Fréttablaðið - 09.10.2009, Qupperneq 28
9. OKTÓBER 2009 FÖSTUDAGUR2 ● geðhjálp
Sigursteinn Másson er nýr for-
maður Geðhjálpar en hann gegndi
embættinu áður á árunum 2001 til
2007. Hann kom fyrst inn í félag-
ið árið 1999 eftir að hafa sjálf-
ur glímt við alvarleg veikindi frá
1996 og komst að raun um það að
besta leiðin til sjálfshjálpar er að
hjálpa öðrum.
„Það varð mér öðru fremur til
hjálpar að byrja að starfa með fé-
laginu,“ segir Sigursteinn. Hann
segir ýmislegt hafa breyst til batn-
aðar á undanförnum árum. „Þar
ber helst að nefna átak í búsetu-
málum geðfatlaðra, en með aukn-
um fjárveitingum tókst að ráða bót
á brýnum húsnæðisvanda þeirra.
Þá hefur líka tekist að vinna gegn
fordómum og opna umræðuna um
geðheilbrigðismál en mér finnst
við Íslendingar standa framar
öðrum þjóðum sem ég þekki til í
þeim efnum. Hér ríkir umburð-
arlyndi og skilningur á málefn-
um geðsjúkra, og geðsjúkdómum
fylgir ekki eins mikil stimplun og
áður.“
Sigursteinn segir það að verða
fyrir því að fá geðsjúkdóm eða
alvarlega geðröskun í langfæst-
um tilfellum þýða einhvers konar
endalok. „Ef rétt er haldið á
málum er frekar um kaflaskipti
að ræða og í sumum tilfellum nýtt
upphaf. Í mínu tilfelli sköpuðu
veikindin þegar upp var staðið ný
tækifæri og nýjan skilning á lífið
og tilveruna.“ Sigursteinn bendir
á að geðsjúkdómar og geðraskan-
ir hafi alltaf fylgt mannkyninu. „Í
dag vitum við þó meira um þá en
áður og gerum okkur betur grein
fyrir því hvað virkar og hvað
ekki. Við leggjum því áherslu á
það við stjórnvöld að nú þurfi að
hugsa velferðarmálin upp á nýtt
og greina hvað hefur reynst vel og
hvað ekki. Við vitum til dæmis að
stofnanabúseta og gamaldags geð-
sjúkrahús virka ekki sem skyldi.
Við þurfum að einbeita okkur að
því sem virkar vel, eins og sam-
félags- og nærþjónustu, og finna
nýjar leiðir á þeim sviðum þar
sem gera má betur.“
Þrátt fyrir kreppu sér Sigur-
steinn mörg sóknarfæri og finnst
mikill skilningur ríkja bæði í
stjórn- og heilbrigðiskerfinu. „Ég
held því að jarðvegurinn til breyt-
inga hafi aldrei verið betri, enda
neyðir kreppan okkur til að hugsa
hlutina upp á nýtt. Fyrir hönd
málefnisins og félagsins er ég
því mjög bjartsýnn.“ Sigursteinn
sér þó líka ýmsa váboða á lofti
og segir erfitt að þurfa að draga
saman á versta tíma. „Aðsókn í
ráðgjöf hjá okkur tvöfaldaðist til
að mynda í sumar miðað við sama
tíma í fyrra svo þörfin er ljós.
En auk þess að þjónusta fólk sem
leitar til félagsins leggjum við
ríka áherslu á stefnumótun og að
veita aðhald og eftirlit með þeirri
þjónustu sem er veitt. Það skipt-
ir miklu máli þegar staðan er eins
og hún er að fólk sé vakandi fyrir
rétti sínum og leiti þess réttar ef
það telur á sér brotið. Sagan sýnir
að í þeim löndum þar sem efna-
hagskreppa ríkir eiga mannrétt-
indi alltaf undir högg að sækja, og
þá sér í lagi mannréttindi minni-
hlutahópa. Ég tel að mælikvarði
okkar á hvert siðferðis- og mennt-
astig þjóðarinnar sé verði hvernig
okkur tekst að gæta mannréttinda
minnihlutahópa á meðan kreppan
gengur yfir.
