Fálkinn - 20.12.1965, Síða 9
„Síðastliðið sumar — seint — hitti Julie mann. Eg veit ekki
hvar, eða hvort Angela vissi um það. Ég .. .“ Hann hætti aft-
ur. „Það var dálítið einkennilegt,“ sagði hann. Svo stóð
hann upp. „Ef þið hafið ekki borðað, þá þætti mér mjög
gaman að bjóða ykkur að borða hér út á Walpole." Þau
horfðu undrandi á hann. „Þetta er góður matstaður — og
rólegur.“
„En ætlaðir þú ekki að fara að segja okkur frá þessum
manni?“ spurði John.
„Ég hef ekki gleymt honum,“ sagði Higby. „Ég sá Julie
með þessum manni á Walpole-veitingahúsinu síðastliðinn
október."
Það var ekki langt að fara, og staðurinn var lítill og þægi-
lega dimmur. Þegar þau komu var hann tómur.
„Hér er yfirleitt troðfullt um helgar,“ sagði prestur, „en
það er ekki óalgengt, að hann sé tómur í miðri viku. Ég hafði
þaldið, að hann væri það einnig þetta kvöld í október. En þá
gá ég þetta par — þarna.“ Hann benti á lítið afskekkt borð
innst.
„Maðurinn var að tala við stúlkuna,“ sagði hann. „Þvi
næst stóð hún upp. Svo komu þau að borðinu til mín. Mað-
urinn var ámóta á hæð og þú, John. Hann var í áberandi
sportjakka. Stúlkan sagðist vera Julie Titus. Hún spurði
hvort ég myndi eftir sér. Hún virtist vera að flýta sér — al-
veg eins og hún hefði ákveðið að gera eitthvað og væri um-
íram um að ljúka því af sem fyrst. Þú veizt, hvað ég meina,
góða mín?“ Þetta var sagt til Barböru. „Jú,“ sagði Barbara.
, „Hún bauð gott kvöld, og bunaði svo út úr sér, að hana
langaði til að kynna vin sinn fyrir mér. Hún sagði: „Þetta
er John Hayward, vinur minn.“
Þau fylgdu hr. Higby aftur heim á prestssetrið, og hann
sagðist vera leiður yfir, að þetta hefði endað svona, og John
sagðist vera viss um, að hann hefði gert allt, sem hægt væri.
Þau óku í áttina til New York. Hann stýrði umhugsi;nar-
laust.
Ég er eins og brúða á streng — hugsaði hann með sér —
óhæfur til að taka ákvörðun. Ég er yfirbugaður. Efinn var
kominn aftur.
Barbara sat við hlið hans. Samt er ég einn, hugsaði hann.
Svona var þetta einu sinni — fyrir löngu. (Ég lifi í miðju
einmanaleikans — nafn mitt er kallað allt í kringum mig.
„Heyrir þú til mín, John Hayward?“ Ég svara: „Já, ég heyri
til þín, læknir, en þeir heyra ekki til mín, þegar ég tala.
fig • • •“)
„John,“ sagði Barbara, „hlustaðu á mig, John.“
(„Hayward,” segir læknirinn, „hlustaðu á mig. Heyrir þú
hvað ég er að segja?“
„Já, ég heyri hvað þú segir,“ sagði John Hayward. „Heyrir
þú ekki þegar ég svara, læknir?“
En læknirinn var of langt í burtu, og heyrði ekki hvað hann
sagði. „Þetta lagast allt,“ sagði læknirinn. „Þetta er eingöngu
tímaspursmál — það er allt og sumt.“).
„John,“ sagði Barbara. „Komdu út úr þessum hugarheimi."
„Það er allt í lagi með mig,“ sagði hann. „Það var sprengju-
kúla.“
;Hún sat þögul um stund. Þögn hennar var þrungin. Hún
var að koma hugsunum sínum í réttan farveg. Svo sagði hún:
„John, þessi maður, - sem var með Julie .. .“ hún hikaði.
„Higby er alveg viss um, að það varst ekki þú.“
„Hann getur ekki svarið, að það var ekki ég. Ef hann yrði
kallaður sem vitni — talaði við lögregluna — þá yrði hann
að segja, að stúlkan hefði kynnt þennan mann sem John
Hayward. Hann yrði að segja, að hann hefði verið í sams
konar áberandi sportjakka — sams konar og lögreglan mun
segjast hafa fundið í íbúðinni minni.“
„Stöðvaðu bílinn einhvers staðar,“ sagði Barbara, „við get-
um ekki talað saman svona.“ Hann stoppaði við afleggjara.
Hann snéri sér að Barböru.
„Þessi maður,“ sagði hún, „byrjaði þetta allt saman. Hann
neyddi Julie til að kynna sig fyrir hr. Higby sem John Hay-
ward. Það var hluti af áætluninni.“
„Já, ég hugsa það, Barbara. Ég man ekki eftir að 'haía
komið inn á þetta veitingahús fyrr.“
HEILDSÖLUBIRGÐIR
KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F.
SÍMI 24120
ioxsi l roiini\A
bílal(‘i^a
ma^niisar
skipholíi 21
símar: 211510-2111(5
Haukur (fudntuhíf'óócn
HEIIVI ASÍMl 21037
Framh. í næsta blaði.
FALKINN
9