Fálkinn - 20.12.1965, Blaðsíða 38
ES
SÆTARBRAUÐSDRENGUR OG SÆTARBRAUÐSSTÚLKA .
Lofið börnunum að baka sætabrauðsdrengi og sætabrauðs-
stúlkur, þau hafa af því mikla skemmtun og svo eru kökurn-
ar fallegt skraut á jólatréð og jólaborðið.
DEIGIÐ
3 dl púðursykur
100 g smjörlíki
2 dl síróp
1 msk. kanell
1 msk. negull
1 msk. natron
3 dl. rjómabland
nál. 1 kg hveiti
Sykur, smjörlíki, síróp, krydd og natron hitað saman við
vægan hita, þar til það er vel bráðið. Rjómablandinu hrært
smátt og smátt saman við, hrært vel í á milli. Kælt. Hveitinu
blandað smátt og smátt saman við. Deigið þarf að vera nokk-
uð fast, svo að figúrurnar haldi lagi. Deigið geymt til næsta
dags eða jafnvel lengur. Deigið flatt út frekar þykkt (um
3 mm). Deigið skorið út eftir fyrirframgerðum pappamynztr-
um, notið vel beittan hníf. Kökurnar bakaðar við 200°, þar til
þær eru fallega ljósbrúnar og harðar.
Þegar kökurnar eru kaldar er sprautað á þær sykurbráð:
3 dl flórsykur %—% eggjahvíta, nokkrir dropar af ediki eða
síírónusafa.
Flórsykrinum sáldrað, hrærður vel með það mikilli eggja-
hvítu og safa að bráðin sé þykk og seigfljótandi. Búið til
kramarhús úr smjörpappír, klippið gat á oddann, bráðin sett
í, sprautað á kökurnar, Skreytt með silfurkúlum.
38
FALKINN