Í dag milli fjögur og sex verð-
ur efnt til afmælishófs í Iðnó til
að fagna þrjátíu ára afmæli félags-
ins. Þangað kemur fólk sem hefur
komið að starfi félagsins í gegn-
um árin og munum við ekki síst
minnast þeirra framsýnu kvenna
sem komu saman í Seljakirkju
fyrir þrjátíu árum til að stofna
þetta hagsmunafélag geðsjúkra,
aðstandenda og áhugafólks. Án
þeirra framlags er ekki gott að
segja til um hvar við stæðum í
dag.“ - ve
Sóknarfæri þrátt fyrir kreppu
Útgefandi: Geðhjálp l Heimilisfang: Túngötu 7, 101 Reykjavík
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Auður Styrkársdóttir
Vefsíða: www.gedhjalp.is l Sími: 570 1700
Sigursteinn telur jarðveginn til breytinga sjaldan hafa verið betri enda neyði kreppan fólk til að hugsa hlutina upp á nýtt.
Á hátíðarfundi í dag, 9. október, mun stjórn Geðhjálpar afhenda
frumkvæðisverðlaun félagsins í fyrsta sinn, en þau eru veitt
fyrir nýjungar í þjónustu við geðsjúka og úrræði sem eru til
þess fallin að efla geðheilsu. Að þessu sinni
renna verðlaunin til þriggja aðila.
Norðlingaskóli í Reykjavík hlýtur verð-
launin fyrir framúrskarandi forvarnar-
starf með einstaklingsmiðuðu námi sem
miðar að því að styðja nemendur í að finna
og nýta styrkleika sína og hæfileika sem
best. Að mati stjórnar Geðhjálpar er þessi
áhersla líkleg til að stuðla að geðheilbrigði
nemenda.
Björgin – geðræktarmiðstöð Suðurnesja
hlýtur frumkvæðisverðlaun Geðhjálpar
fyrir að sinna með framsýnum hætti vald-
eflingu geðfatlaðra og fyrir að hjálpa fólki að finna leiðir til
að auka lífsgæði sín. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum og
metnaður þeirra í verkefninu er að mati stjórnar Geðhjálpar til
fyrirmyndar og eftirbreytni.
Jóna Rut Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkur-
borg, hlýtur frumkvæðisverðlaun Geðhjálpar vegna ötuls starfs
að Straumhvarfaverkefninu – nýjum búsetuúrræðum fyrir geð-
fatlaða – í Reykjavík. Geðhjálp hefur átt afar gott samstarf
við Jónu Rut, sem hefur í störfum sínum sýnt góðan skilning á
mannréttindum geðfatlaðra og á mikilvægi þess að þeir lifi sjálf-
stæðu lífi og njóti fullrar virðingar í samfélaginu.
Geðhjálp þakkar hér með ofantöldum aðilum störf þeirra í
þágu geðsjúkra.
Frumkvöðlaverðlaun
veitt í fyrsta sinn
Framúrskarandi forvarnarstarf hefur verið unnið í Norðlingaskóla í Reykjavík.
Á síðasta aðalfundi Geðhjálpar 28. mars voru eftirfarandi kjörin í stjórn
félagsins:
Stjórn Geðhjálpar
Aðalstjórn:
Auður Styrkársdóttir, ritari
Birna Dís Vilbertsdóttir
Lárus R. Haraldsson, gjaldkeri
Lena Hákonardóttir
Sesselja Jörgensen, varaformaður
Sigursteinn R. Másson, formaður
Vala Lárusdóttir
Varastjórn:
Erna Arngrímsdóttir
Garðar Sölvi Helgason
Olly Sveinbjörg Aðalgeirsdóttir
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/G
VA
Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fjarðarkaup, Maður Lifandi, Lyfja, Laugarnesapótek, Lyfjaver og Árbæjarapótek.
Segðu BLESS við depurð og tómleikatilfinningu.
Finndu lífsorkuna á ný.
– 100% náttúruleg formúla.
Segðu BLESS við taugaóróa og stress.
Upplifðu innri frið og skýrari fókus.
– 100% náttúruleg formúla.
Segðu BLESS við orkuleysi.
Örvaðu orkuflæðið og einbeitinguna.
– 100% náttúruleg formúla.
Jóna Rut Guðmunds-
dóttir, verkefnisstjóri
hjá Reykjavíkurborg.