Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1966, Qupperneq 11

Fálkinn - 17.01.1966, Qupperneq 11
Elizabeth Ruth Davis og hún hefur alla ævi leitað að einhverjum draumaprinsi, manni sem er nógu gáfaður og sterkur til að kúga hana til undirgefni. En hún hef- ur aldrei fundið hann þrátt fyrir fjögur hjónabönd og niðurstaða hennar er biturleg: Karlmenn eru veiklund- aðir, þeir eru eyðilagðir af mæðrum sínum og dragast þar af leiðandi að persónustyrkum konum og það getur ekki endað með öðru en ósköpum. Og hún kann einnig sitt hvað fyrir sér í kenningum Freuds gamla: — Flestir karlmenn leita föðurs í þeim konum, sem þeir ganga að eiga, en í því tilliti er ég sú lélegasta sem hægt er að hugsa sér. Samt sem áður varð hún snemma að taka að sér hlut- verk föðurins í fjölskyldunni. Fyrsta orðið sem hún lærði. var ,,pabbi“, en það hjálpaði henni ekki til að vinna ást föðurins. Honum fannst Ruth Elizabeth og Bobby systir hennar vera leiðinleg börn. Honum leidd- ust allir hlutir. Hann var þungbrýnn ósanngjarn og uppstökkur af velskum ættum'sem hægt var að rekja allt aftur til strangtrúaðra mótmælenda og púrítana á dögum Elísabetar I . Englandsdrottningar. Hann var íhaldssamur á gamla siði. Börnin fengu ekki að borða við sama borð og þeir fullorðnu og ef þau á annað borð máttu láta sjá sig, máttu þau ekki fyrir nokkurn* mun láta til sín heyra. Ruth Elizabet bar mikla virðingu fyrir skörpum gáfum föður sins og þeim metnaði hans að verða framúrskarandi lögfræðingur sem hann varð. Framh. á bls. 26 MYNDIRNAR: Lengst til vinstri: Bette Davis; næsta mynd: í hlutverki EHsabetar I. í „Elskliugi drottningarinnar“. Gera þurfti sérstakan stól fyrir leik- konuna, vegna hins fyrirferðarmikla húnings; myndin að ofan: Appel Annie er eitt af stærstu og eftirminnilegustu hlutverkum, sem Bette Davis hefur leikið á seinni árum. FÁLKINN 11 t

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.