Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 6

Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 6
Fálkinn 21. tbl. — 39. árg. — 6. júní 1966. E F IM I SVARTHÖFÐI SEGIR ........................... 6— 7 ALLT OG SUMT ............................... 8—9 HVAÐ VILL FÓLKIÐ SJÁ? Fálkinn spyr nokkra kvikmyndahúsagesti um álit þeirra .... 10—11 ER HÆGT AÐ AUKA GÁFUR MANNA? merkileg grein ..........*......................... 12—13 LÍF OG HEILSA eftir Ófeig J. Ófeigsson lækni 13 KONUR HAFA GAMAN AF „STRIP-TEASE“, grein frá næturklúbbum í París ........... 14—17 LEIÐIN TIL FJÁR OG FRAMA, rætt við Ottó A. Michelsen ................................ 18—19 KONAN SEM PICASSO HATAR, grein um konu sem Picasso bjó með og nú hefur skrifað bók um hann .................................. 20—21 BRENNIMERKT. framhaldssaga eftir Erik Nor- lander ................................... 22—24 UNDARLEGIR HLUTIR ............................ 25 FURÐUR HIMINS OG JARÐAR eftir Hjört Hall- dórsson .................................. 26—27 SENDIBRÉF ÚR FORTÍÐINNI eftir Jón Helgason £8—31 ARFUR ÁN ERFINGJA, framhaldssaga eftir Eric Ambler .................................. 32—34 STJÖRNUSPÁ ................................... 35 í SVIÐSLJÓSINU ............................ 36—37 BARNASAGA .................................... 47 FORSÍÐAN: Á RÓLUVELLINUM. Ljósm.: R. G. Tekin upp trú á Grýlu A FSTAÐNAR kosningar hafa engu breytt um stöðu ríkis- stjórnarinnar. Var þó reynt til hins ýtrasta af stjórnar- andstöðunni að láta kosningarnar snúast um stjórnarstefnuna. Sjálfstæðisflokkurinn kom að vísu út úr kosningunum með minni atkvæðafjölda en áður, en þess er að gæta, að hinn stjórnarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn bætti stórlega við sig. Það má því segja að stjórnin hafi bæði tapað og unnið at- kvæði í þessum slag. Einmitt þessi staðreynd sýnir, að stjórn- arstefnan sjálf hefur haft lítil áhrif á úrslit kosninganna. Sjálfar voru kosningarnar lítið spennandi nema helzt hér í Reykjavík, á meðan á talningu stóð um nóttina, og Framsókn- arflokkurinn fór jafnt og þétt að draga á undir lokin, svo að litlu munaði að Sigríður Thorlacius felldi áttunda mann á D-listanum. Auðvitað verður sú hætta, sem meirihlutinn komst í að þessu sinni til þess að eggja sjálfstæðismenn lögeggjan til að láta ekki slíkt henda aftur. Minnihlutaflokkarnir misstu þarna af eina tækifærinu, sem þeir fá í bráð, til að fella meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Meðlimir flokks, sem áttu tíu menn í borgarstjórn fyrir tveimur kjörtímabil- um, uggðu eðlilega ekki að sér. Varnaðarorðin frá tímum yfirburða kosningasigra um tap og aftur tap, voru orðin svo munntöm að enginn hlustaði lengur á þau. Nú er skipt um skreið. Nú eru menn hræddir og nú geta sjálfstæðismenn aftur farið að trúa á Grýlu. Það hefur alltaf verið þeim til góðs, og reynzt haldbetra en guðsorðasnakkið í Mogganum fyrir hverjar kosningar. í ncesta klaði kennir margra grasa. Vi3 œtlum a3 segja Irá sœnskri ijölskyldu sem er „bönnu3" eins og þa3 er kallaS. Hjón- in reyndust vera systkini. ViS œtlum líka a3 birta margar myndir meS grein um þau Chaplin, Sophiu Loren og Marlon Brando, en þau ver3a saman í nýrri Chaplin-mynd, en þetta hölum vi3 leng- i3 úr Stölsku bla3i. Þá verSur grein um fyrsta kassabílstjórann á íslandi meS skemmtilegum myndum úr skemmtiför sem farin var á slikum bilum fyrir hálfum fimmla tug ára. ASrar athyglisverSar greinar i blaSinu verSa um lislina a3 hlusta; um draugaskip (eins og þa3 er kalIaS), sem marar S hálfu kafi á Fugla- sandi utan við Cuxhaven, en þar hefur þa3 veriS í mörg ár; og grein í þœttinum undarlegir hlutir um menn, sem eru bún- ir afburSa minnishœfileika. Svo er Svart- höfSi, FurSur himins og jarSar og Allt og sumt eins og œvinlega. Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson (áb.). Blaóamenn: Steinunn S. Briem, Gretar Oddsson. Ljósmyndari og útlitsteiknari: Rúnar Gunnarsson. Framkvœmdastjóri: Hrafn Þórisson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Kristján Arngrímsson. Útgefandi: Vikublaðið Fálkinn h.f. AOsetur: Ritstjórn, afgreiösla og auglýs- ingar: Grettisgötu 8, Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. — Verð i lausasölu 30,00 kr. Askrift kostar 90,00 á mánuði, á ári 1080,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.í. Prentun meginmáls: Prentsmiðja Þjóðviljans. Myndamót: Mynda- mót h.f. 6 FÁLKINN Söiigur í brjósti smáfuglsins ENGINN hafði talið Alþýðuflokkinn vænlegan til sigurs í þessum kosningum. Þetta fór þó á annan veg. Hann er sá stjórnarflokkanna sem situr eftir með traustsyfirlýsingu frá kjósendum. Löngum hefur Alþýðuflokknum verið núið upp úr því að hann hefði löðurmannlegu hlutverki að geg ia í stjórnarsamstarfinu. Nú geta þær raddir þagnað þreyttar og , saddar lífdaga. Alþýðuflokkurinn hefur risið upp, og sannað að söngurinn í brjósti smáfuglsins er meira en tístið eitt. Ræða Bárðar Daníelssonar í útvarpinu um skipulagsmálin var kannski sterkasta framboðsræðan í kosningunum. Óefað * Islenzk handrit ófundin ? Herra ritstjóri! Ég hef verið að lesa blað yðar um handritin. Það eru fróðlegar greinar, enda skrif- aðar eftir færustu sérfræðinga. En oft hef ég velt fyrir mér einu atriði: Er útilokað að eitt- hvað sé til af fornum bókum islenzkum sem enginn veit nú um? Sá möguleiki er auðvitað afskaplega ótrúlegur að eitt- hvað finnist hér. Við eigum ekki rústir húsa eða gömul söfn sem enginn þekkir eða hefur kannað. En er fjarstæða að ímynda sér að eitthvað kunni að vera til í söfnum er- lendis? Hvað t. d. um Vati- kanið í Róm? Er ekki sagt að þar séu einhver ósköp af bók- um sem almenningur hafi engan aðgang að? Hyað segja fræðimenn um þetta? Grúskari Svar: Þaö eru sáralitlar likur fyrir því aö til séu lieil handrit is- lenzk í söfnum erlendis, en ein- lwerjar slitrur gcetu ef til vill fundizt einhvers staöar, og ís- ienzk pappírsliandrit frá síöari öldum munu ekki sérlega óal- geng og þá líklega óskráö sums staöar. Um VatikaniÖ er ekki vitaö annaö en þaö aö þar eru aö likindum einhver skjöl sem lsland varöa þótt liandrit, forn og merk séu þar naumast. Þess- ar upplýsingar eru frá Jónasi

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.