Fálkinn - 18.04.1966, Page 45
G Arfur án erfingja
Framh. af bls. 43.
iö til mála fyrir þau að vera
þar kyrr og yrkja jörðina. Þau
höfðu fengið að þreifa á því,
sem gat gerzt þegar rússneski
herinn kæmi, og með nýju
landamærunum voru Rússarnir
aðeins eina dagleið í burtu.
Þetta vii-tist þeim jafnvel enn
þyngra á metunum en hin
hættulega aðstaða liðþjálfans
sem liðhlaupa. Það lá í augum
uppi, að þau yrðu að leita þang-
.að, sem hvorki væru Rússar ne
Prússar og; hi'n þungaða Mafía
■ gæti alið upþ börh þeirrá í
vissu um að geta aflað; þeim
matar.
í byrjun nóvember 1807
lögðu þau af stað með kerru,
sem hann hafði barið saman úr
hinum gamla vinnuvagni
Dutka. Ferð þeirra vestur á
bóginn var löng og hættuleg,
þar sem þau urðu að fara gegn-
um Prússland og þorðu ekki að
vera á ferli nema á nóttunni.
En þau sultu ekki. Þau höfðu
tekið með sér vistir á kerrunni,
og þær entust alla leið til Witt-
enberg. Það var einnig fyrsti
bærinn, sem þau héldu innreið
sína í um hábjartan dag — nú
voru þau loks komin út fyrir
prússneskt yfirráðasvæði.
Ekki settust þau samt að í
Wíttenberg. — Liðþjálfanum
fannst hann enn of nálægt
prússnesku landamærunum. —
Um miðjan desember komu
þau til Miihlhausen, sem ný-
lega hafði verið innlimað í kon-
ungdæmið Westfalen. Hér kom
frumbui’ður Maríu, — sonurinn
Karl, í heiminn — og María og
liðþjáifinn giftu sig. Um skeið
vann liðþjálfinn sem hestamað-
ur, en er frá leið og þeim hafði
tekizt að nurla dálitlu saman,
freistaði hann gæfunnar sem
hestaprangari.
Það gafst vel, og honum
græddist fé. Um árabil var svo
að sjá, sem gæfan hefði snúizt
þeim í vil og þau hefðu fundið
örugga höfn. Þá varð María
þeim sjúkdómi að bráð, sem
dregið hafði föður hennar til
dauða. Tveim árum eftir fæð-
ingu yngri sonarins andaðist
hún.
Síðar kvæntist liðþjálfinn á
ný og eighaðist tíu börn með
annarri konu sinni. Hann Iézt
árið 1850 sem vel metinn og
efnaður borgari.
Aðeins í eitt skipti á vel-
gengisárunum í Muhlhausen
Donnr gefur vinsælustu plötuna frá .
Hljóðfævaverzlun Sigríðar Helgadóttur
FDCflEflD® ÞíþÍfflMÆi
Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einþvers
staðar á síðuin Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi
nýja plötu, sem hann velur sér eftir listanum hér að neðan
og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Hclga-
dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttum laúsnum.
Vinsælar plötur í dag:
1. Nu reiser jeg hjem — Jan Hurtun
2. I Believe — Elvis Presley
3. Loving you — Elvis Presley
4. Ledkiss Jenka — Ronnie Krank
5. It Is Good News Week — Hedgehoppers Anonyom
Platan er á blaðsíðu
Nafn: ...................................
Heimili: .......................■.......
Ég vel mér nr............. Til vara nr.
Ekki dregið út í þetta sinn.
VINNINGS MA VITJA A SKRIFSTOFU FALKANS.
var Franez Schirmer minntur
á hið hernaðarlega afbrot, sem
hann hafði gerzt sekur um.
Eftir Parísarsáttmálanum 1815
varð Múhlhausen prússneskt
landssvæði.
Þetta var sama árið og lið-
þjálfinn kvæntist í annað sinn.
Enda þótt hann gerði ekki ráð
fyrir að leitað yrði í kirkjubók-
unum að nöfnum liðhlaupa,
vofði þó alltaf sú hætta yfir,
að þær yrðu notaðar við samn-
ingu herkvaðningalista. Hann
þorði ekki að eiga allt undir
; forsjóninni. Eftir svo margra
ára frið var hann orðinn óvan-
ur að lifa aðeins fyrir líðandi
stund. Tilhugsunin um skjótan
dauðdaga frammi fyrir aftöku-
'syeit lét hann enga ró hafa,
hversu langsótt, sem hún
kunni að vera.
En hvað átti hann að taka
til bragðs? Hann hugsaði um
þetta fram og aftur og ákvað
að lokum að breyta nafni sínu í
Schneider.
