Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1966, Qupperneq 11

Fálkinn - 18.04.1966, Qupperneq 11
Bréfarusl, kjöt og rauður litur. Fyrirburður i leikhúsi í París. verk í leikhúsi, og við uppsetningu hans eru ýmsir hlutir notaðir á furðulegan hátt, svipað því sem svo- nefndir „pop“listamenn gera, sem nota kókflöskur og skrípamyndasögur við listtjáningu sína og mála jafnvel á holræsapípur. Til sumra fyrirburðanna er líka stofnað af tónlistarmönnum, sem beita þá ímynd- unaraflinu til að tjá tónlistina á sem frumlegastan hátt. Réttasta skilgreiningin er kannski sú, að fyrir- burður sé list „lifandi mynda“, enda hafa fyrirburð- ir oft verið kynntir á þann hátt. Lifandi myndir Kaprows voru aðeins fyrirboði þess- arar nýju liststefnu. Síðar hættu listmálararnir alveg við myndirnar og sneru sér að öðru efni sem orðið er vandamál í þróuðu löndunum mörgum hverjum sökum erfiðleikanna á að losa sig við það: þeir hag- nýttu sér alls konar aflóga drasl. Og það er raunar sorglegt til þess að vita, að brotajárni skuli vera ekið í sjóinn í stórum stíl, þegar hugsað er til allra þeirra ónýttu möguleika, sem þar fara forgörðum. 1960 gerði Svisslendingurinn Jean Tinguely risavaxna „furðumaskínu", sem lagði sjálfa sig í rúst fyrir eigin vélarafli með miklum hávaða, spúandi eldi og eimyrju. í Þýzkalandi beindist þróun fyrirburða- stefnunnar einnig að því að hagnýta úrgang mann- félagsins: 1961 ók Wolf Vostell með nokkra Kölnarbúa í stórum fólksflutningabíl fram hjá hrúgum af rusli og hengil- rifnum auglýsingaspjöldum. 1962 endurtók hann þetta í París og nú í reglulegum „Blöðrukonsert“ í Vín 1964. Otto Múhl gefur vel þroskuðu stúlkubarni pelann. FALK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.