu um skip- un eftirmanns eftir Prentice öld- ungadeildarmann? Forsetinn: Ég tel að slíkt væri óviðeigandi. Ég efast ekki um að fylkisstjórinn gerir skyldu sína án minnar hjálpar þegar tími er til kominn. En ég vil nota tækifærið til að segja, að Pren- tice öldungadeildamaður féll frá langt um aldur fram, og eríitt verður að fylla skarðið eftir hann. Peter Benjamin frá United Features: Herra forseti, þetta er viðkvæm spurning, og ég ætla að reyna að orða hana vandlega. Undanfarna daga hafa ýmsr sög- ur gengið hér í borginni um að miklu meira en sáttmálinn hafi verið í húfi og máske hafi verið uppi hugmyndir um... ja að kollvarpa ríkisstjórninni. Haíið þér vitneskju um nokkuð i hern- um sem miðað hafi að þvi að breyta núverandi fyrirkomulagi? Forsetinn: Ég er viss um, herra Benjamin, að þér ætlið ekki N að gefa i skyn að Scott hershöfðingi hafi leitazt við að hrifsa einhver völd borgaralegra yfirvalda. Slíkt væri eins og gef- ur að skilja fjarstæða. Mér er þó kunnugt um þessar kviksög- ur, og ég vil gjarnan svara yður eins nákvæmlega og mér er unnt. Land okkar býr við beztu stjórnarskrá sem mönnum hefur enn tekizt að semja. Hún er ein- stæð. Stjórnarskrá okkar og sú stjórnskipun sem af henni leiðir er undirstöðukennslugrein í her- skólanum, jafnvel enn frekar en í öðrúm- skólum okkar. For- ingjaefnin tjleinka sér hana þár. Og alla starfsævi 'sína þurfa þelr að iifa í nánari snertingu við ákvæði hennar en flestir óbreytt- ir borgarar. Þegar við hugleið- um máiið, komumst við að raun um að þetta er máske dýrmæt- asta hefð hers qkkar, og eins og nú hagar til er hún vissulega sú þýðingarmesta, því að eftir tilkomu eldflauga og gervihnatta og kjarnorkuvopna geta herfor- ingjar tekið ráðin, i hvaða landi sem er, með þvi einu áð þrýsta á nokkra takka. Ég er þess full- viss, að bandaríska þjóðin trúir því ekki að nokkur slík hugsun hafi nokkru sinni flögrað að einum einasta herstjórnanda í herafla okkar frá því ríkið var stofnað. Við skulum biðja þess að slíkt megi aldrei ske. Malcolm Waters frá Associa- ted Press: Þakka yður fyrir, herra forseti. ENDIR. The Kfnks Framh. af bls. 25. ingur þessara pilta er eflaust méð ágætum, en persónulega mundi ég ráðleggja þeim klipp- ingu og fataskipti áður en þeir koma næst fram. Nú var hlé um stund og víkur þá sögunni að undirheim- um Austurbæjarbíós, sem jafn- framt voru samastaður Kinksar- anna. Tveir þeirra sátu þar á skakk í stólum og biðu þess að koma fram, en hinir tveir, sem munu vera bræður stóðu í einu horninu og sungu hver fyrir annan. Sá minni var greinilega að leyfa þeim stærri að heyra nýtt lag, og virtist söngvarinn fá góðar undirtekt- ir hlustandans. Nú var allt tilbúið og Ómar kynnir Ragnarsson gekk fram fyrir tjöldin og tilkynnti sviðs- komu bretabítlanna. Þriggja mínútna fagnaðarlæti og tjöld- in dregin frá. í upphafi sneru Kinksararnir baki við aðdáend- um sínum, en sneru sér síðan við og sungu óð til islenzkrar æsku: — Oh girl, I want to be with you. Þegar þeir voru hálfnaðir með þessa bæn sína voru að- dáendurnir að meira eða minna leyti staðnir upp úr sætum sín- um og eins og • geta má nærri fór forráðamönnúm hússins ekki að lítast' á blikuna. Tóku þeir það því til brágðs að taka rafmagn af gíturumi bretanna, tjaldið var dregið fyrir og Ómar kynnir Ragnarsson tilkynnti það, að þeir fengju ekki raf- magnið aftur, nema gestir húss- • ins settust aftur í sæti sín. Þetta dúgði; að tíu sekúndum liðnum voru allir seztir niður aftur. En þá er að segja frá Kinksurununi þeir urðU reiðir vegna þessarar frekju húsráð- enda og hótuðu jafnvel að yfir- gefa húsið. En þeir voru talaðir til, og komu síðan aftur fram, tjaldið dregið frá, og þeir byrj- uðu að nýju. Vart þarf að kynna söng og hljóðfæraleik þessara manna, og það er víst, að hvað sem annars má segja um sviðsfram- komu þeirra þá var hún örugg. Einnig voru þeir snyrtilegir í klæðaburði, svo ekki hafa fyrr- nefndir íslendingar klæðaburð- aráhrifin þaðan. Eftir þetta kom ekkert það fyrir, sem um er þörf að ræða Framh. á bls. 42. -k TEXAS OIL COfAPANY WAHTS MAN OVER 30 >f We need a good man at once and we are willing to pay top earnings. We prefer someone between the ages of 30 and 65 who can sell to industrial and rural property owners. WORTH $12.000 Our -.top men draw ex- ceptional earnings of from $ 12,000 to $ 26,000 in a year. This opening is worth just as much to the right man. We furnish complete selling equip- ment. We take care of all deliveries, and collec- tions. Pay earnings in advance. Write a confi- dential letter to: A. A. Dickerson, Presi- dent, Southwestern Petr- oleum Corporation, P. O. Box 789, Fort Worth 1, i Texas. * FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.