Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 27

Fréttablaðið - 09.10.2009, Page 27
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Geðhjálp var stofnuð fyrir þrjátíu árum að mati fyrsta formanns félagsins, Sigríðar Þor- steinsdóttur. Sjálf ólst Sigríður upp í umhverfi þar sem geðsjúk- dómum var gert jafn hátt undir höfði og öðrum sjúkdómum. „Sem hjúkrunarfræðingur var ég á geðsviði en þá rak ég mig aftur og aftur á þá fordóma sem ríktu í garð fólks sem þjáðist af geðsjúkdómum. Almannavitund um geðsjúkdóma var mjög lítil,“ minnist Sigríður Þor- steinsdóttir, fyrsti formaður Geðhjálpar, frá 1979 til 1980. Í byrjun voru félagsmenn Geðhjálpar fjórir en samtökin uxu hratt og brátt voru félgsmenn orðnir tuttugu. „Okkur fannst þetta auðvitað ekki gerast nógu hratt en það gerði það.“ Hlutverk Geðhjálpar var að sögn Sigríðar fyrst og fremst að láta sjúklinga og aðstandendur finna að þeir væru ekki einir sem og að vekja almenning til vitundar. „Draumur minn var að hægt væri að ryðja burt fordómum sem geðsjúkir verða fyrir. Að geðsjúkdómar yrðu settir undir sama hatt og aðrir sjúkdómar sem fólk þarf að glíma við. Ef ein- hver þurfti að leggjast inn á geðsjúkrahús, var það líkt og viðkomandi hefði verið vísað úr landi.“ Sigríður segir að aðstandendum hafi oft fundist að það væri þeim að kenna ef þeirra nánustu veiktust. „Mæður kenndu sjálfum sér um ef börnin þeirra voru andlega veik. Eitt af því sem við gerðum til að FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 GEÐHJÁLP í 30 ár Ótrúlegur árangur náðst Sigríður Þorsteinsdóttir starfaði sem fyrsti formaður Geðhjálpar og segir margt hafa breyst í málefnum geðfatlaðra síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GV Landssamtökin Geðhjálp voru stofnuð 9. október 1979 og eru hagsmunasamtök þeirra sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra og annarra er láta sig geðheilbrigðismál varða. Aðsetur Geðhjálpar er á Túngötu 7 í Reykjavík, á horni Túngötu og Garðastrætis. MYND/GEÐHJÁLP FRAMHALD Á SÍÐU 6 MJÖG BJARTSÝNN Sigursteinn Másson er nýr for- maður Geðhjálpar. Síða 2 DAGUR FYRIR ALLA Alþjóða geðheilbrigðisdag- urinn haldinn hátíðlegur á morgun. Síða 4 SPENNANDI VETUR Fjölbreytt dagskrá í Félags- miðstöð Geðhjálpar í vetur. Síða 7 MARGS AÐ MINNAST Geðhjálp fagnar 30 ára af- mæli. Síða 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.