Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Side 35

Fálkinn - 20.12.1965, Side 35
töflu. Svo sagöi hún við Sam: „Það kemur gestur og drekkur te hjá mér í dag.“ „Einmitt það,“ sagði hann, „já, ég verð heima.“ Svo hélt hann áfram að lesa í bókinni. Það gat gert mann sturl- aðan. „Hvenær ferðu aftur að vinna?“ neyddi hún sjálfa sig til að spyrja. „Það færðu að vita þegar að því kemur. . . En þú skalt ekki ímynda þér, að ég ætli að þræla fyrir þessum fimmtíu pundum handa honum frænda þínum nei, fari það kolbrennt! Það skaltu sjálf fá að paufast við — þótt þú verðir tíu ár að því.“ „Þú... þú ómennið þitt!“ hvíslaði hún. En hún fann aftur kvíðatilfinn- inguna í maganum. Sam hélt áfram að lesa. Það kom aðeins ein lest eftir hádegið. Hún hefði getað farið þangað. En hún varð kyrr heima. Hún vildi ekki eiga á hættu að Ted hliðraði sér hjá að koma með henni heim til Sams. Suðan var að koma upp á vatninu á eldavélinni, þeg- ar kvað við í dyrahamrinum. Sam hélt áfram að lesa; hann var enn í gömlu buxunum og með uppbrettar skyrtu- ermar. Hún lét aftur eldhúsdyrnar að baki sér: hún var með hjartað í kverk- unum. Á dyraþrepinu stóð Ted með litla tösku, nýjan, mjúkan hatt og regn- frakkann snyrtilega samanbrotinn á handleggnum. Hann var hreint og beint álitlegur, hugsaði hún með sér, og mað- ur, sem ferðast langar leiðir til þess að viðhalda sumarleyfiskunningsskap, hlýt- ur að hafa einhvern áhuga. Sjálfstraust hennar jókst. „Sæl, Megan — ég þori að veðja að þú áttir ekki von á að sjá mig framar,“ sagði hann kokhraustur. Hún brosti blítt með grátviprur í vörunum og reyndi að leika hina undir- okuðu konu, sem grátbiður um hjálp. Hún þrýsti handlegg hans, kjökraði lágt við öxl hans og lét hann finna ilminn úr hári sínu, sem hún hafði þvegið um morguninn. Hann sagði hálf hikandi: „Jæja, hvað er að? Svona, svona. Hefurðu saknað mín?“ „Það hefur gerzt dálítið," hvíslaði hún. „Maðurinn minn er hérna.“ Hann stirðnaði upp. „En þú sagðir mér að hann væri dáinn.“ „Það var rangt. Honum var bjargað þegar hann hafði verið grafinn í nám- unni í heila viku... Ó, Ted, hann hef- ur verið svo vondur við mig. Ég hef verið að því kominn að sturlast. Ég þoli þetta ekki lengur, nei ég þoli það ekki.“ Hún ríghélt í handlegginn á honum. Kona höfðar sjaldan árangurslaust til verndaraeðlisins í karlmanninum. Enda þótt Ted væri enn töluvert ruglaður í ríminu, kom nú einbeittnissvipur á andlit hans. Hann hafði verið í Ind- landi og leit á sig sem heimsmann. Ljótt og harðneskjulegt námahéraðið með dimmleitum fjöllunum hafði verkað ömurlega á hann og hér stóð hann nú frammi fyrir fíngerðri kvenveru, sem á raunalegan hátt var hlekkjuð við þennan stað fyrir tilstilli einhvers ruddamennis, sem fór illa með hana. Samt lét hann sér nægja að muldra gætilega: „Viltu þá að ég tali við hann?“ „Já,“ hvíslaði hún ofurlágt. „Og ætlarðu svo að strjúka með mér?“ spurði hann og fór hálfgert um hann. Hún lagði aftur höfuðið að öxl hans, full trúnaðartrausts og sagði svo lágt að varla heyrðist: „Já.“ Sam leit upp úr bókinni, þegar þau komu inn. Það var lagt á borð, hreint og snyrtilega, þótt ekki færi mikið fyr- ir meðlætinu. Sam sýndist grófgerður og verkamannslegur við hliðina á Ted, sem var hár og grannur. Glóð hafði skyndilega kviknað í augum Megans og hún sagði við mann sinn sem kink- aði stuttaralega kolli til gestsins: „Þetta er kunningi minn, sem ég hitti í Weston- super-Mare.“ „Friðill þinn áttu við,“ hreytti hann út úr sér og sendi Ted grimmilegt augnatillit. „Viltu ekki fá þér sæti, Ted,“ sagði hún og lét sem hún heyrði ekki athuga- semd Sams. Síðan fór hún að hella vatni í ketilinn. „Heyrðu, bíddu aðeins við!“ hrópaði Sam. „Friðlar minnar konu setjast ekki við tedrykkju í mínu húsi.“ „Láttu ekki eins og kjáni,“ sagði hún hikandi og hélt áfram að hella upp á. Hann lyfti öðrum fætinum og spark- aði tekatlinum úr höndunum á henni. Hann mölbrotnaði á eldavélinni. Megan fór að vola; ef til vill hafði hún brennzt á höndunum. „Heyrðu mig nú!“ varð Ted að orði. Sam hallaði sér aftur á bak og horfði beint á hann. ..Hvað hafið þér hugsað yður að gera í þessu máli?“ spurði hann; en röddin var stillileg og hæversk. Framh. í næsta blaði. MYNDAÞRAUTm Þessi myndaþraut er fyrir börn og unglinga 15 ára og yngri. Mynd- irnar virðast vera eins í fljótu bragði, en ef þið athugið neðri myndina betur þá eig- ið þið að finna 10 skekkjur á henni. Þið skuluð merkja staðina með hringjum eða krossum og klippa myndirnar síðan út, senda okkur úrlausn- ina ásamt nafni og heimilisfangi. Bókaút- gáfa Æskunnar ætlar að veita 10 bækur í verðlaun og þið veljið sjálf þá bók sem ykk- ur langar að eignazt. Bækurnar, sem þið getið valið um, heita: Stína, David Copperfield, Blómarós, Anna Lísa 13 ára, Hart á móti hörðu, Leitin að loftstein- inuin, Á flótta með bangsa. Lausnir skulu hafa borizt fyrir 10. janúar. Utanáskriftin er: Vikublaðið FÁLKINN, pósthólf 1411, Reykjavík. Merkt: myndaþraut. FALKINN 35

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.