Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 38

Fálkinn - 20.12.1965, Qupperneq 38
ES SÆTARBRAUÐSDRENGUR OG SÆTARBRAUÐSSTÚLKA . Lofið börnunum að baka sætabrauðsdrengi og sætabrauðs- stúlkur, þau hafa af því mikla skemmtun og svo eru kökurn- ar fallegt skraut á jólatréð og jólaborðið. DEIGIÐ 3 dl púðursykur 100 g smjörlíki 2 dl síróp 1 msk. kanell 1 msk. negull 1 msk. natron 3 dl. rjómabland nál. 1 kg hveiti Sykur, smjörlíki, síróp, krydd og natron hitað saman við vægan hita, þar til það er vel bráðið. Rjómablandinu hrært smátt og smátt saman við, hrært vel í á milli. Kælt. Hveitinu blandað smátt og smátt saman við. Deigið þarf að vera nokk- uð fast, svo að figúrurnar haldi lagi. Deigið geymt til næsta dags eða jafnvel lengur. Deigið flatt út frekar þykkt (um 3 mm). Deigið skorið út eftir fyrirframgerðum pappamynztr- um, notið vel beittan hníf. Kökurnar bakaðar við 200°, þar til þær eru fallega ljósbrúnar og harðar. Þegar kökurnar eru kaldar er sprautað á þær sykurbráð: 3 dl flórsykur %—% eggjahvíta, nokkrir dropar af ediki eða síírónusafa. Flórsykrinum sáldrað, hrærður vel með það mikilli eggja- hvítu og safa að bráðin sé þykk og seigfljótandi. Búið til kramarhús úr smjörpappír, klippið gat á oddann, bráðin sett í, sprautað á kökurnar, Skreytt með silfurkúlum. 38 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.