A vegi hans varð aðeins ein
smátorfæra. Honum veittist
auðvelt að fá sínu eigin nafni
breytt og sömuleiðis eftirnafni
ungbarnsins Hans. Hann átti
vini á skrifstofu borgarstjórans,
og þar var óðara tekin til
greina sú skýring hans, að í ná-
grannaborginni væri annar
hestakaupmaður mcð sama
nafni. En eldri sonurinn, Karl,
varð honum óþægari ljár í
þúfu. Drengurinn var nú sjö
ára gamall, og prússnesk hern-
aðaryfirvöld höfðu einmitt í
þessu sett hann á skrá til síð-
ari herkvaðningar, og liðþjálf-
inn átti enga vini í Prússaher
— og óskaði heldur ekki að
eignast þá. Auk þess gátu allar
opinberar umsóknir um nafna-
breytingu fyrir drenginn auð-
veldlega leitt til einmitt þeirra
fyrirspurna um fortíðina, sem
hann umfram allt varð að forð-
ast. Endirinn varð sá, að hann
lét nafn Karls afskipalaust.
Þannig atvikaðist það, að enda
þótt synir Franz og Maríu væru
báðir fæddir Schirmer, ólust
þeir upp undír ólíkum ættar-
nöfnum. Karl hélt áfram að
heita Schirmer. Hans hét fram-
vegis Hans Schneider.
Nafnaskipti liðþjálfans urðu
honum aldrei til minnstu óþæg-
inda það sem eftir var ævinn-
ar. Erfiðleikarnir, sem af þeim
hlutust, komu ekki í ljós fyrr
en á hundrað árum síðar og sá,
sem varð fyrir barðinu á þeim,
hét herra George L. Carey.
Schneider Johnson málið.
George Carey var yngsti son-
urinn í mjög efnaðri og vel met-
inni Delaware fjölskyldu, og
jafnvel þótt hann hefði ekki til
að bera breiðar herðar og
ánægjulegt bros bræðra sinna,
var hánn þó gáfaðastur þeirra
allra. Þegar dýrðardögum fót-
boltaáranna sleppti, bárust
bræðurnir fyrirhafnarlaust út í
straum viðskiptalífsins. Fram-
tíðaráætlanir George höfðu
legið Ijósar fyrir áður en hann
lauk menntaskólanum.. Þrátt
fyrir vonir föðursins um arf-
taka læknisembættisins hafði
George neitað að gera sér upp
áhuga á læknisstarfinu, sem
hann ekki átti til. Hann vildi
verða lögfræðingur — ekki
málafærslumaður, heldur af
þeirri gerðinni, sem hlýtur for-
setastöðuna í járnbrautarfélög-
um og stáliðnaðarsamböndum
eða háttsett stjórnmálaemb-
ætti.
Eftir fjögur og hálft ár sem
flugmaður á sprengjuflugvél-
um, lét hann innrita sig í lög-
fræðideild Harvard háskóla. —
Þaðan tók hann lögfræðipróf
með láði í byrjun árs 1949. —
Fyrst þar á eftir átti hann lær-
dómsríkt ár sem einkaritari
hjá frægum og lærðum dóm-
ara, en réðst síðan til Lavater.
Fyrirtækið Lavater, Powell
& Sistrom í Philadelphia, var
eitt á meðal hinna öflugri lög-
fræðifyrirtækja í austurhluta
Bandaríkjanna. Að vera boðin
staða hjá þessu fyrirtæki er
mjög mikil viðurkenning fyrir
nýbakaðan lögfræðing, og
George hafði því gilda ástæðu
til að vera ánægður með frama
braut sína, þar sem hann var
önnum kafinn við að koma. sér
fyrir í einni af hinum þægi-
legu og vel búnu skrifstofum
Lavaters. Tilkynningin um, að
hann ætti að vinna við Schnei-
der Johnsons-málið, olli honum
þess vegna nokkrum vonbrigð-
um. Hún kom honum einnig á
óvart, þar sem Lavaters höfðu
ekki fyrir venju að fást við
þess háttar mál — viðfangsefni
þeirra voru yfirleitt af því tagi,
sem afla álits engu síður en
peninga. Eftir því sem George
gat munað um einmitt þetta
mál, var það eitt af þeim, sem
metnaðargjarn lögfræðingur
myndi borga fyrir að vera laus
við, ef honum var annt um mál
sitt.
Málið hafði verið eitt þess-
ara heimskulegu fyrirstríðs af-
brigða, með ófundnum erfingj-
um að miklum auði.
Framh. í næsta blaði.
FÁLKINN 45