Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 11

Fálkinn - 06.06.1966, Qupperneq 11
KNUTUR MAGNÚSSON leikari og steinsmiður tók okkur með eins elskulegu brosi og hægt er að ætlast til af manni með alskegg. Kannski hefur hann misst af byrjun seinni hluta myndarinnar af okkar völdurn, vegna þess að hann vandaði vel til svaranna: 1. Góðum myndum. 2. Afar jákvætt fyrir Hafnfirð- inga. 3. Luther nokkur Adler hefur aldrei brugðizt mér. 4. Chaplin o. s. frv. o. s. frv... 5. Mér er sama hvaðan gott ltem- ur, jafnvel frá Japan. 6. Viðkvæmustu hluti er hægt að gera bæði fallega og ljóta. 7. Hér vantar mig þekkingu, en ég hef það á tilfinningunni að það séu ekki Islendingar, — þótt miðað sé við mannf jölda. 8. Aldrei er góð vísa of oft kveð- in. 9. Hér brestur mig vit. 10. Nei, nei og aftur nei! HYAÐ VILL FÓLKID SJÁ ? HLÉIÐ I TÓNABÍÓI varð of stutt til að við gætum fengið fullnægj- andi þverskurð af kvikmyndasmekk Reykvíkinga. Því brugðum við okk- ur niður að Nýja Bíói, þar sem ver- ið var að sýna Manninn með járn- grímuna í síðasta sinn. Þar var ekki marg-t um manninn, en inni í gang- inum hitturn við stöllurnar GUÐ- RUNU ANTONSDÓTTUR, sem vinn- ur í banka og SIGRUNU RICHTER skrifstofustúlku hjá Sambandi ís- Ienzkra samvinnufélaga. Þær svör- uðu spurningunum í sameiningu á þessa leið: 1. Sannsögulegum léttum mynd- um. 2. Kvikmyndahúsin í Reykjavík eru að vísu fleiri, en í Hafnar- firði er sýnt meira af góðum dönskum myndum með Dirch Passer. 3. Sophia Loren. 4. Sá sem stjómaði fyrri hlutan- um af West Side Story. 5. Það er nú ýmist. 6. Það má ekki fara út í öfgar. 7. Frakkar og Bandaríkjamenn. 8. Það er ekki nógu mikið gert af því að endursýna góðar myndir eins og t. d. South Pacific og Porgy and Bess og svo mætti endursýna meira af myndum með Dirch Passer. 9. Nei. 10. Nei. HVAÐ VILL FÓLKIÐ SJÁ? EYJÓLFUR MELSTED stud. phil. stóð frammi á fremri gangi og hon- um varð létt um svör: 1. Góðum glæpamyndumu 2. Yfir höfuð lélegt. 3. Enginn sérstakur. 4. Ditto. 5. Evrópskar. 6. Yfirleitt eru þau „humbug“- 7. Frakkar. 8. Nei. 9. Nei. 10. Ég hef ekkert út á barna- myndirnar að setja. Rétt er að taka fram til frekari glöggvunar að við völdum okkur fórnarlömb yfir unglingsaldri. Fimm eru líklega á aldrinum 20 til 30 ára og einn er á fertugsaldri. Fólkið var spurt undirbúningslaust og án þess að því gæfist tóm til að setja sig í stellingar gagnvart spyrlinum. Svo vonum við að svörin gefi nokkra hugmynd um smekk almennings á kvikmyndum yfirleitt, þó kannski megi segja að hægt hefði verið að fá fyllri mynd með því að spyrja fleiri. HVAÐ VILL FÓLKIÐ SJÁ ? FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.